Lífið

„Lagið er í raun nútíma ættjarðaróður“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndbandið er allt tekið upp á dróna yfir Íslandi.
Myndbandið er allt tekið upp á dróna yfir Íslandi.

„Þetta fyrsta lagið sem Rick Nowels próduserar fyrir okkur. Hann hefur próduserað meðal annars fyrir Adele, Madonnu, Lana Del Ray, Lykke Li, SIA, N´Sync, Dua Lipa og marga fleiri,“ segir Gunni Hilmarsson í sveitinni Sycamore Tree sem frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Wild Wind en með honum í bandinu er Ágústa Eva Erlendsdóttir.

„Við erum afar ánægð með útkomuna. Lagið er í raun nútíma ættjarðaróður og fjallar um tengingu okkar við náttúruna og landið. Skilaboð sem eru mikilvæg þessa dagana og eru okkur Ágústu Evu mikilvæg. Við erum enn að fjalla um ástina en aðeins öðruvísi í þetta skiptið og þetta snýr meira að okkur sjálfum og virðingu fyrir sögunni okkar og náttúrunni. Þetta er annað lagið sem við sendum frá okkur af plötunni sem kemur seinna á árinu. Við vildum senda frá okkur vetrarlag og fengum helsta dróna sérfræðing landsins Björn Steinbekk til að vinna með okkur myndbandið,“ segir Gunni.

Það var Bjarni Frímann Bjarnason sem útsetti strengi og lagið og textinn er samvinna Gunna Hilmars og Arnars Guðjónssonar.

„Það er einnig í fyrsta sinn sem að við vinnum með einhverjum utan dúettsins í lagasmíðum og Arnar er einn af okkar allra bestu tónlistarmönnum og var það afar ánægjulegt samstarf.“

Hér að neðan má sjá myndbandið.

Klippa: Sycamore Tree - Wild Wind





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.