COVID 19: Aukin hætta á að börn sæti ofbeldi 23. mars 2020 10:15 UNICEF UNICEF hvetur stjórnvöld um allan heim til að tryggja öryggi og velferð barna í því félags- og efnahagslega ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Miðað við fyrri reynslu má áætla að hundruð milljóna barna um allan heim séu í aukinni hættu á að sæta vanrækslu, kynbundnu ofbeldi, misnotkun og félagslegri útilokun vegna þeirra aðgerða sem grípa hefur þurft til. UNICEF ásamt samstarfsaðilum sínum gefið út leiðbeiningar fyrir stofnanir og stjórnvöld til að styðjast við í þessum efnum. Á nokkrum vikum hefur Covid-19 raskað lífi barna og fjölskyldna um allan heim verulega. Sóttvarnaraðgerðir á borð við skólalokanir og útgöngubann hafa, þrátt fyrir mikilvægi sitt, raskað verulega hefðbundnu daglegu lífi og stuðningskerfi barna. Þá setja aðgerðirnar aukið álag á foreldra og forráðamenn sem missa úr vinnu á erfiðum og efnahagslega viðkvæmum tímum. Í tilkynningu frá UNICEF segir að fregnir hermi að í Kína hafi aukning orðið á heimilisofbeldi gegn stúlkum og konum í kjölfar faraldursins þar. „Þessi sjúkdómur er á margan hátt að ná til barna og fjölskyldna langt umfram þá sem sýkst hafa,“ segir Cornelius Williams, yfirmaður barnaverndar hjá UNICEF. „Skólum hefur verið lokað, foreldrar eiga erfitt með að hugsa um börnin og láta enda ná saman. Hættumerkin eru víða sé litið til barnaverndar. Þessar leiðbeiningar veita stjórnvöldum grunn af hagnýtum atriðum til að byggja á til að tryggja öryggi barna á þessum óvissutímum,“ bætir Williams við. UNICEF segir í frétt á vef sínum að í gegnum tíðina hafi það sýnt sig að tilfellum ofbeldis og misnotkunar gegn börnum hafi fjölgað í kringum faraldra og mikla heilbrigðisneyð. „Svo dæmi sé tekið urðu skólalokanir í ebólafaraldrinum í Vestur-Afríku frá 2014 til 2016 til þess að veruleg aukning varð á barnaþrælkun, vanrækslu, kynferðislegri misnotkun og þungunum hjá unglingsstúlkum. Til dæmis tvöfaldaðist fjöldi þungana hjá unglingsstúlkum í Síerra Leone í 14 þúsund í faraldrinum.“ Mælt er með því að stjórnvöld í hverju landi gæti þess að barnavernd verði hluti allrar áætlanagerðar um Covid-19 forvarnar og meðhöndlunarúrræði. Hlaða má skjalinu niður hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent
UNICEF hvetur stjórnvöld um allan heim til að tryggja öryggi og velferð barna í því félags- og efnahagslega ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Miðað við fyrri reynslu má áætla að hundruð milljóna barna um allan heim séu í aukinni hættu á að sæta vanrækslu, kynbundnu ofbeldi, misnotkun og félagslegri útilokun vegna þeirra aðgerða sem grípa hefur þurft til. UNICEF ásamt samstarfsaðilum sínum gefið út leiðbeiningar fyrir stofnanir og stjórnvöld til að styðjast við í þessum efnum. Á nokkrum vikum hefur Covid-19 raskað lífi barna og fjölskyldna um allan heim verulega. Sóttvarnaraðgerðir á borð við skólalokanir og útgöngubann hafa, þrátt fyrir mikilvægi sitt, raskað verulega hefðbundnu daglegu lífi og stuðningskerfi barna. Þá setja aðgerðirnar aukið álag á foreldra og forráðamenn sem missa úr vinnu á erfiðum og efnahagslega viðkvæmum tímum. Í tilkynningu frá UNICEF segir að fregnir hermi að í Kína hafi aukning orðið á heimilisofbeldi gegn stúlkum og konum í kjölfar faraldursins þar. „Þessi sjúkdómur er á margan hátt að ná til barna og fjölskyldna langt umfram þá sem sýkst hafa,“ segir Cornelius Williams, yfirmaður barnaverndar hjá UNICEF. „Skólum hefur verið lokað, foreldrar eiga erfitt með að hugsa um börnin og láta enda ná saman. Hættumerkin eru víða sé litið til barnaverndar. Þessar leiðbeiningar veita stjórnvöldum grunn af hagnýtum atriðum til að byggja á til að tryggja öryggi barna á þessum óvissutímum,“ bætir Williams við. UNICEF segir í frétt á vef sínum að í gegnum tíðina hafi það sýnt sig að tilfellum ofbeldis og misnotkunar gegn börnum hafi fjölgað í kringum faraldra og mikla heilbrigðisneyð. „Svo dæmi sé tekið urðu skólalokanir í ebólafaraldrinum í Vestur-Afríku frá 2014 til 2016 til þess að veruleg aukning varð á barnaþrælkun, vanrækslu, kynferðislegri misnotkun og þungunum hjá unglingsstúlkum. Til dæmis tvöfaldaðist fjöldi þungana hjá unglingsstúlkum í Síerra Leone í 14 þúsund í faraldrinum.“ Mælt er með því að stjórnvöld í hverju landi gæti þess að barnavernd verði hluti allrar áætlanagerðar um Covid-19 forvarnar og meðhöndlunarúrræði. Hlaða má skjalinu niður hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent