Rafkappakstur í beinni á Stöð 2 eSport í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2020 08:00 mynd/sro-esport.com Stöð 2 eSport sýnir beint frá móti sem fer fram í rafkappakstri nú síðdegis en um alþjóðlegan góðgerðarviðburð er að ræða. Keppt verður í kappakstursleiknum Assetto Corsa Competizione sem framleiddur af ítalska tölvuleikjaframleiðandanum Kunos Simulazioni. Í mótinu verður keppt á hinni heimsfrægu keppnisbraut Monza sem er í raunheimum í grennd við Mílanó. Meðal keppenda í dag verða ökuþórar sem hafa atvinnu bæði af því að keppa í hefðbundnum kappakstri sem og rafkappakstri, auk nokkurra þekktra einstaklinga. Fyrr í vikunni gafst almenningi kostur á að vinna sér inn þátttökurétt í mótinu og þeir fimm sem bestum árangri náðu taka þátt í mótinu í dag. Útsending hefst á Stöð 2 eSport klukkan 11.30 í dag en annars er dagskráin eftirfarandi: 12.00 Fyrri undanúrslit 13.15 Síðari undanúrslit 14.30 Tímatökur fyrir úrslit 14.50 Úrslit Hér fyrir neðan má sjá stiklu sem gerð var fyrir mótið. Klippa: Rafkappakstur - stikla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn
Stöð 2 eSport sýnir beint frá móti sem fer fram í rafkappakstri nú síðdegis en um alþjóðlegan góðgerðarviðburð er að ræða. Keppt verður í kappakstursleiknum Assetto Corsa Competizione sem framleiddur af ítalska tölvuleikjaframleiðandanum Kunos Simulazioni. Í mótinu verður keppt á hinni heimsfrægu keppnisbraut Monza sem er í raunheimum í grennd við Mílanó. Meðal keppenda í dag verða ökuþórar sem hafa atvinnu bæði af því að keppa í hefðbundnum kappakstri sem og rafkappakstri, auk nokkurra þekktra einstaklinga. Fyrr í vikunni gafst almenningi kostur á að vinna sér inn þátttökurétt í mótinu og þeir fimm sem bestum árangri náðu taka þátt í mótinu í dag. Útsending hefst á Stöð 2 eSport klukkan 11.30 í dag en annars er dagskráin eftirfarandi: 12.00 Fyrri undanúrslit 13.15 Síðari undanúrslit 14.30 Tímatökur fyrir úrslit 14.50 Úrslit Hér fyrir neðan má sjá stiklu sem gerð var fyrir mótið. Klippa: Rafkappakstur - stikla
Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti