Anton telur að það sé hægt að koma út úr þessum aðstæðum á góðum stað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2020 09:00 Anton Sveinn er ekki á leiðinni í laugina á næstunni. Vísir/Anton Íslenski sundkappinn Anton Sveinn McKee hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í Japan í sumar. Hann segir að frestun leikanna hafi haft mikil áhrif á sálarlífið. Anton Sveinn var í ítarlegu viðtali á RÚV um frestun leikanna og áhrifanna sem það hefur á íþróttafólk. „Þetta er mikil röskun og hefur mikil áhrif á sálarlífið, það er mikið núna að vakna á morgnana og bara hvað á maður að gera, það er ekki mikill drifkraftur en maður reynir að halda áfram. Á endanum mun þetta henta mér vel og ég hef meiri tíma til að undirbúa mig og það er eitthvað sem ég hef alltaf gott af. Auðvitað verður maður tilbúinn að ári, það eru bara mjög skrítnir tímar núna sem maður þarf að vinna sig í gegnum,“ segir Anton Sveinn meðal annars í viðtalinu við RÚV. Anton Sveinn gerði á dögunum samning við kandadíska félagið Toronto Titans. Það þýðir að draumur Antons um að verða atvinnumaður er orðinn að veruleika og mun hann keppa með liðinu í International Swimming League, stórri alþjóðlegri deild í Bandaríkjunum og Kanada. „Það er fáranlegur heiður að fá að taka þátt í deildinni og senda skilaboð til yngri krakka, að það eru möguleikar að helga sig sinni íþrótt og ná langt í henni. Sú fjárhagslega staða að vinna í eðlilegri vinnu væri alltaf betri en það sem ég er að fá, meira segja í þessu, að vera í atvinnumennsku í sundi,“ segir Anton einnig um það að vera atvinnumaður í sundi. „Næstu mánuðir verða áhugaverðir þar sem maður kemst ekki í laug en það eru allir í sömu aðstöðu. Það er nægur tími til að undirbúa og byggja sig upp aftur og hámarka árangur. Það er hægt að koma út úr þessu á góðum stað. En þau skilaboð sem ég hef fengið frá öllum þeim fagaðilum sem ég hef verið að vinna með og einblína að komast í gegnum þetta í stað þess að reyna ná einhverjum svakalegum framförum,“ sagði Anton að lokum. Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sjá meira
Íslenski sundkappinn Anton Sveinn McKee hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í Japan í sumar. Hann segir að frestun leikanna hafi haft mikil áhrif á sálarlífið. Anton Sveinn var í ítarlegu viðtali á RÚV um frestun leikanna og áhrifanna sem það hefur á íþróttafólk. „Þetta er mikil röskun og hefur mikil áhrif á sálarlífið, það er mikið núna að vakna á morgnana og bara hvað á maður að gera, það er ekki mikill drifkraftur en maður reynir að halda áfram. Á endanum mun þetta henta mér vel og ég hef meiri tíma til að undirbúa mig og það er eitthvað sem ég hef alltaf gott af. Auðvitað verður maður tilbúinn að ári, það eru bara mjög skrítnir tímar núna sem maður þarf að vinna sig í gegnum,“ segir Anton Sveinn meðal annars í viðtalinu við RÚV. Anton Sveinn gerði á dögunum samning við kandadíska félagið Toronto Titans. Það þýðir að draumur Antons um að verða atvinnumaður er orðinn að veruleika og mun hann keppa með liðinu í International Swimming League, stórri alþjóðlegri deild í Bandaríkjunum og Kanada. „Það er fáranlegur heiður að fá að taka þátt í deildinni og senda skilaboð til yngri krakka, að það eru möguleikar að helga sig sinni íþrótt og ná langt í henni. Sú fjárhagslega staða að vinna í eðlilegri vinnu væri alltaf betri en það sem ég er að fá, meira segja í þessu, að vera í atvinnumennsku í sundi,“ segir Anton einnig um það að vera atvinnumaður í sundi. „Næstu mánuðir verða áhugaverðir þar sem maður kemst ekki í laug en það eru allir í sömu aðstöðu. Það er nægur tími til að undirbúa og byggja sig upp aftur og hámarka árangur. Það er hægt að koma út úr þessu á góðum stað. En þau skilaboð sem ég hef fengið frá öllum þeim fagaðilum sem ég hef verið að vinna með og einblína að komast í gegnum þetta í stað þess að reyna ná einhverjum svakalegum framförum,“ sagði Anton að lokum.
Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sjá meira