Anton telur að það sé hægt að koma út úr þessum aðstæðum á góðum stað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2020 09:00 Anton Sveinn er ekki á leiðinni í laugina á næstunni. Vísir/Anton Íslenski sundkappinn Anton Sveinn McKee hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í Japan í sumar. Hann segir að frestun leikanna hafi haft mikil áhrif á sálarlífið. Anton Sveinn var í ítarlegu viðtali á RÚV um frestun leikanna og áhrifanna sem það hefur á íþróttafólk. „Þetta er mikil röskun og hefur mikil áhrif á sálarlífið, það er mikið núna að vakna á morgnana og bara hvað á maður að gera, það er ekki mikill drifkraftur en maður reynir að halda áfram. Á endanum mun þetta henta mér vel og ég hef meiri tíma til að undirbúa mig og það er eitthvað sem ég hef alltaf gott af. Auðvitað verður maður tilbúinn að ári, það eru bara mjög skrítnir tímar núna sem maður þarf að vinna sig í gegnum,“ segir Anton Sveinn meðal annars í viðtalinu við RÚV. Anton Sveinn gerði á dögunum samning við kandadíska félagið Toronto Titans. Það þýðir að draumur Antons um að verða atvinnumaður er orðinn að veruleika og mun hann keppa með liðinu í International Swimming League, stórri alþjóðlegri deild í Bandaríkjunum og Kanada. „Það er fáranlegur heiður að fá að taka þátt í deildinni og senda skilaboð til yngri krakka, að það eru möguleikar að helga sig sinni íþrótt og ná langt í henni. Sú fjárhagslega staða að vinna í eðlilegri vinnu væri alltaf betri en það sem ég er að fá, meira segja í þessu, að vera í atvinnumennsku í sundi,“ segir Anton einnig um það að vera atvinnumaður í sundi. „Næstu mánuðir verða áhugaverðir þar sem maður kemst ekki í laug en það eru allir í sömu aðstöðu. Það er nægur tími til að undirbúa og byggja sig upp aftur og hámarka árangur. Það er hægt að koma út úr þessu á góðum stað. En þau skilaboð sem ég hef fengið frá öllum þeim fagaðilum sem ég hef verið að vinna með og einblína að komast í gegnum þetta í stað þess að reyna ná einhverjum svakalegum framförum,“ sagði Anton að lokum. Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Íslenski sundkappinn Anton Sveinn McKee hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í Japan í sumar. Hann segir að frestun leikanna hafi haft mikil áhrif á sálarlífið. Anton Sveinn var í ítarlegu viðtali á RÚV um frestun leikanna og áhrifanna sem það hefur á íþróttafólk. „Þetta er mikil röskun og hefur mikil áhrif á sálarlífið, það er mikið núna að vakna á morgnana og bara hvað á maður að gera, það er ekki mikill drifkraftur en maður reynir að halda áfram. Á endanum mun þetta henta mér vel og ég hef meiri tíma til að undirbúa mig og það er eitthvað sem ég hef alltaf gott af. Auðvitað verður maður tilbúinn að ári, það eru bara mjög skrítnir tímar núna sem maður þarf að vinna sig í gegnum,“ segir Anton Sveinn meðal annars í viðtalinu við RÚV. Anton Sveinn gerði á dögunum samning við kandadíska félagið Toronto Titans. Það þýðir að draumur Antons um að verða atvinnumaður er orðinn að veruleika og mun hann keppa með liðinu í International Swimming League, stórri alþjóðlegri deild í Bandaríkjunum og Kanada. „Það er fáranlegur heiður að fá að taka þátt í deildinni og senda skilaboð til yngri krakka, að það eru möguleikar að helga sig sinni íþrótt og ná langt í henni. Sú fjárhagslega staða að vinna í eðlilegri vinnu væri alltaf betri en það sem ég er að fá, meira segja í þessu, að vera í atvinnumennsku í sundi,“ segir Anton einnig um það að vera atvinnumaður í sundi. „Næstu mánuðir verða áhugaverðir þar sem maður kemst ekki í laug en það eru allir í sömu aðstöðu. Það er nægur tími til að undirbúa og byggja sig upp aftur og hámarka árangur. Það er hægt að koma út úr þessu á góðum stað. En þau skilaboð sem ég hef fengið frá öllum þeim fagaðilum sem ég hef verið að vinna með og einblína að komast í gegnum þetta í stað þess að reyna ná einhverjum svakalegum framförum,“ sagði Anton að lokum.
Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira