Kára bíður erfið ákvörðun ef ÓL verður frestað Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2020 22:00 Kári Gunnarsson er fremsti badmintonspilari landsins. SKJÁSKOT/STÖÐ 2 Draumur Kára Gunnarssonar um að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar er úti eftir að öllum mótum þar sem honum gafst kostur á að vinna sér inn stig á heimslista var frestað vegna kórónuveirunnar. Eins og staðan er núna er Kári í 45. sæti á ólympíulistanum, eftir að tekið hefur verið tillit til takmarkana á fjölda frá hverri þjóð, en 40 efstu komast á Ólympíuleikana. Það átti að vera hægt að keppa á mótum næstu tvo mánuði til að safna stigum á listanum en nú er sá möguleiki úr sögunni. Óvissa ríkir reyndar jafnframt um hvort leikarnir fari fram í sumar en það er þó enn stefnan. „Það var reiknað með og vonast til þess að ég kæmist inn með því að vinna mér þátttöku á þeim mótum sem fram undan voru. Þetta þýðir að ég get ekki gert neitt núna. Ég er bara að bíða eftir tilkynningu frá heimssambandinu í badminton um það hvað sambandið ætlar að gera varðandi þátttöku á leikunum. Ég reyni bara að halda mér í formi þar til að ég veit meira,“ sagði Kári við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur en Kári er staddur hér á landi. „Eins og er þá eru hallirnar opnar á Íslandi. Ég æfi vanalega úti í Danmörku en það er búið að loka öllu þar. Ég kom því til Íslands á sunnudaginn til að æfa. Það eru engar skipulagðar æfingar en við fáum að mæta í höllina svo ég get æft á hverjum degi, sem er frábært. Þetta er auðvitað erfitt, leiðinlegt og glatað, að fá ekki að klára þetta almennilega, en á hinn bóginn get ég ekki stjórnað neinu varðandi þetta. Mér finnst ég hafa gert allt rétt hingað til og verð að fókusa á það. Það eru margir aðrir í sömu stöðu og ég,“ sagði Kári. Ef Ólympíuleikunum verður frestað um eitt ár er ekki sjálfgefið að Kári freisti þess að komast á þá: „Ég verð að meta stöðuna þegar það kemur í ljós. Það er augljóslega mjög erfið ákvörðun sem ég þarf að taka, ef Ólympíuleikunum verður frestað í eitt ár, hvort að ég haldi áfram á sama hátt og ég hef gert núna. Þetta er mjög hörð vinna sem að maður leggur á sig sem atvinnumaður í einstaklingsíþrótt á Íslandi. Ég verð bara að sjá til.“ Klippa: Kári Gunnars fer ekki á ÓL í ár Badminton Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportpakkinn Tengdar fréttir Eftir tveggja ára baráttu hafa allir ÓL möguleikarnir nú horfið vegna COVID-19 Ólympíudraumur íslenska badmintonspilarans Kára Gunnarssonar er svo gott sem dáinn svo framarlega sem að Ólympíuleikunum verði ekki frestað og enn á ný er hægt að kenna kórónuveirunni um. 13. mars 2020 13:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sjá meira
Draumur Kára Gunnarssonar um að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar er úti eftir að öllum mótum þar sem honum gafst kostur á að vinna sér inn stig á heimslista var frestað vegna kórónuveirunnar. Eins og staðan er núna er Kári í 45. sæti á ólympíulistanum, eftir að tekið hefur verið tillit til takmarkana á fjölda frá hverri þjóð, en 40 efstu komast á Ólympíuleikana. Það átti að vera hægt að keppa á mótum næstu tvo mánuði til að safna stigum á listanum en nú er sá möguleiki úr sögunni. Óvissa ríkir reyndar jafnframt um hvort leikarnir fari fram í sumar en það er þó enn stefnan. „Það var reiknað með og vonast til þess að ég kæmist inn með því að vinna mér þátttöku á þeim mótum sem fram undan voru. Þetta þýðir að ég get ekki gert neitt núna. Ég er bara að bíða eftir tilkynningu frá heimssambandinu í badminton um það hvað sambandið ætlar að gera varðandi þátttöku á leikunum. Ég reyni bara að halda mér í formi þar til að ég veit meira,“ sagði Kári við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur en Kári er staddur hér á landi. „Eins og er þá eru hallirnar opnar á Íslandi. Ég æfi vanalega úti í Danmörku en það er búið að loka öllu þar. Ég kom því til Íslands á sunnudaginn til að æfa. Það eru engar skipulagðar æfingar en við fáum að mæta í höllina svo ég get æft á hverjum degi, sem er frábært. Þetta er auðvitað erfitt, leiðinlegt og glatað, að fá ekki að klára þetta almennilega, en á hinn bóginn get ég ekki stjórnað neinu varðandi þetta. Mér finnst ég hafa gert allt rétt hingað til og verð að fókusa á það. Það eru margir aðrir í sömu stöðu og ég,“ sagði Kári. Ef Ólympíuleikunum verður frestað um eitt ár er ekki sjálfgefið að Kári freisti þess að komast á þá: „Ég verð að meta stöðuna þegar það kemur í ljós. Það er augljóslega mjög erfið ákvörðun sem ég þarf að taka, ef Ólympíuleikunum verður frestað í eitt ár, hvort að ég haldi áfram á sama hátt og ég hef gert núna. Þetta er mjög hörð vinna sem að maður leggur á sig sem atvinnumaður í einstaklingsíþrótt á Íslandi. Ég verð bara að sjá til.“ Klippa: Kári Gunnars fer ekki á ÓL í ár
Badminton Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportpakkinn Tengdar fréttir Eftir tveggja ára baráttu hafa allir ÓL möguleikarnir nú horfið vegna COVID-19 Ólympíudraumur íslenska badmintonspilarans Kára Gunnarssonar er svo gott sem dáinn svo framarlega sem að Ólympíuleikunum verði ekki frestað og enn á ný er hægt að kenna kórónuveirunni um. 13. mars 2020 13:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sjá meira
Eftir tveggja ára baráttu hafa allir ÓL möguleikarnir nú horfið vegna COVID-19 Ólympíudraumur íslenska badmintonspilarans Kára Gunnarssonar er svo gott sem dáinn svo framarlega sem að Ólympíuleikunum verði ekki frestað og enn á ný er hægt að kenna kórónuveirunni um. 13. mars 2020 13:00