Leikar fara að hefjast á heimsmeistaramótinu í Overwatch Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2019 12:24 Strákarnir í landsliði Íslands eru nú staddir í Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem þeir munu keppa, fyrir Íslands hönd, á heimsmeistaramótinu í leiknum Overwatch. Þeir tryggðu sér rétt til að keppa á mótinu með því að vinna Evrópumótið í síðasta mánuði. Fyrsti leikur landsliðsins er á fimmtudaginn.Í landsliði Íslands í Overwatch eru þeir Arnaldur Ingi Stefánsson (Futhark), Finnbjörn Jónasson (Finnsi), Hafþór Hákonarson (Hafficool), Hilmar Þór Heiðarsson (SteelDragons), Kristófer Númi Valgeirsson (Númi), Sindri Már Gunnarsson (Sindri) og Snorri Hafsteinsson (SnorrLaxZ).Þeir eru í riðli með liðum Ástralíu, Nýja-Sjálands og Taílands. Sigurvegari hvers riðils fer svo í úrslitakeppnina. Keppt er um fimm sæti í þeirri keppni en þegar eru Suður-Kórea, Kanada, Kína, Frakkland og Bandaríkin búin að tryggja sér sæti. Hægt verður að fylgjast með leikjum strákanna og verður það jafnvel hægt í Bíó Paradís á fimmtudaginn. Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport
Strákarnir í landsliði Íslands eru nú staddir í Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem þeir munu keppa, fyrir Íslands hönd, á heimsmeistaramótinu í leiknum Overwatch. Þeir tryggðu sér rétt til að keppa á mótinu með því að vinna Evrópumótið í síðasta mánuði. Fyrsti leikur landsliðsins er á fimmtudaginn.Í landsliði Íslands í Overwatch eru þeir Arnaldur Ingi Stefánsson (Futhark), Finnbjörn Jónasson (Finnsi), Hafþór Hákonarson (Hafficool), Hilmar Þór Heiðarsson (SteelDragons), Kristófer Númi Valgeirsson (Númi), Sindri Már Gunnarsson (Sindri) og Snorri Hafsteinsson (SnorrLaxZ).Þeir eru í riðli með liðum Ástralíu, Nýja-Sjálands og Taílands. Sigurvegari hvers riðils fer svo í úrslitakeppnina. Keppt er um fimm sæti í þeirri keppni en þegar eru Suður-Kórea, Kanada, Kína, Frakkland og Bandaríkin búin að tryggja sér sæti. Hægt verður að fylgjast með leikjum strákanna og verður það jafnvel hægt í Bíó Paradís á fimmtudaginn.
Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport