Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. mars 2020 14:30 Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um Ísland. Lesendur Vísis fá að fylgjast með honum alla daga ferðalagsins. Vísir/Garpur Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Garpur er aleinn en tók með sér nóg af myndavélum og drónum svo hann gæti deilt ferðasögunni sinni með öðrum. Ferðadagbókin hans mun bæði birtast hér á Vísi og svo koma myndböndin líka til með að vera í Bítinu á Stöð 2. Planið hans Garps er einfalt. Að skoða landið okkar með því að keyra hringinn á tíu dögum. Ísland er nánast án allra ferðamanna í augnablikinu svo Garpur á von á því að þetta verði frekar tómlegt en hann sér það alls ekki sem eitthvað neikvætt. „Núna er frekar einstakt að geta upplifað þetta, í einsemd,“ sagði Garpur í viðtali í Bítinu í morgun áður en hann lagði af stað. Garpur er vanur leiðsögumaður og ferðast einnig mikið á eigin vegum. hann hefur samt lent í því að ferðamenn sýni myndir af stað sem hann þekkir ekki.Vísir/Garpur Reynisfjaran mannlaus Garpur hefur starfað sem leiðsögumaður í mörg ár og ferðast einnig mikið sjálfur. Hann er því vanur því að heimsækja alla helstu ferðamannastaðina þegar erfitt er að ná mynd án þess að hundruð túrista séu inni á myndinni. Eftir að kórónuveiran byrjaði að gera vart við sig hér á landi fækkaði ferðamönnum mjög hratt. „Ég fór á eitthvað flakk og niður í Reynisfjöru og þar var enginn. Ég hugsaði „vá hvað þetta er geggjað!“ Auðvitað er ömurlegt að þetta ástand sé en það er samt mikið af plúsum og jákvæðni alls staðar sem maður þarf bara að finna,“ segir Garpur í samtali við Vísi um það hvernig hugmyndin kviknaði. „Ég fann hvað það var gaman að koma eins og í Reynisfjöru sem er venjulega troðfull af ferðamönnum og það var bara enginn þar. Þannig að allt í einu varð nálægðin við náttúruna svakalega mikil.“ Það var þá sem Garpur fékk þá hugmynd að fara af stað í þetta ferðalag, aleinn með GoPro-vélar, myndavélar og dróna með sér. View this post on Instagram A post shared by Garpur I Elísabetarson (@garpure) on Mar 12, 2020 at 4:24am PDT Spenntur fyrir Norðurlandi „Ég er að koma að Geysissvæðinu,“ sagði Garpur þegar blaðamaður tók stöðuna á honum rétt í þessu. Fyrsta ferðadagbókin birtist á Vísi á morgun og þá má sjá allt sem hann skoðaði og gerði á fyrsta degi ferðalagsins. Markmið Garps er að sýna hvað íslensku náttúruperlurnar eru nálægt okkur og hvetja vonandi þannig Íslendinga til að kynnast landinu sínu enn betur. Sjálfur hefur hann unnið mikið á suðausturströndinni eins og hún leggur sig. „Ég er því spenntur að sjá það í þeirri eyði sem það nú er. Núna er ég spenntur fyrir Norður- og Norðausturlandi og að fá tíma og næði til þess að skoða það almennilega. Ég er alveg fáránlega spenntur fyrir þessu.“ Viðtalið við Garp í Bítinu í morgun má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vísir - Garpur Elísabetarson Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Ferðalangur í eigin landi Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Opið samband fer úrskeiðis Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Garpur er aleinn en tók með sér nóg af myndavélum og drónum svo hann gæti deilt ferðasögunni sinni með öðrum. Ferðadagbókin hans mun bæði birtast hér á Vísi og svo koma myndböndin líka til með að vera í Bítinu á Stöð 2. Planið hans Garps er einfalt. Að skoða landið okkar með því að keyra hringinn á tíu dögum. Ísland er nánast án allra ferðamanna í augnablikinu svo Garpur á von á því að þetta verði frekar tómlegt en hann sér það alls ekki sem eitthvað neikvætt. „Núna er frekar einstakt að geta upplifað þetta, í einsemd,“ sagði Garpur í viðtali í Bítinu í morgun áður en hann lagði af stað. Garpur er vanur leiðsögumaður og ferðast einnig mikið á eigin vegum. hann hefur samt lent í því að ferðamenn sýni myndir af stað sem hann þekkir ekki.Vísir/Garpur Reynisfjaran mannlaus Garpur hefur starfað sem leiðsögumaður í mörg ár og ferðast einnig mikið sjálfur. Hann er því vanur því að heimsækja alla helstu ferðamannastaðina þegar erfitt er að ná mynd án þess að hundruð túrista séu inni á myndinni. Eftir að kórónuveiran byrjaði að gera vart við sig hér á landi fækkaði ferðamönnum mjög hratt. „Ég fór á eitthvað flakk og niður í Reynisfjöru og þar var enginn. Ég hugsaði „vá hvað þetta er geggjað!“ Auðvitað er ömurlegt að þetta ástand sé en það er samt mikið af plúsum og jákvæðni alls staðar sem maður þarf bara að finna,“ segir Garpur í samtali við Vísi um það hvernig hugmyndin kviknaði. „Ég fann hvað það var gaman að koma eins og í Reynisfjöru sem er venjulega troðfull af ferðamönnum og það var bara enginn þar. Þannig að allt í einu varð nálægðin við náttúruna svakalega mikil.“ Það var þá sem Garpur fékk þá hugmynd að fara af stað í þetta ferðalag, aleinn með GoPro-vélar, myndavélar og dróna með sér. View this post on Instagram A post shared by Garpur I Elísabetarson (@garpure) on Mar 12, 2020 at 4:24am PDT Spenntur fyrir Norðurlandi „Ég er að koma að Geysissvæðinu,“ sagði Garpur þegar blaðamaður tók stöðuna á honum rétt í þessu. Fyrsta ferðadagbókin birtist á Vísi á morgun og þá má sjá allt sem hann skoðaði og gerði á fyrsta degi ferðalagsins. Markmið Garps er að sýna hvað íslensku náttúruperlurnar eru nálægt okkur og hvetja vonandi þannig Íslendinga til að kynnast landinu sínu enn betur. Sjálfur hefur hann unnið mikið á suðausturströndinni eins og hún leggur sig. „Ég er því spenntur að sjá það í þeirri eyði sem það nú er. Núna er ég spenntur fyrir Norður- og Norðausturlandi og að fá tíma og næði til þess að skoða það almennilega. Ég er alveg fáránlega spenntur fyrir þessu.“ Viðtalið við Garp í Bítinu í morgun má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vísir - Garpur Elísabetarson Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Ferðalangur í eigin landi Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Opið samband fer úrskeiðis Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira