Lenovo-deildin: Undanúrslitin hefjast í kvöld Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2019 18:45 Undanúrslitin fara af stað í kvöld. Eftir sex vikur stútfullar af frábærri leikjaspilun er riðlakeppni Lenovo-deildarinnar lokið. Nú er komið að undanúrslitum en fyrsta viðureign þeirra fer fram í kvöld. Klukkan 19:30 hefjast undanúrslitin þar sem Frozt etur kappi við Kingz í League of Legends. Ljóst er að hart verður barist, enda mikið undir. Sigurvegari viðureignarinnar fer áfram í úrslitin, á meðan tapliðið mun sitja eftir með sárt ennið.Sjá einnig:Skyggnst bak við tjöldin á Lenovo-deildinni Undanúrslitin ná yfir tvær vikur en á morgun mætast Hafið og KR í Counter Strike: Global Offenisve. Seinni undanúrslitarimmurnar fara síðan fram í næstu viku þegar Dusty mætir Old Dogs í LoL á miðvikudag og Fylkir og Tropadeleet loka síðan undanúrslitunum á fimmtudag með alvöru CS:OG rimmu. Í undanúrslitum er leikum háttað þannig að stuðst er við svokallað „best of 3“ fyrirkomulag, þannig að liðin verða að vinna tvo leiki til þess að komast áfram í sjálfa úrslitarimmuna. Hér að neðan má fylgjast með viðureign Frozt og Kings, sem eins og áður segir hefst klukkan 19:30.Watch live video from Rafithrottir on www.twitch.tv Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti
Eftir sex vikur stútfullar af frábærri leikjaspilun er riðlakeppni Lenovo-deildarinnar lokið. Nú er komið að undanúrslitum en fyrsta viðureign þeirra fer fram í kvöld. Klukkan 19:30 hefjast undanúrslitin þar sem Frozt etur kappi við Kingz í League of Legends. Ljóst er að hart verður barist, enda mikið undir. Sigurvegari viðureignarinnar fer áfram í úrslitin, á meðan tapliðið mun sitja eftir með sárt ennið.Sjá einnig:Skyggnst bak við tjöldin á Lenovo-deildinni Undanúrslitin ná yfir tvær vikur en á morgun mætast Hafið og KR í Counter Strike: Global Offenisve. Seinni undanúrslitarimmurnar fara síðan fram í næstu viku þegar Dusty mætir Old Dogs í LoL á miðvikudag og Fylkir og Tropadeleet loka síðan undanúrslitunum á fimmtudag með alvöru CS:OG rimmu. Í undanúrslitum er leikum háttað þannig að stuðst er við svokallað „best of 3“ fyrirkomulag, þannig að liðin verða að vinna tvo leiki til þess að komast áfram í sjálfa úrslitarimmuna. Hér að neðan má fylgjast með viðureign Frozt og Kings, sem eins og áður segir hefst klukkan 19:30.Watch live video from Rafithrottir on www.twitch.tv
Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti