Einmanalegur Gullni hringur í gegnum linsu Villa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2020 12:00 Fá pör urðu á vegi ljósmyndara Vísis á Gullna hringnum í gær. Þetta hestapar beið þess að fá hestanammið sitt sem hefur væntanlega verið af skornum skammti undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Það var frekar einmannalegt á Gullna hringnum þegar Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var þar á ferð í gær. Þeir fáu sem urðu á vegi hans voru flestir Íslendingar í sóttkví í sumarhúsum ásamt einum og einum ferðamanni. Tíu mynda syrpu Villa má sjá að neðan. Hált var á Mosfellsheiðinni en umferð svo lítil að enginn vandi var fyrir ljósmyndara að stöðva bílinn úti á miðjum vegi eitt augnablik á meðan myndin var tekin.Vísir/Vilhelm Það var ekki barist um að skoða útsýnisskífuna við Þingvelli í gær. Útsýnið var þó með besta móti enda heiðskírt þótt kalt væri í veðri. Vísir/Vilhelm Almannagjá var sem áður opin almenningi þótt afar fáir nýti sér það þessa dagana.Vísir/Vilhelm Laugarvatnshellir er vinsælt stopp á Lyngdalsheiðinni á leiðinni frá Þingvöllum yfir á Laugarvatn.Vísir/Vilhelm Lokað er í Fontana á Laugarvatni á meðan hertum aðgerðum almannavarna stendur. Vatnið var samt fallegt og bíður eftir því að einhver baði sig í því.Vísir/Vilhelm Jæja, það hlaut að koma að því að ljósmyndari Vísis, sem var farið að líða eins og Palla í frægri bók, hitti annað fólk. Þessi tvö nutu þess vonandi að hafa Gullfoss útaf fyrir sig.Vísir/Vilhelm Gullfossi gæti ekki verið meira sama um kórónuveirufaraldur. Hann klæðir sig alltaf upp sama hvert tilefnið er.Vísir/Vilhelm Þessir hestar voru fljótir að bregðast við þegar ljósmyndari stöðvaði bíl sinn á milli Gullfoss og Geysissvæðisins. Hver vill ekki smá nammi á þessum skrýtnu tímum?Vísir/Vilhelm Margur hefur tyllt sér á þennan bekk, tekið utan um samferðafélaga og fylgst með Strokki sýna listir sínar. Ekki í gær.Vísir/Vilhelm Það var afar umdeilt á sínum tíma þegar farið var að rukka fyrir aðgang að Kerinu. Enginn bíll var á bílastæðinu við Kerfið upp úr hádegi í gærVísir/Vilhelm Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þingvellir Ljósmyndun Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Það var frekar einmannalegt á Gullna hringnum þegar Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var þar á ferð í gær. Þeir fáu sem urðu á vegi hans voru flestir Íslendingar í sóttkví í sumarhúsum ásamt einum og einum ferðamanni. Tíu mynda syrpu Villa má sjá að neðan. Hált var á Mosfellsheiðinni en umferð svo lítil að enginn vandi var fyrir ljósmyndara að stöðva bílinn úti á miðjum vegi eitt augnablik á meðan myndin var tekin.Vísir/Vilhelm Það var ekki barist um að skoða útsýnisskífuna við Þingvelli í gær. Útsýnið var þó með besta móti enda heiðskírt þótt kalt væri í veðri. Vísir/Vilhelm Almannagjá var sem áður opin almenningi þótt afar fáir nýti sér það þessa dagana.Vísir/Vilhelm Laugarvatnshellir er vinsælt stopp á Lyngdalsheiðinni á leiðinni frá Þingvöllum yfir á Laugarvatn.Vísir/Vilhelm Lokað er í Fontana á Laugarvatni á meðan hertum aðgerðum almannavarna stendur. Vatnið var samt fallegt og bíður eftir því að einhver baði sig í því.Vísir/Vilhelm Jæja, það hlaut að koma að því að ljósmyndari Vísis, sem var farið að líða eins og Palla í frægri bók, hitti annað fólk. Þessi tvö nutu þess vonandi að hafa Gullfoss útaf fyrir sig.Vísir/Vilhelm Gullfossi gæti ekki verið meira sama um kórónuveirufaraldur. Hann klæðir sig alltaf upp sama hvert tilefnið er.Vísir/Vilhelm Þessir hestar voru fljótir að bregðast við þegar ljósmyndari stöðvaði bíl sinn á milli Gullfoss og Geysissvæðisins. Hver vill ekki smá nammi á þessum skrýtnu tímum?Vísir/Vilhelm Margur hefur tyllt sér á þennan bekk, tekið utan um samferðafélaga og fylgst með Strokki sýna listir sínar. Ekki í gær.Vísir/Vilhelm Það var afar umdeilt á sínum tíma þegar farið var að rukka fyrir aðgang að Kerinu. Enginn bíll var á bílastæðinu við Kerfið upp úr hádegi í gærVísir/Vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þingvellir Ljósmyndun Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira