Seðlabankastjóri telur engin efni til að setja þak á verðtrygginguna vegna óvissu í efnahagsmálum. Heimilin og fyrirtækinnjóti mikilla vaxtalækkana og engin teikn á lofti um aukna verðbólgu. Bankinn muni kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða sem tryggi þessa stöðu enn frekar. Kynningarfundur Seðlabankans í dag var sá þriðji í röðinni á jafnmörgum vikum. Á hinum tveimur fyrri lækkaði bankinn meginvexti sína sögulega um samanlagt eitt prósentustig. En í dag skýrði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri út hvers vegna bankinn ætlar að lána ríkissjóði stórfé með kaupum á ríkisskuldabréfum. „Það var peningastefnunefnd sem tekur þessa ákvörðun samkvæmt lögum. Við eigum eftir að útfæra þetta. Markið sem okkur var gefið eða heimildin sem Seðlabankinn hefur til þess að kaupa eru 150 milljarðar,“ segir Ásgeir. Þetta sé í fyrsta skipti sem Seðlabankinn nýti þetta tæki sitt en margir aðrir seðlabankar hafi gripið tilþessarra ráða undanfarin tíu ár. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans hafa fulla trú á að efnahagslífið taki við sér þegar kórónufaraldurinn er genginn yfir.Vísir/Sigurjón „Þannig að kaup Seðlabankans á ríkisskuldabréfum eru þá ætluð til þess aðtryggja framgang peningastefnunnar á markaði. Tryggja það að áhættulausir vextir hækki ekki of mikið. Að bæði heimili og fyrirtæki geti notið lágra langtímavaxta í gegnum þetta áfall,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri hefur sagt að Seðlabankinn búi yfir mörgum verkfærum í kistu sinni eins og forða upp á um 930 milljarða. Vissulega stendur ríkissjóður betur nú en hann gerði á árunum eftir hrun. Skuldir hafa verið greiddar niður frá árinu 2012 þegar þær voru um fimmtán hundruð milljarðar niður í átta hundruð milljarða. Þegar seðlabankastjóri er spurður hvort ekki komi aðsárum skuldadögum síðar er hann ekki ýkja svartsýnn. Að stærstum hluta séveriðaðfresta útgjöldum, neyslu og svo framvegis en fjármunirnir hverfi ekki, þvíflestir verði álaunum á meðan áfaraldri kórónuveirunnar standi. „Það sem er sérstakt við þetta er að það er verið að grípa til mjög umfangsmikilla sóttvarnaaðgerða sem hafa mjög mikinn efnahagslegan kostnað. Þannig aðviðerum í rauninni að leggja á okkur kostnað til að bjarga mannslífum og það mun hafa áhrif á okkur öll. Við gerum það sem við getum gert til að bregðast við þessu en þetta mun náttúrlega koma niður á öllum,“segir seðlabankastjóri. Seðlabankastjóri segir fjármuni ekki hverfa þótt tímabundið dragi úr neyslu. Þar sem flestum verði tryggð laun í kórónufaraldrinu sé neyslunni aðeins frestað.Vísir/Sigurjón Það eru ekki margir mánuðir frá því Seðlabankinn og Hagstofan voru að reikna með örlitlum hagvexti á þessu ári og hann yrði rúmlega tvö prósent á næsta ári. Þessar spár eru allar orðnar úreltar meðtilkomu kórónuveirunnar. Og þótt Seðlabankinn og stjórnvöld þreytist ekki á því að segja að íslenskt efnahagslíf sé vel undir það búið að taka við áfalli eins og þessu þá veit enginn hvað það verður langvarandi. Þingmenn Miðflokks og Flokks fólksins hafa hvatt til þess í umræðum á Alþingi að strax verði sett þak á verðtryggingu lána heimilanna enda megi búast við verðbólguskoti sem gæti valdið miklum hækkunum á þessum skuldum. Seðlabankastjóri tekur ekki undir þetta. „Við teljum engin efni til þess að setja þak á verðtryggingu þegar viðbúumst ekki viðverðbólgu og það eru að koma gríðarlegar vaxtalækkanir í gegnum kerfið sem eru að lækka útgjöld heimilanna. Kaupmáttur launa er búinn að hækka um þrjátíu og fimm prósent á síðustu sjö árum. Við munum reyna að varðveita þennan kaupmátt, tryggja að við séum ekki að sjá kaupmátt heimilanna minnka,“ segir seðlabankastjóri. Þar hjálpi krónan til. „En ástæðan fyrir því að við erum með okkar eigin mynt er til að geta brugðist við og ég tel tíu prósenta veikingu á genginu ekkert til að vera að fárast yfir. Mjög fjarri því og það mun bara auðvelda batann þegar þar að kemur,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Íslenska krónan Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankinn bakkar ríkissjóð upp til að tryggja hag fyrirtækja og heimila Seðlabankinn ætlar að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða á þessu ári til að tryggja greiðslugetu ríkissjóðs. Þetta er í fyrsta skipti sem bankinn kaupir ríkisskuldabréf og er aðgerðinni ætlað að byggja undir stefnu bankans í vaxtamálum þannig að heimili og fyrirtæki hafi til lengri tíma aðgang að lágum vaxtakjörum. 25. mars 2020 12:14 Svona var blaðamannafundur Seðlabankans um horfur í efnahagsmálum 25. mars 2020 09:30 Hefur bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á aukafundi í gær að bankinn myndi hefja bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði. 23. mars 2020 08:34 Bankarnir geta fengið krónur eins og þeir geta í sig látið Seðlabankastjóri segir að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Gjaldeyrisforðinn sé gríðarlega öflugur, bankarnir standi vel og geti auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda. 18. mars 2020 19:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Seðlabankastjóri telur engin efni til að setja þak á verðtrygginguna vegna óvissu í efnahagsmálum. Heimilin og fyrirtækinnjóti mikilla vaxtalækkana og engin teikn á lofti um aukna verðbólgu. Bankinn muni kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða sem tryggi þessa stöðu enn frekar. Kynningarfundur Seðlabankans í dag var sá þriðji í röðinni á jafnmörgum vikum. Á hinum tveimur fyrri lækkaði bankinn meginvexti sína sögulega um samanlagt eitt prósentustig. En í dag skýrði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri út hvers vegna bankinn ætlar að lána ríkissjóði stórfé með kaupum á ríkisskuldabréfum. „Það var peningastefnunefnd sem tekur þessa ákvörðun samkvæmt lögum. Við eigum eftir að útfæra þetta. Markið sem okkur var gefið eða heimildin sem Seðlabankinn hefur til þess að kaupa eru 150 milljarðar,“ segir Ásgeir. Þetta sé í fyrsta skipti sem Seðlabankinn nýti þetta tæki sitt en margir aðrir seðlabankar hafi gripið tilþessarra ráða undanfarin tíu ár. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans hafa fulla trú á að efnahagslífið taki við sér þegar kórónufaraldurinn er genginn yfir.Vísir/Sigurjón „Þannig að kaup Seðlabankans á ríkisskuldabréfum eru þá ætluð til þess aðtryggja framgang peningastefnunnar á markaði. Tryggja það að áhættulausir vextir hækki ekki of mikið. Að bæði heimili og fyrirtæki geti notið lágra langtímavaxta í gegnum þetta áfall,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri hefur sagt að Seðlabankinn búi yfir mörgum verkfærum í kistu sinni eins og forða upp á um 930 milljarða. Vissulega stendur ríkissjóður betur nú en hann gerði á árunum eftir hrun. Skuldir hafa verið greiddar niður frá árinu 2012 þegar þær voru um fimmtán hundruð milljarðar niður í átta hundruð milljarða. Þegar seðlabankastjóri er spurður hvort ekki komi aðsárum skuldadögum síðar er hann ekki ýkja svartsýnn. Að stærstum hluta séveriðaðfresta útgjöldum, neyslu og svo framvegis en fjármunirnir hverfi ekki, þvíflestir verði álaunum á meðan áfaraldri kórónuveirunnar standi. „Það sem er sérstakt við þetta er að það er verið að grípa til mjög umfangsmikilla sóttvarnaaðgerða sem hafa mjög mikinn efnahagslegan kostnað. Þannig aðviðerum í rauninni að leggja á okkur kostnað til að bjarga mannslífum og það mun hafa áhrif á okkur öll. Við gerum það sem við getum gert til að bregðast við þessu en þetta mun náttúrlega koma niður á öllum,“segir seðlabankastjóri. Seðlabankastjóri segir fjármuni ekki hverfa þótt tímabundið dragi úr neyslu. Þar sem flestum verði tryggð laun í kórónufaraldrinu sé neyslunni aðeins frestað.Vísir/Sigurjón Það eru ekki margir mánuðir frá því Seðlabankinn og Hagstofan voru að reikna með örlitlum hagvexti á þessu ári og hann yrði rúmlega tvö prósent á næsta ári. Þessar spár eru allar orðnar úreltar meðtilkomu kórónuveirunnar. Og þótt Seðlabankinn og stjórnvöld þreytist ekki á því að segja að íslenskt efnahagslíf sé vel undir það búið að taka við áfalli eins og þessu þá veit enginn hvað það verður langvarandi. Þingmenn Miðflokks og Flokks fólksins hafa hvatt til þess í umræðum á Alþingi að strax verði sett þak á verðtryggingu lána heimilanna enda megi búast við verðbólguskoti sem gæti valdið miklum hækkunum á þessum skuldum. Seðlabankastjóri tekur ekki undir þetta. „Við teljum engin efni til þess að setja þak á verðtryggingu þegar viðbúumst ekki viðverðbólgu og það eru að koma gríðarlegar vaxtalækkanir í gegnum kerfið sem eru að lækka útgjöld heimilanna. Kaupmáttur launa er búinn að hækka um þrjátíu og fimm prósent á síðustu sjö árum. Við munum reyna að varðveita þennan kaupmátt, tryggja að við séum ekki að sjá kaupmátt heimilanna minnka,“ segir seðlabankastjóri. Þar hjálpi krónan til. „En ástæðan fyrir því að við erum með okkar eigin mynt er til að geta brugðist við og ég tel tíu prósenta veikingu á genginu ekkert til að vera að fárast yfir. Mjög fjarri því og það mun bara auðvelda batann þegar þar að kemur,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn bakkar ríkissjóð upp til að tryggja hag fyrirtækja og heimila Seðlabankinn ætlar að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða á þessu ári til að tryggja greiðslugetu ríkissjóðs. Þetta er í fyrsta skipti sem bankinn kaupir ríkisskuldabréf og er aðgerðinni ætlað að byggja undir stefnu bankans í vaxtamálum þannig að heimili og fyrirtæki hafi til lengri tíma aðgang að lágum vaxtakjörum. 25. mars 2020 12:14
Hefur bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á aukafundi í gær að bankinn myndi hefja bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði. 23. mars 2020 08:34
Bankarnir geta fengið krónur eins og þeir geta í sig látið Seðlabankastjóri segir að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Gjaldeyrisforðinn sé gríðarlega öflugur, bankarnir standi vel og geti auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda. 18. mars 2020 19:30