Lenovodeildin er komin aftur á skrið og verða nokkrar viðureignir í kvöld. Fyrst spilar FH á móti TeamGZero í League of Legends og hófst sá leikur skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld.
Seinna í kvöld eru svo tveir leikir í CS:GO. TDL.Vodafone keppir við Fylki klukkan 20:30 og Vanta spilar við Dusty klukkan 21:30.
Hægt er að fylgjast með leikjunum hér að neðan. Þá má sjá stöðuna í CS:GO deildinni hér og LOL deildinni hér.
Stjarnan
KR