Kára bíður erfið ákvörðun ef ÓL verður frestað Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2020 22:00 Kári Gunnarsson er fremsti badmintonspilari landsins. SKJÁSKOT/STÖÐ 2 Draumur Kára Gunnarssonar um að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar er úti eftir að öllum mótum þar sem honum gafst kostur á að vinna sér inn stig á heimslista var frestað vegna kórónuveirunnar. Eins og staðan er núna er Kári í 45. sæti á ólympíulistanum, eftir að tekið hefur verið tillit til takmarkana á fjölda frá hverri þjóð, en 40 efstu komast á Ólympíuleikana. Það átti að vera hægt að keppa á mótum næstu tvo mánuði til að safna stigum á listanum en nú er sá möguleiki úr sögunni. Óvissa ríkir reyndar jafnframt um hvort leikarnir fari fram í sumar en það er þó enn stefnan. „Það var reiknað með og vonast til þess að ég kæmist inn með því að vinna mér þátttöku á þeim mótum sem fram undan voru. Þetta þýðir að ég get ekki gert neitt núna. Ég er bara að bíða eftir tilkynningu frá heimssambandinu í badminton um það hvað sambandið ætlar að gera varðandi þátttöku á leikunum. Ég reyni bara að halda mér í formi þar til að ég veit meira,“ sagði Kári við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur en Kári er staddur hér á landi. „Eins og er þá eru hallirnar opnar á Íslandi. Ég æfi vanalega úti í Danmörku en það er búið að loka öllu þar. Ég kom því til Íslands á sunnudaginn til að æfa. Það eru engar skipulagðar æfingar en við fáum að mæta í höllina svo ég get æft á hverjum degi, sem er frábært. Þetta er auðvitað erfitt, leiðinlegt og glatað, að fá ekki að klára þetta almennilega, en á hinn bóginn get ég ekki stjórnað neinu varðandi þetta. Mér finnst ég hafa gert allt rétt hingað til og verð að fókusa á það. Það eru margir aðrir í sömu stöðu og ég,“ sagði Kári. Ef Ólympíuleikunum verður frestað um eitt ár er ekki sjálfgefið að Kári freisti þess að komast á þá: „Ég verð að meta stöðuna þegar það kemur í ljós. Það er augljóslega mjög erfið ákvörðun sem ég þarf að taka, ef Ólympíuleikunum verður frestað í eitt ár, hvort að ég haldi áfram á sama hátt og ég hef gert núna. Þetta er mjög hörð vinna sem að maður leggur á sig sem atvinnumaður í einstaklingsíþrótt á Íslandi. Ég verð bara að sjá til.“ Klippa: Kári Gunnars fer ekki á ÓL í ár Badminton Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportpakkinn Tengdar fréttir Eftir tveggja ára baráttu hafa allir ÓL möguleikarnir nú horfið vegna COVID-19 Ólympíudraumur íslenska badmintonspilarans Kára Gunnarssonar er svo gott sem dáinn svo framarlega sem að Ólympíuleikunum verði ekki frestað og enn á ný er hægt að kenna kórónuveirunni um. 13. mars 2020 13:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sjá meira
Draumur Kára Gunnarssonar um að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar er úti eftir að öllum mótum þar sem honum gafst kostur á að vinna sér inn stig á heimslista var frestað vegna kórónuveirunnar. Eins og staðan er núna er Kári í 45. sæti á ólympíulistanum, eftir að tekið hefur verið tillit til takmarkana á fjölda frá hverri þjóð, en 40 efstu komast á Ólympíuleikana. Það átti að vera hægt að keppa á mótum næstu tvo mánuði til að safna stigum á listanum en nú er sá möguleiki úr sögunni. Óvissa ríkir reyndar jafnframt um hvort leikarnir fari fram í sumar en það er þó enn stefnan. „Það var reiknað með og vonast til þess að ég kæmist inn með því að vinna mér þátttöku á þeim mótum sem fram undan voru. Þetta þýðir að ég get ekki gert neitt núna. Ég er bara að bíða eftir tilkynningu frá heimssambandinu í badminton um það hvað sambandið ætlar að gera varðandi þátttöku á leikunum. Ég reyni bara að halda mér í formi þar til að ég veit meira,“ sagði Kári við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur en Kári er staddur hér á landi. „Eins og er þá eru hallirnar opnar á Íslandi. Ég æfi vanalega úti í Danmörku en það er búið að loka öllu þar. Ég kom því til Íslands á sunnudaginn til að æfa. Það eru engar skipulagðar æfingar en við fáum að mæta í höllina svo ég get æft á hverjum degi, sem er frábært. Þetta er auðvitað erfitt, leiðinlegt og glatað, að fá ekki að klára þetta almennilega, en á hinn bóginn get ég ekki stjórnað neinu varðandi þetta. Mér finnst ég hafa gert allt rétt hingað til og verð að fókusa á það. Það eru margir aðrir í sömu stöðu og ég,“ sagði Kári. Ef Ólympíuleikunum verður frestað um eitt ár er ekki sjálfgefið að Kári freisti þess að komast á þá: „Ég verð að meta stöðuna þegar það kemur í ljós. Það er augljóslega mjög erfið ákvörðun sem ég þarf að taka, ef Ólympíuleikunum verður frestað í eitt ár, hvort að ég haldi áfram á sama hátt og ég hef gert núna. Þetta er mjög hörð vinna sem að maður leggur á sig sem atvinnumaður í einstaklingsíþrótt á Íslandi. Ég verð bara að sjá til.“ Klippa: Kári Gunnars fer ekki á ÓL í ár
Badminton Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportpakkinn Tengdar fréttir Eftir tveggja ára baráttu hafa allir ÓL möguleikarnir nú horfið vegna COVID-19 Ólympíudraumur íslenska badmintonspilarans Kára Gunnarssonar er svo gott sem dáinn svo framarlega sem að Ólympíuleikunum verði ekki frestað og enn á ný er hægt að kenna kórónuveirunni um. 13. mars 2020 13:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sjá meira
Eftir tveggja ára baráttu hafa allir ÓL möguleikarnir nú horfið vegna COVID-19 Ólympíudraumur íslenska badmintonspilarans Kára Gunnarssonar er svo gott sem dáinn svo framarlega sem að Ólympíuleikunum verði ekki frestað og enn á ný er hægt að kenna kórónuveirunni um. 13. mars 2020 13:00