Anníe Mist Þórisdóttir heldur áfram að sýna aðdáendum sínum hvernig hún æfir á meðan meðgöngunni stendur.
Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir tekur skynsamlega á sínum málum þegar hún æfir af fullum krafti á meðan hún er ófríska af sínum fyrsta barni.
Anníe Mist leitar meðal annars nýrra leið til að lyfta lóðum nú þegar bumban er orðin stór og hún þarf meiri stuðning.
Anníe Mist sýndi það á dögunum að hún þarf ekki að standa upp til að lyfta þungum lóðum. Þetta má sjá hér fyrir neðan.
Anníe Mist birtir þarna myndband af sér lyfta 50 kílóum sitjandi sem er nú ekki slæmt.
„Ég get ennþá lyft lóðum standandi,“ skrifar Anníe Mist og heldur áfram:
„Ég er þakklát fyrir að ég get haldið dóttur minni ánægðri og heilbrigði en geta um leið haldið áfram að lyfta lóðum,“ skrifar Anníe Mist.