Vona að lagið fái fólk til að dansa heima í stofu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. mars 2020 13:00 Una Stef & the Sp74 Mynd/Birta Rán Björgvinsdóttir Una Stef & the Sp74 sendu á miðnætti frá sér lagið Silver Girls á Spotify. Una segir í samtali við Vísi að lagið sé kveðjusöngur fyrir alla sem vilji hætta með maka sínum með fönklagi. „Ég samdi lagið við píanóið heima en það fæddist svo almennilega þegar ég mætti með það á æfingu með hljómsveitinni minni The SP74. Guðfaðir og formlegt andadýr hljómsveitarinnar er James Brown og áhrif hans eru sérstaklega áberandi í þessu lagi, sérstaklega í trommugrúvinu hennar Sólrúnar. Þetta á bara að vera stuð, dansiball og ekkert vesen.” Una er ein af þeim sem er heima í sóttkví vegan kórónuveirunnar en ákvað að halda sig við útgáfudagsetningu lagsins, því fólk hefði gott af svona dansgleðisprengju. „Það var búið að negla þessa dagsetningu fyrir mörgum vikum, löngu áður en allt Covid 19 dæmið fór í gang í Evrópu. Við ræddum það að fresta útgáfu og setja það út í kosmósinn þegar allt væri búið að róast en eftir síðustu daga ákváðum við að þetta væri bara einmitt rétti tíminn. Við megum ekki hætta að lifa og verðum að leyfa okkur að hugsa um eitthvað annað stundum. Þetta lag er líka „soddan feel-good stemmari.“ Við vonumst til að kæta allar lifandi verur og fengið fólk til að breyta stofugólfinu í dansgólf.“ Heil starfsstétt lömuð Að hennar mati er eitt æðsta markmið listarinnar að frelsa fólk frá hversdagsleikanum í smástund. „Hver hefur ekki átt ömurlegan dag en gleymt öllu þessu ömurlega þegar það fór í leikhús, á tónleika eða horfði á frábæra bíómynd? Þó það sé bara rétt á meðan þá getur það verið mjög mikilvægt fyrir sálina. Oft er þörf en nú er nauðsyn og ég gleðst þess vegna mikið yfir því að sjá til dæmis tónleikum og leikritum streymt í gegnum internetið og í sjónvarpi.“ Una er sjálfstætt starfandi tónlistarmaður og hefur kórónuveiran og samkomubannið mikil áhrif á hennar afkomu í augnablikinu. „Þetta hefur gjörsamlega sett allt í frost og ég er svo gott sem atvinnulaus akkúrat núna. Nánast öllum verkefnum, tónleikum og framkomum fram í júní hefur verið aflýst eða frestað. Það er það sama upp á teningnum hjá öðrum í senunni og merkilegt að sjá heila starfstétt lamast svona hratt. Okkar helstu tekjulind er að koma fram á alls kyns samkomum og það er augljóslega ekki hægt eins og staðan er í dag. Það er kannski lán í óláni að flestir starfandi tónlistarmenn eru með miklu reynslu af afkomukvíða.“ Vonast eftir viðrbrögðum stjórnvalda Hún segir að þeir kunni því kannski einhver ráð til að tækla óvissuna. „Ég hef séð fólk á netinu tala um pressa á íslenskar útvarpsstöðvar að spila ennþá meira af íslenskri tónlist og fá almenning til að streyma íslenskri tónlist á Spotify og öðrum veitum,“ svarar Una aðspurð hvernig hægt sé að styðja við íslenska listamenn núna. „Svo væri hægt að versla plötur eða varning frá uppáhalds listamönnum sínum, oft er hægt að kaupa „beint frá býli“ í gegnum listamennina sjálfa.“ Hún bendir á að þýsk stjórnvöld hafa nú þegar lýst yfir stuðning við sjálfstætt starfandi listamenn og lista-og menningastofnanir þar í landi. „Það er verið að setja upp fjárhagsaðstoð og skilaboðin skýr: „þið verðið ekki skilin eftir.“ Það væri vissulega ánægjulegt að fá einhver svipuð viðbrögð frá íslenskum stjórnvöldum og ég hef séð hugmyndir um bótasjóði, auknar atvinnutryggingar, styrkjaáætlanir og fleira en við sjáum hvað setur.“ Íbúðin byrjuð að minnka Útbreiðsla veirunnar hefur ekki aðeins valdið því að Una er nú tekjulaus. Hún er í sóttkví í þokkabót og er eyðir því öllum stundum heima hjá sér, eins og svo margir aðrir Íslendingar. „Ég var fengin til að vera dómari í lagasmíðakeppni MÍT og FÍH og fékk svo skilaboð frá lögreglunni nokkrum dögum seinna því einn áhorfandi þar hafði veikst af veirunni og ég sett samstundis í sóttkví. Þá fór bara af stað símtalahryna þar sem ég þurfti að afbóka gigg og fundi en það var ekkert mál og lítil fórn í stóra samhenginu. Ég byrjaði á að vera ein í sóttkví, læst inn í herbergi á meðan fjögurra ára sonur minn og pabbi hans reyndu að halda rútínu. Eftir nokkra daga af því buguðumst við og ákváðum í samráði við hjúkrunarfræðing að klára sóttkvína saman heima. Það hefur gengið ágætlega en ég sver að 80 fermetra íbúðin okkar er að minnka.“ Una segir að þetta sé þó auðveldara en hún hélt og fjölskyldan greinilega í góðri æfingu eftir nýafstaðið leikskólaverkfall. „Við skiptumst á að vinna og að vera með son okkar í einhverju sprelli. Strákurinn minn stakk upp á að gera heimaleikskól þar sem við höldum skipulaginu úr leikskólanum og reynum að aðlaga það að heimilinu. Það hefur gengið vel og ég finn mikinn mun á honum þegar það er eitthvað smá skipulag fyrir daginn. Þetta er samt alveg farið að taka á og ég hlakka til dæmis mikið til að geta farið upp í stúdíó að vinna. Við erum á degi 13 þannig nú er bara endaspretturinn eftir, nema einhver fái einkenni auðvitað.“ Una Stef segist nánast vera atvinnulaus vegna kórónuveirunnar.Mynd/Sunna Ben Rauðvín og Netflix Þau reyna að fara út í gönguferð alla daga til þess að fá frískt loft og hreyfingu en gönguferðirnar verða stundum vandræðalegar. „Tilkynningarskylda sonar míns virðist aukast margfalt í súrefni því hann öskrar eins hátt og hann getur á eftir öllum vegfarendum, sem eru ætíð lengst í burtu nota bene, og bílum: „STOPP, EKKI KOMA NÆR, VIÐ ERUM Í SÓTTKVÍ!“ Það er stundum fyndið, stundum mjög óþægilegt.“ Aðspurð um ráð fyrir foreldra í sömu stöðu segir hún að það skipti máli að reyna að vera með smá dagskipulag. „Leyfa krökkunum að skipuleggja daginn með ykkur og passa að hafa plönin raunhæf. Stundum þarf bara aðeins að kveikja á Hvolpasveit. Annars eru tvö önnur mjög mikilvæg atriði en það er að eiga rauðvín og aðgang að Netflix.“ Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sjá meira
Una Stef & the Sp74 sendu á miðnætti frá sér lagið Silver Girls á Spotify. Una segir í samtali við Vísi að lagið sé kveðjusöngur fyrir alla sem vilji hætta með maka sínum með fönklagi. „Ég samdi lagið við píanóið heima en það fæddist svo almennilega þegar ég mætti með það á æfingu með hljómsveitinni minni The SP74. Guðfaðir og formlegt andadýr hljómsveitarinnar er James Brown og áhrif hans eru sérstaklega áberandi í þessu lagi, sérstaklega í trommugrúvinu hennar Sólrúnar. Þetta á bara að vera stuð, dansiball og ekkert vesen.” Una er ein af þeim sem er heima í sóttkví vegan kórónuveirunnar en ákvað að halda sig við útgáfudagsetningu lagsins, því fólk hefði gott af svona dansgleðisprengju. „Það var búið að negla þessa dagsetningu fyrir mörgum vikum, löngu áður en allt Covid 19 dæmið fór í gang í Evrópu. Við ræddum það að fresta útgáfu og setja það út í kosmósinn þegar allt væri búið að róast en eftir síðustu daga ákváðum við að þetta væri bara einmitt rétti tíminn. Við megum ekki hætta að lifa og verðum að leyfa okkur að hugsa um eitthvað annað stundum. Þetta lag er líka „soddan feel-good stemmari.“ Við vonumst til að kæta allar lifandi verur og fengið fólk til að breyta stofugólfinu í dansgólf.“ Heil starfsstétt lömuð Að hennar mati er eitt æðsta markmið listarinnar að frelsa fólk frá hversdagsleikanum í smástund. „Hver hefur ekki átt ömurlegan dag en gleymt öllu þessu ömurlega þegar það fór í leikhús, á tónleika eða horfði á frábæra bíómynd? Þó það sé bara rétt á meðan þá getur það verið mjög mikilvægt fyrir sálina. Oft er þörf en nú er nauðsyn og ég gleðst þess vegna mikið yfir því að sjá til dæmis tónleikum og leikritum streymt í gegnum internetið og í sjónvarpi.“ Una er sjálfstætt starfandi tónlistarmaður og hefur kórónuveiran og samkomubannið mikil áhrif á hennar afkomu í augnablikinu. „Þetta hefur gjörsamlega sett allt í frost og ég er svo gott sem atvinnulaus akkúrat núna. Nánast öllum verkefnum, tónleikum og framkomum fram í júní hefur verið aflýst eða frestað. Það er það sama upp á teningnum hjá öðrum í senunni og merkilegt að sjá heila starfstétt lamast svona hratt. Okkar helstu tekjulind er að koma fram á alls kyns samkomum og það er augljóslega ekki hægt eins og staðan er í dag. Það er kannski lán í óláni að flestir starfandi tónlistarmenn eru með miklu reynslu af afkomukvíða.“ Vonast eftir viðrbrögðum stjórnvalda Hún segir að þeir kunni því kannski einhver ráð til að tækla óvissuna. „Ég hef séð fólk á netinu tala um pressa á íslenskar útvarpsstöðvar að spila ennþá meira af íslenskri tónlist og fá almenning til að streyma íslenskri tónlist á Spotify og öðrum veitum,“ svarar Una aðspurð hvernig hægt sé að styðja við íslenska listamenn núna. „Svo væri hægt að versla plötur eða varning frá uppáhalds listamönnum sínum, oft er hægt að kaupa „beint frá býli“ í gegnum listamennina sjálfa.“ Hún bendir á að þýsk stjórnvöld hafa nú þegar lýst yfir stuðning við sjálfstætt starfandi listamenn og lista-og menningastofnanir þar í landi. „Það er verið að setja upp fjárhagsaðstoð og skilaboðin skýr: „þið verðið ekki skilin eftir.“ Það væri vissulega ánægjulegt að fá einhver svipuð viðbrögð frá íslenskum stjórnvöldum og ég hef séð hugmyndir um bótasjóði, auknar atvinnutryggingar, styrkjaáætlanir og fleira en við sjáum hvað setur.“ Íbúðin byrjuð að minnka Útbreiðsla veirunnar hefur ekki aðeins valdið því að Una er nú tekjulaus. Hún er í sóttkví í þokkabót og er eyðir því öllum stundum heima hjá sér, eins og svo margir aðrir Íslendingar. „Ég var fengin til að vera dómari í lagasmíðakeppni MÍT og FÍH og fékk svo skilaboð frá lögreglunni nokkrum dögum seinna því einn áhorfandi þar hafði veikst af veirunni og ég sett samstundis í sóttkví. Þá fór bara af stað símtalahryna þar sem ég þurfti að afbóka gigg og fundi en það var ekkert mál og lítil fórn í stóra samhenginu. Ég byrjaði á að vera ein í sóttkví, læst inn í herbergi á meðan fjögurra ára sonur minn og pabbi hans reyndu að halda rútínu. Eftir nokkra daga af því buguðumst við og ákváðum í samráði við hjúkrunarfræðing að klára sóttkvína saman heima. Það hefur gengið ágætlega en ég sver að 80 fermetra íbúðin okkar er að minnka.“ Una segir að þetta sé þó auðveldara en hún hélt og fjölskyldan greinilega í góðri æfingu eftir nýafstaðið leikskólaverkfall. „Við skiptumst á að vinna og að vera með son okkar í einhverju sprelli. Strákurinn minn stakk upp á að gera heimaleikskól þar sem við höldum skipulaginu úr leikskólanum og reynum að aðlaga það að heimilinu. Það hefur gengið vel og ég finn mikinn mun á honum þegar það er eitthvað smá skipulag fyrir daginn. Þetta er samt alveg farið að taka á og ég hlakka til dæmis mikið til að geta farið upp í stúdíó að vinna. Við erum á degi 13 þannig nú er bara endaspretturinn eftir, nema einhver fái einkenni auðvitað.“ Una Stef segist nánast vera atvinnulaus vegna kórónuveirunnar.Mynd/Sunna Ben Rauðvín og Netflix Þau reyna að fara út í gönguferð alla daga til þess að fá frískt loft og hreyfingu en gönguferðirnar verða stundum vandræðalegar. „Tilkynningarskylda sonar míns virðist aukast margfalt í súrefni því hann öskrar eins hátt og hann getur á eftir öllum vegfarendum, sem eru ætíð lengst í burtu nota bene, og bílum: „STOPP, EKKI KOMA NÆR, VIÐ ERUM Í SÓTTKVÍ!“ Það er stundum fyndið, stundum mjög óþægilegt.“ Aðspurð um ráð fyrir foreldra í sömu stöðu segir hún að það skipti máli að reyna að vera með smá dagskipulag. „Leyfa krökkunum að skipuleggja daginn með ykkur og passa að hafa plönin raunhæf. Stundum þarf bara aðeins að kveikja á Hvolpasveit. Annars eru tvö önnur mjög mikilvæg atriði en það er að eiga rauðvín og aðgang að Netflix.“
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sjá meira