Sport

Trippi­er ekki hrifinn af um­mælum spekinga og Klopp eftir sigurinn á Liver­pool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Trippier röltir inn á Anfield í síðari leik liðanna.
Trippier röltir inn á Anfield í síðari leik liðanna. vísir/getty

Kieran Trippier, varnarmaður Atletico Madrid, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem fjölmiðlar sem og Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hafa látið falla um leikstíl spænska liðsins.

Atletico sló Liverpool út í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en þeir vörðust með kjafti og klóm í síðari leiknum. Eftir leikinn talaði Klopp meðal annars um að hann skildi ekki hvernig þeir gætu ekki spilað betri fótbolta.

Trippier gefur lítið fyrir þessi ummæli og segir að það sé ekki hægt að mæta á Anfield og spila blússandi sóknarbolta.

„Fólk talar þannig að við erum varnarlið en það hefur farið of langt með það eftir leikinn okkar gegn Liverpool. Ef þú spilar eins og Liverpool vill að þú spilir þá taparu 6-0. Ég veit ekki hvað fólk býst við,“ sagði Trippier í samtali við Mirror.

„Þú sérð spekinga kvarta undan því að við vörðumst en bjuggust þeir við því að við færm þarnra og spiluðum sóknarbolta, sérstaklega miðað við hvernig Liverpool er að spila á þessum tímapunkti?“

„Þú verður að fara þangað með ákveðið leikskipulag og við gerðum það. Við urðum að verjast en það mikilvægasta er að við unnum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×