Hjalti Úrsus leiðrétti gríðarlegan misskilning um konur og lyftingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 15:00 Amalía Ósk Sigurðardóttir og Kristín Dóra Sigurðardóttir ræddu við þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason „Í Bítinu“ á Stöð 2 Sport, Bylgjunni og Vísi í morgun. Þær lyftu líka þungum lóðum. Skjámynd/S2 Það voru mikil átök í „Í Bítinu“ á Stöð 2 Sport, Bylgjunni og Vísi í morgun þegar tvær öflugar kraftakonur mættu í settið hjá þeim Heimi Karlssyni og Gunnlaugi Helgasyni og sýndu ólympískar lyftingar. Hjalti Úrsus mætti líka og hvatti stelpurnar áfram. Amalía Ósk Sigurðardóttir og Kristín Dóra Sigurðardóttir hafa báðar orðið Íslandsmeistarar í ólympískum lyftingum, Amalía Ósk í ár og Kristín Dóra í fyrra. Amalía Ósk Sigurðardóttir hitaði upp með því að jafnhenda 65 kílóum en lyfti síðan bæði 80 og 90 kílóum. Íslandsmet hennar er 100 kíló. Kristín Dóra Sigurðardóttir snaraði 50, 55 og 60 kílóum. Hjalti Úrsus var mjög ánægður með stelpurnar og hrósaði þeim mikið fyrir tæknina. Hjalti Úrsus ræddi líka við Heimi og Gunnlaug um lyftingar og þá sérstaklega lyftingar kvenna. Konur sáust varla í lyftingasalnum þegar hann var að byrja en það hefur gjörbreyst á síðustu árum. „Ég hélt að lyftingarnar væri að deyja út en svo kemur CrossFit inn og það verður bara sprengja út um allan heim. Önnur hver kona er að taka jafnhendingu, snörun eða réttstöðulyftu. Almenningur er búinn að samþykkja þetta,“ sagði Hjalti Úrsus. „Maður hefur heyrt það að konurnar vilji ekki fara í lyftingar af því að þær vilja ekki fá vöðva,“ sagði Gunnlaugur Helgason en Hjalti vildi leiðrétta þá mýtu. „Það er gríðarlegur misskilningur. Til að fá einhvern vöðvamassa þá þarf að æfa alveg gríðarlega mikið og með sérstöku mataræði og allt þetta. Þetta er breytt í dag. Konurnar vilja vera tónaðar, vera í flottu formi og þær vilja vera með vöðva,“ sagði Hjalti Úrsus. „Svo heyrir maður stundum að einhverjar konur tala um það að þær þora ekki að fara að lyfta af því að þá fái svo hrikalega kálfa eða læri. Ég fékk sæmilegt læri en ég þurfti að taka 400 kíló í hnébeygju og ganga í gegnum helvíti til að fá þessi læri. Þetta hoppar ekki á þig. Þetta er smá misskilningur því vöðvarnir eru ekki að fara að hoppa á neinn,“ sagði Hjalti Úrsus. Það má sjá myndbandið með heimsókninni hér fyrir neðan. Kraftlyftingar Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Það voru mikil átök í „Í Bítinu“ á Stöð 2 Sport, Bylgjunni og Vísi í morgun þegar tvær öflugar kraftakonur mættu í settið hjá þeim Heimi Karlssyni og Gunnlaugi Helgasyni og sýndu ólympískar lyftingar. Hjalti Úrsus mætti líka og hvatti stelpurnar áfram. Amalía Ósk Sigurðardóttir og Kristín Dóra Sigurðardóttir hafa báðar orðið Íslandsmeistarar í ólympískum lyftingum, Amalía Ósk í ár og Kristín Dóra í fyrra. Amalía Ósk Sigurðardóttir hitaði upp með því að jafnhenda 65 kílóum en lyfti síðan bæði 80 og 90 kílóum. Íslandsmet hennar er 100 kíló. Kristín Dóra Sigurðardóttir snaraði 50, 55 og 60 kílóum. Hjalti Úrsus var mjög ánægður með stelpurnar og hrósaði þeim mikið fyrir tæknina. Hjalti Úrsus ræddi líka við Heimi og Gunnlaug um lyftingar og þá sérstaklega lyftingar kvenna. Konur sáust varla í lyftingasalnum þegar hann var að byrja en það hefur gjörbreyst á síðustu árum. „Ég hélt að lyftingarnar væri að deyja út en svo kemur CrossFit inn og það verður bara sprengja út um allan heim. Önnur hver kona er að taka jafnhendingu, snörun eða réttstöðulyftu. Almenningur er búinn að samþykkja þetta,“ sagði Hjalti Úrsus. „Maður hefur heyrt það að konurnar vilji ekki fara í lyftingar af því að þær vilja ekki fá vöðva,“ sagði Gunnlaugur Helgason en Hjalti vildi leiðrétta þá mýtu. „Það er gríðarlegur misskilningur. Til að fá einhvern vöðvamassa þá þarf að æfa alveg gríðarlega mikið og með sérstöku mataræði og allt þetta. Þetta er breytt í dag. Konurnar vilja vera tónaðar, vera í flottu formi og þær vilja vera með vöðva,“ sagði Hjalti Úrsus. „Svo heyrir maður stundum að einhverjar konur tala um það að þær þora ekki að fara að lyfta af því að þá fái svo hrikalega kálfa eða læri. Ég fékk sæmilegt læri en ég þurfti að taka 400 kíló í hnébeygju og ganga í gegnum helvíti til að fá þessi læri. Þetta hoppar ekki á þig. Þetta er smá misskilningur því vöðvarnir eru ekki að fara að hoppa á neinn,“ sagði Hjalti Úrsus. Það má sjá myndbandið með heimsókninni hér fyrir neðan.
Kraftlyftingar Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira