Netflix minnkar myndbandsgæði í Evrópu vegna álags Sylvía Hall skrifar 19. mars 2020 20:43 Eflaust margir sem stytta sér stundir með sjónvarpsglápi þessa dagana. Mikil aukning hefur verið í áhorfi hjá Netflix samhliða útbreiðslu kórónuveirunnar. Vísir/Getty Streymisveitan Netflix mun minnka myndbandsgæði á þáttum og kvikmyndum á veitunni næstu þrjátíu daga vegna mikils álags á Internetþjóna um þessar mundir. Mikil aukning hefur verið í áhorfi innan Evrópu eftir að kórónufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum varð skæðari í álfunni. Á vef BBC kemur fram að breytingin muni að öllum líkindum ekki hafa það mikil áhrif að áhorfendur finni fyrir minni gæðum. Ákvörðunin var tekin eftir að beiðni frá Evrópusambandinu þar sem bæði streymisveitan og áhorfendur voru beðnir um að minnka gæðin við afspilun. Mikil aukning í notkun streymisveitna vegna samkomubanna, útgöngubanna og fjölda fólks í sóttkví víða um Evrópu hefði getað leitt til þess að Internetið gæti hreinlega ekki staðið undir álaginu. Thierry Breton, sem sér um innri markað Evrópusambandsins, sagði að staðan væri fordæmalaus. Allir notendur internetsins bæru ábyrgð á því að tryggja það að Internetið væri aðgengilegt og virkaði vel á meðan heimsfaraldurinn stæði yfir. „Ég fagna skjótum viðbrögðum Netflix sem miða að því að tryggja góða virkni Internetsins á meðan COVID-19 faraldurinn stendur yfir samhliða því að sjá til þess að upplifun notenda sé jákvæð,” er haft eftir Breton á vef CNN. Netflix Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Tengdar fréttir Þættir sem gætu bjargað geðheilsunni Um þessar mundir eru mörg hundruð Íslendingar í sóttkví vegna Kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Fólk er sóttkví um allan heim og hækkar sú tala umtalsvert á hverjum degi. 12. mars 2020 14:29 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Streymisveitan Netflix mun minnka myndbandsgæði á þáttum og kvikmyndum á veitunni næstu þrjátíu daga vegna mikils álags á Internetþjóna um þessar mundir. Mikil aukning hefur verið í áhorfi innan Evrópu eftir að kórónufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum varð skæðari í álfunni. Á vef BBC kemur fram að breytingin muni að öllum líkindum ekki hafa það mikil áhrif að áhorfendur finni fyrir minni gæðum. Ákvörðunin var tekin eftir að beiðni frá Evrópusambandinu þar sem bæði streymisveitan og áhorfendur voru beðnir um að minnka gæðin við afspilun. Mikil aukning í notkun streymisveitna vegna samkomubanna, útgöngubanna og fjölda fólks í sóttkví víða um Evrópu hefði getað leitt til þess að Internetið gæti hreinlega ekki staðið undir álaginu. Thierry Breton, sem sér um innri markað Evrópusambandsins, sagði að staðan væri fordæmalaus. Allir notendur internetsins bæru ábyrgð á því að tryggja það að Internetið væri aðgengilegt og virkaði vel á meðan heimsfaraldurinn stæði yfir. „Ég fagna skjótum viðbrögðum Netflix sem miða að því að tryggja góða virkni Internetsins á meðan COVID-19 faraldurinn stendur yfir samhliða því að sjá til þess að upplifun notenda sé jákvæð,” er haft eftir Breton á vef CNN.
Netflix Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Tengdar fréttir Þættir sem gætu bjargað geðheilsunni Um þessar mundir eru mörg hundruð Íslendingar í sóttkví vegna Kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Fólk er sóttkví um allan heim og hækkar sú tala umtalsvert á hverjum degi. 12. mars 2020 14:29 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Þættir sem gætu bjargað geðheilsunni Um þessar mundir eru mörg hundruð Íslendingar í sóttkví vegna Kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Fólk er sóttkví um allan heim og hækkar sú tala umtalsvert á hverjum degi. 12. mars 2020 14:29