Bein útsending: Úrslit Lenovodeildarinnar í Counter Strike Andri Eysteinsson skrifar 27. júní 2019 17:13 Hafið gegn Fylki í Háskólabíói. Rafíþróttasamband Íslands Þá er loks komið að því, eftir margra vikna Counter Strike spilun hafa tvö lið komist í úrslitaviðureignina sjálfa í Lenovo deildinni. Í kvöld klukkan 18:30 hefst viðureign Hafsins og Fylkis beint frá Háskólabíói. Leikið er eftir „best of 3“ fyrirkomulagi og þurfa liðin því að vinna tvo leiki til þess að tryggja sér titilinn. Í gær öttu FH og Dusty kappi í úrslitum í League of Legends hluta Lenovodeildarinnar og má sjá brot úr leiknum hér að neðan, beina útsendingu frá kvöldinu í kvöld má finna neðst í fréttinni. Búast má við mikilli spennu enda um tvö topp Counter Strike lið að etja hér kappi. Hægt verður að fylgjast með úrslitaviðureigninni í beinni hér að neðan. Einnig er hægt að skella sér í Háskólabíó og upplifa stemmninguna til fulls. Í deildarkeppninni sigraði Hafið allar tólf viðureignir sínar og endaði því á toppi deildarinnar en ljóst er að spilararnir í Fylki eiga harma hefna og munu því ekkert gefa eftir í baráttunni og hafa einsett sér að koma titlinum heim í Árbæinn. Til þess að komast í úrslitaviðureignina bar Hafið sigurorð af KR í æsispennandi viðureign en Fylkismenn unnu viðureign sína gegn Tropadeleet.Watch live video from Rafithrottir on www.twitch.tv Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti
Þá er loks komið að því, eftir margra vikna Counter Strike spilun hafa tvö lið komist í úrslitaviðureignina sjálfa í Lenovo deildinni. Í kvöld klukkan 18:30 hefst viðureign Hafsins og Fylkis beint frá Háskólabíói. Leikið er eftir „best of 3“ fyrirkomulagi og þurfa liðin því að vinna tvo leiki til þess að tryggja sér titilinn. Í gær öttu FH og Dusty kappi í úrslitum í League of Legends hluta Lenovodeildarinnar og má sjá brot úr leiknum hér að neðan, beina útsendingu frá kvöldinu í kvöld má finna neðst í fréttinni. Búast má við mikilli spennu enda um tvö topp Counter Strike lið að etja hér kappi. Hægt verður að fylgjast með úrslitaviðureigninni í beinni hér að neðan. Einnig er hægt að skella sér í Háskólabíó og upplifa stemmninguna til fulls. Í deildarkeppninni sigraði Hafið allar tólf viðureignir sínar og endaði því á toppi deildarinnar en ljóst er að spilararnir í Fylki eiga harma hefna og munu því ekkert gefa eftir í baráttunni og hafa einsett sér að koma titlinum heim í Árbæinn. Til þess að komast í úrslitaviðureignina bar Hafið sigurorð af KR í æsispennandi viðureign en Fylkismenn unnu viðureign sína gegn Tropadeleet.Watch live video from Rafithrottir on www.twitch.tv
Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti