Íslandsmeistarar dagsins: Urðu óvænt meistarar kvöldið á undan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2020 12:30 Rakel Dögg Bragadóttir varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í meistaraflokki á þessum degi fyrir þrettán árum síðan. Vísir/Bára Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hefur aðeins eitt lið orðið Íslandsmeistari 30. mars. Íslandsmeistarar dagsins er kvennalið Stjörnunnar í handbolta sem vann fimmta Íslandsmeistaratitil félagsins 30. mars 2007. Þetta var eitt af þremur tímabilum á áraunum 2006 til 2008 þar sem úrslitakeppnin var ekki í gangi og réðust því úrslitin í deildarkeppni. Stjörnuliðið var með yfirburðarlið þennan vetur og endaði á að vinna deildina með átta stigum meira en liðið í öðru sæti sem var Grótta. Það voru hins vegar Gróttukonur sem tryggðu Stjörnunni titilinn með því að vinna Val 29-20. Valskonur voru þá eina liðið sem gat náð Stjörnunni að stigum. Greinin um Íslandsmeistaratitilinn í Fréttablaðinu 31. mars 2007.Skjámynd/Fréttablaðið Stjörnukonur áttu heimaleik á móti Akureyri daginn eftir og ætluðu alltaf að tryggja sér titilinn þar. Þær urðu aftur á móti óvænt Íslandsmeistarar kvöldið á undan. Stjarnan vann Akureyrarleikinn með átján marka mun, 36-18, og tók síðan við Íslandsbikarnum í leikslok þótt að enn væru þrjár umferðir eftir af mótinu. Stjörnukonur áttu síðan eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn næstu tvö ár líka. Þarna munaði miklum um rúmenska markvörðinn Florentina Grecu-Stanciu. Hún var að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð því tímabilið á undan hafði hún farið á kostum í marki ÍBV liðsins. Úr Fréttablaðiðinu 31. mars 2007.Skjámynd/Fréttablaðið Skrítið að verða meistari án þess að spila „Það var pínulítið skrítið að mæta til leiks og vera orðin meistari án þess að spila. Engu að síður var það búið að vera bak við eyrað að þetta væri komið hjá okkur og því setti það ekki mikið strik í reikninginn. Við vorum spenntar að mæta í leikinn og staðráðnar í að skemmta okkur,“ sagði Stjörnustúlkan Rakel Dögg Bragadóttir í viðtali við Fréttablaðið. Hún var langmarkahæsti leikmaður Stjörnuliðsins þennan vetur. Rosalega glaður að fá að stíga þetta skref með þeim „Þetta er frábær áfangi fyrir þessar stelpur sem eru að verða Íslandsmeistarar í fyrsta skiptið. Þær eru að stíga skrefið frá því að vera yngri flokka leikmenn yfir í það að verða alvöru meistaraflokksleikmenn. Ég er rosalega glaður að fá að stíga þetta skref með þeim. Þetta er mikið af leikmönnum sem ég er búinn að þjálfa síðan þær voru í 4. flokki og sumar enn fyrr,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, stoltur þjálfari Stjörnuliðsins, við blaðamann Fréttablaðsins. Hann gerði þær líka að meisturum árið eftir og hafði einnig unnið titilinn með kvennaliði ÍBV. Stjarnan Íslandsmeistari 2007 DHL-deild kvenna í handbolta Dagssetning: 30. mars Þjálfari: Aðalsteinn Eyjólfsson Fyrirliði: Anna Bryndís Blöndal Árangur: 21 sigur og 2 töp í 24 leikjum 89,6 prósent stiga í húsi (43 af 48) Atkvæðamestar í deildarkeppninni Rakel Dögg Bragadóttir 154 mörk Alina Tamasan 90 mörk Solveig Lára Kjærnested 87 mörk Kristín Jóhanna Clausen 80 mörk Anna Bryndís Blöndal 79 mörk Elísabet Gunnarsdóttir 76 mörk Kristín Guðmundsdóttir 76 mörk Garðabær Einu sinni var... Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Sjá meira
Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hefur aðeins eitt lið orðið Íslandsmeistari 30. mars. Íslandsmeistarar dagsins er kvennalið Stjörnunnar í handbolta sem vann fimmta Íslandsmeistaratitil félagsins 30. mars 2007. Þetta var eitt af þremur tímabilum á áraunum 2006 til 2008 þar sem úrslitakeppnin var ekki í gangi og réðust því úrslitin í deildarkeppni. Stjörnuliðið var með yfirburðarlið þennan vetur og endaði á að vinna deildina með átta stigum meira en liðið í öðru sæti sem var Grótta. Það voru hins vegar Gróttukonur sem tryggðu Stjörnunni titilinn með því að vinna Val 29-20. Valskonur voru þá eina liðið sem gat náð Stjörnunni að stigum. Greinin um Íslandsmeistaratitilinn í Fréttablaðinu 31. mars 2007.Skjámynd/Fréttablaðið Stjörnukonur áttu heimaleik á móti Akureyri daginn eftir og ætluðu alltaf að tryggja sér titilinn þar. Þær urðu aftur á móti óvænt Íslandsmeistarar kvöldið á undan. Stjarnan vann Akureyrarleikinn með átján marka mun, 36-18, og tók síðan við Íslandsbikarnum í leikslok þótt að enn væru þrjár umferðir eftir af mótinu. Stjörnukonur áttu síðan eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn næstu tvö ár líka. Þarna munaði miklum um rúmenska markvörðinn Florentina Grecu-Stanciu. Hún var að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð því tímabilið á undan hafði hún farið á kostum í marki ÍBV liðsins. Úr Fréttablaðiðinu 31. mars 2007.Skjámynd/Fréttablaðið Skrítið að verða meistari án þess að spila „Það var pínulítið skrítið að mæta til leiks og vera orðin meistari án þess að spila. Engu að síður var það búið að vera bak við eyrað að þetta væri komið hjá okkur og því setti það ekki mikið strik í reikninginn. Við vorum spenntar að mæta í leikinn og staðráðnar í að skemmta okkur,“ sagði Stjörnustúlkan Rakel Dögg Bragadóttir í viðtali við Fréttablaðið. Hún var langmarkahæsti leikmaður Stjörnuliðsins þennan vetur. Rosalega glaður að fá að stíga þetta skref með þeim „Þetta er frábær áfangi fyrir þessar stelpur sem eru að verða Íslandsmeistarar í fyrsta skiptið. Þær eru að stíga skrefið frá því að vera yngri flokka leikmenn yfir í það að verða alvöru meistaraflokksleikmenn. Ég er rosalega glaður að fá að stíga þetta skref með þeim. Þetta er mikið af leikmönnum sem ég er búinn að þjálfa síðan þær voru í 4. flokki og sumar enn fyrr,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, stoltur þjálfari Stjörnuliðsins, við blaðamann Fréttablaðsins. Hann gerði þær líka að meisturum árið eftir og hafði einnig unnið titilinn með kvennaliði ÍBV. Stjarnan Íslandsmeistari 2007 DHL-deild kvenna í handbolta Dagssetning: 30. mars Þjálfari: Aðalsteinn Eyjólfsson Fyrirliði: Anna Bryndís Blöndal Árangur: 21 sigur og 2 töp í 24 leikjum 89,6 prósent stiga í húsi (43 af 48) Atkvæðamestar í deildarkeppninni Rakel Dögg Bragadóttir 154 mörk Alina Tamasan 90 mörk Solveig Lára Kjærnested 87 mörk Kristín Jóhanna Clausen 80 mörk Anna Bryndís Blöndal 79 mörk Elísabet Gunnarsdóttir 76 mörk Kristín Guðmundsdóttir 76 mörk
Stjarnan Íslandsmeistari 2007 DHL-deild kvenna í handbolta Dagssetning: 30. mars Þjálfari: Aðalsteinn Eyjólfsson Fyrirliði: Anna Bryndís Blöndal Árangur: 21 sigur og 2 töp í 24 leikjum 89,6 prósent stiga í húsi (43 af 48) Atkvæðamestar í deildarkeppninni Rakel Dögg Bragadóttir 154 mörk Alina Tamasan 90 mörk Solveig Lára Kjærnested 87 mörk Kristín Jóhanna Clausen 80 mörk Anna Bryndís Blöndal 79 mörk Elísabet Gunnarsdóttir 76 mörk Kristín Guðmundsdóttir 76 mörk
Garðabær Einu sinni var... Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti