Sjö góð ráð fyrir hundaeigendur í fjarvinnu Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. mars 2020 09:00 Heiðrúnu Villu Ingadóttur hundaatferlisfræðingur og eigandi Hundaþjálfunar segir hunda næma á líðan eigenda sinna en þeir geta líka hjálpað til við að gera þessa óvenjulegu tíma bærilegri. Vísir/Aðsent Það þekkja það allir sem hafa átt hund að þeir geta orðið kvíðnir, stressaðir og liðið illa ef eitthvað er. Þeir þurfa líka athygli frá eigendum sínum, eru félagsverur en þurfa „afskaplega einfalda hluti“ til að verða hamingjusamir að sögn Heiðrúnar Villu Ingudóttur hundaatferlisfræðings. „Ekki fá samviskubit að loka hundinn af hluta úr degi, því eitt af því mikilvægasta sem þarf að kenna heimilishundum er að vera einir og sáttir við það þegar eigandinn þarf að fara,“ segir Heiðrún Villa aðspurð um góð ráð fyrir hundaeigendur sem nú eru í fjarvinnu. Því já, það eru ekki aðeins börnin sem trufla heldur líka besti vinurinn. Heiðrún Villa Ingadóttir á og rekur Hundaþjálfun.is. Hún segir að ýmiss vandamál geti skapast þegar eigandi hundsins er óvænt mikið heima. „Þó að hundurinn hafi alltaf gaman af því að hafa þig nálægt þá getur það skapað ýmis vandamál ef maður er mikið heima,“ segir Heiðrún Villa og bætir við „Sem dæmi má nefna að hundurinn getur orðið of háður eiganda sínum sem getur síðan skapað vandamál við aðskilnað. Þá segir Heiðrún Villa hunda næma á líðan eigenda sinna. „Einnig skynja hundar breytingu á rútínu og mögulega stress og kvíða eigandans og því mikilvægt að gera samveruna uppbyggilega og jákvæða fyrir alla aðila.“ Heiðrún Villa bendir þó á að það sé líka hægt að nýta þennan óvenjulega tíma og nýta hluta af honum til að bæta samskiptin við hundinn. Hér eru sjö góð ráð fyrir hundaeigendur í fjarvinnu eða eru í mikilli heimaviðveru þessa dagana vegna kórónuveirunnar. 1. Ein af mínum uppáhalds skipunum er skipunin að BÍÐA og er hún sett upp þannig að hundurinn fer á þægilegt bæli og á að vera þar þangað til hann heyrir nafnið sitt. Þessi skipun er á svo margan hátt frábær bæði til að æfa stjórn á hvatvísi og til að auka yfirvegun og hlýðni til eigandans. Æfðu þessa skipun og þegar hundurinn hefur áttað sig á henni setur þú upp áreiti sem hundurinn er vanur að æsast upp við eins og til dæmis bank/dyrabjalla eða börn að leika með bolta eða matur á stofuborðinu. Fáðu hundinn til að halda skipun þrátt fyrir áreitið og hrósaðu þegar þú kallar hann úr skipun og hann hefur staðið sig vel að halda skipuninni þrátt fyrir áreitið. 2. Sömu skipun er hægt að nota til að senda hundinn í hálfgerða hugleiðslu/afstressun. Sendu hundinn í BÍÐA skipun á þægilegu bæli eða stað sem þér finnst henta og hundurinn á að vera þar þangað til hann nær alveg að slaka sér niður og jafnvel sofna. Þessi æfing hefur góð áhrif á stress- þröskuldinn hans og ef hann er stressuð týpa skal gera þessa æfingu daglega. Eins með þig, farðu í hugleiðslu með hundinum þínum, slakaðu á með honum hvort sem þú hugleiðir eða tekur smá daghvíld. Rannsóknir hafa sýnt mikilvægi þess að róa hugann og er það mitt álit að það er sérstaklega mikilvægt á þessum krefjandi tímum. Þú getur líka nýtt hluta tímans meðan hundurinn er í þessari skipun og unnið í tölvunni á meðan þú fylgist með honum. Heiðrún Villa leiðbeinir lesendum hvernig hægt er að senda hundinn í hálfgerða hugleiðslu og afstressun sem er síðan tilvalin stund til að nýta tímann í tölvunni á meðan.Vísir/Getty 3. Hreyfing skiptir máli fyrir þig og hundinn. Finndu leið til að koma hreyfingu í rútínuna. Það getur gert heilmikið að gera æfingar heima ef þú treystir þér ekki út, eða taka stuttan göngutúr, spjalla við sjálfan sig og hundinn, horfa upp í himininn og reyna að finna traust á lífið, temja sér jákvæðni og þakklæti. Taktu þér tíma fyrir hreyfingu milli þess sem þú sinnir öðrum verkum eins og vinnu eða heimilisstörfum. 4. Allskonar trixæfingar eru ekki bara skemmtilegar heldur styrkja þær samband eiganda og hunds. Miðlar eins og Youtube geyma endalausar hugmyndir um hvernig má kenna allskyns skemmtilegar æfingar og einnig eru til forrit eins og forritið Puppr-Dog Training & Tricks sem sýna skref fyrir skref skemmtilegar æfingar og trix að gera með hundinum. 5. Fyrir hunda sem verða háða eigenda sínum er mikilvægt að kenna þeim að vera frá þó eigandinn er heima, eins og til dæmis með BÍÐA skipun í stutta stund reglulega yfir daginn eða setja þá í búrið/svæðið/herbergið sitt einhvern af þeim tíma sem þeir ættu að vera einir heima. Rútína skiptir máli og því gott að reyna að halda henni að einhverju marki ef stefnan er síðan að skilja hundinn eftir þegar vinnan færist aftur af heimilinu. Ekki fá samviskubit að loka hundinn af hluta úr degi, því eitt af því mikilvægasta sem þarf að kenna heimilishundum er að vera einir og sáttir við það þegar eigandinn þarf að fara. 6. Ef þú ert að vinna heima er mikilvægt að halda góðri rútínu sem hentar þér og hundinum og fáðu hundinn til að hjálpa þér að leiða hugann við eitthvað annað en vinnuna inn á milli ef álagið er mikið. Þá eru göngutúrar eða trix þjálfun tilvalin afþreying. 7. Hundurinn þinn er í raun kærleikur í loðboltaformi, ekki gleyma því. Hann er fyrirmynd og sýnir þér svo margt varðandi lífið. Hann þarf afskaplega einfalda hluti til að vera hamingjusamur og það sem skiptir máli er núna, og að gera líðandi stund ánægjulega. Dýr Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Gæludýr Tengdar fréttir Fjarvinna með börnin heima: Dó ekki ráðalaus og bjó til „virkni-bingó“ „Ég fann að ég þurfti eitthvað til að hjálpa mér og börnunum með hugmyndir yfir daginn og gerði því þetta litla virknibingó,“ segir Elín María Halldórsdóttir sem vinnur í fjarvinnu að heiman þessa dagana eins og svo margir. 25. mars 2020 07:00 Allir að vinna í joggingbuxum? Fjarvinna í fatalufsum Eflaust hefur fátt haft jafn mikil áhrif á fatastíl landsmanna þessa dagana og fjarvinnan að heiman síðustu daga. 24. mars 2020 07:00 „Er sóttkvíin streitu-sóttkví eða slökunar-sóttkví?“ Á samfélagsmiðlum birtir fólk frásagnir um líðan í sóttkvínni og öllum ljóst að einangrunin sem sóttkvíin felur í sér er streituvaldandi. 23. mars 2020 11:30 Mest lesið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Loka verslun í Smáralind Neytendur Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Viðskipti erlent Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Það þekkja það allir sem hafa átt hund að þeir geta orðið kvíðnir, stressaðir og liðið illa ef eitthvað er. Þeir þurfa líka athygli frá eigendum sínum, eru félagsverur en þurfa „afskaplega einfalda hluti“ til að verða hamingjusamir að sögn Heiðrúnar Villu Ingudóttur hundaatferlisfræðings. „Ekki fá samviskubit að loka hundinn af hluta úr degi, því eitt af því mikilvægasta sem þarf að kenna heimilishundum er að vera einir og sáttir við það þegar eigandinn þarf að fara,“ segir Heiðrún Villa aðspurð um góð ráð fyrir hundaeigendur sem nú eru í fjarvinnu. Því já, það eru ekki aðeins börnin sem trufla heldur líka besti vinurinn. Heiðrún Villa Ingadóttir á og rekur Hundaþjálfun.is. Hún segir að ýmiss vandamál geti skapast þegar eigandi hundsins er óvænt mikið heima. „Þó að hundurinn hafi alltaf gaman af því að hafa þig nálægt þá getur það skapað ýmis vandamál ef maður er mikið heima,“ segir Heiðrún Villa og bætir við „Sem dæmi má nefna að hundurinn getur orðið of háður eiganda sínum sem getur síðan skapað vandamál við aðskilnað. Þá segir Heiðrún Villa hunda næma á líðan eigenda sinna. „Einnig skynja hundar breytingu á rútínu og mögulega stress og kvíða eigandans og því mikilvægt að gera samveruna uppbyggilega og jákvæða fyrir alla aðila.“ Heiðrún Villa bendir þó á að það sé líka hægt að nýta þennan óvenjulega tíma og nýta hluta af honum til að bæta samskiptin við hundinn. Hér eru sjö góð ráð fyrir hundaeigendur í fjarvinnu eða eru í mikilli heimaviðveru þessa dagana vegna kórónuveirunnar. 1. Ein af mínum uppáhalds skipunum er skipunin að BÍÐA og er hún sett upp þannig að hundurinn fer á þægilegt bæli og á að vera þar þangað til hann heyrir nafnið sitt. Þessi skipun er á svo margan hátt frábær bæði til að æfa stjórn á hvatvísi og til að auka yfirvegun og hlýðni til eigandans. Æfðu þessa skipun og þegar hundurinn hefur áttað sig á henni setur þú upp áreiti sem hundurinn er vanur að æsast upp við eins og til dæmis bank/dyrabjalla eða börn að leika með bolta eða matur á stofuborðinu. Fáðu hundinn til að halda skipun þrátt fyrir áreitið og hrósaðu þegar þú kallar hann úr skipun og hann hefur staðið sig vel að halda skipuninni þrátt fyrir áreitið. 2. Sömu skipun er hægt að nota til að senda hundinn í hálfgerða hugleiðslu/afstressun. Sendu hundinn í BÍÐA skipun á þægilegu bæli eða stað sem þér finnst henta og hundurinn á að vera þar þangað til hann nær alveg að slaka sér niður og jafnvel sofna. Þessi æfing hefur góð áhrif á stress- þröskuldinn hans og ef hann er stressuð týpa skal gera þessa æfingu daglega. Eins með þig, farðu í hugleiðslu með hundinum þínum, slakaðu á með honum hvort sem þú hugleiðir eða tekur smá daghvíld. Rannsóknir hafa sýnt mikilvægi þess að róa hugann og er það mitt álit að það er sérstaklega mikilvægt á þessum krefjandi tímum. Þú getur líka nýtt hluta tímans meðan hundurinn er í þessari skipun og unnið í tölvunni á meðan þú fylgist með honum. Heiðrún Villa leiðbeinir lesendum hvernig hægt er að senda hundinn í hálfgerða hugleiðslu og afstressun sem er síðan tilvalin stund til að nýta tímann í tölvunni á meðan.Vísir/Getty 3. Hreyfing skiptir máli fyrir þig og hundinn. Finndu leið til að koma hreyfingu í rútínuna. Það getur gert heilmikið að gera æfingar heima ef þú treystir þér ekki út, eða taka stuttan göngutúr, spjalla við sjálfan sig og hundinn, horfa upp í himininn og reyna að finna traust á lífið, temja sér jákvæðni og þakklæti. Taktu þér tíma fyrir hreyfingu milli þess sem þú sinnir öðrum verkum eins og vinnu eða heimilisstörfum. 4. Allskonar trixæfingar eru ekki bara skemmtilegar heldur styrkja þær samband eiganda og hunds. Miðlar eins og Youtube geyma endalausar hugmyndir um hvernig má kenna allskyns skemmtilegar æfingar og einnig eru til forrit eins og forritið Puppr-Dog Training & Tricks sem sýna skref fyrir skref skemmtilegar æfingar og trix að gera með hundinum. 5. Fyrir hunda sem verða háða eigenda sínum er mikilvægt að kenna þeim að vera frá þó eigandinn er heima, eins og til dæmis með BÍÐA skipun í stutta stund reglulega yfir daginn eða setja þá í búrið/svæðið/herbergið sitt einhvern af þeim tíma sem þeir ættu að vera einir heima. Rútína skiptir máli og því gott að reyna að halda henni að einhverju marki ef stefnan er síðan að skilja hundinn eftir þegar vinnan færist aftur af heimilinu. Ekki fá samviskubit að loka hundinn af hluta úr degi, því eitt af því mikilvægasta sem þarf að kenna heimilishundum er að vera einir og sáttir við það þegar eigandinn þarf að fara. 6. Ef þú ert að vinna heima er mikilvægt að halda góðri rútínu sem hentar þér og hundinum og fáðu hundinn til að hjálpa þér að leiða hugann við eitthvað annað en vinnuna inn á milli ef álagið er mikið. Þá eru göngutúrar eða trix þjálfun tilvalin afþreying. 7. Hundurinn þinn er í raun kærleikur í loðboltaformi, ekki gleyma því. Hann er fyrirmynd og sýnir þér svo margt varðandi lífið. Hann þarf afskaplega einfalda hluti til að vera hamingjusamur og það sem skiptir máli er núna, og að gera líðandi stund ánægjulega.
Dýr Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Gæludýr Tengdar fréttir Fjarvinna með börnin heima: Dó ekki ráðalaus og bjó til „virkni-bingó“ „Ég fann að ég þurfti eitthvað til að hjálpa mér og börnunum með hugmyndir yfir daginn og gerði því þetta litla virknibingó,“ segir Elín María Halldórsdóttir sem vinnur í fjarvinnu að heiman þessa dagana eins og svo margir. 25. mars 2020 07:00 Allir að vinna í joggingbuxum? Fjarvinna í fatalufsum Eflaust hefur fátt haft jafn mikil áhrif á fatastíl landsmanna þessa dagana og fjarvinnan að heiman síðustu daga. 24. mars 2020 07:00 „Er sóttkvíin streitu-sóttkví eða slökunar-sóttkví?“ Á samfélagsmiðlum birtir fólk frásagnir um líðan í sóttkvínni og öllum ljóst að einangrunin sem sóttkvíin felur í sér er streituvaldandi. 23. mars 2020 11:30 Mest lesið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Loka verslun í Smáralind Neytendur Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Viðskipti erlent Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Fjarvinna með börnin heima: Dó ekki ráðalaus og bjó til „virkni-bingó“ „Ég fann að ég þurfti eitthvað til að hjálpa mér og börnunum með hugmyndir yfir daginn og gerði því þetta litla virknibingó,“ segir Elín María Halldórsdóttir sem vinnur í fjarvinnu að heiman þessa dagana eins og svo margir. 25. mars 2020 07:00
Allir að vinna í joggingbuxum? Fjarvinna í fatalufsum Eflaust hefur fátt haft jafn mikil áhrif á fatastíl landsmanna þessa dagana og fjarvinnan að heiman síðustu daga. 24. mars 2020 07:00
„Er sóttkvíin streitu-sóttkví eða slökunar-sóttkví?“ Á samfélagsmiðlum birtir fólk frásagnir um líðan í sóttkvínni og öllum ljóst að einangrunin sem sóttkvíin felur í sér er streituvaldandi. 23. mars 2020 11:30