Traustasti gjaldmiðillinn Stefán Pálsson skrifar 19. febrúar 2017 10:00 Haustið 1956 auglýsti Austurbæjarbíó nýja kvikmynd í litum með Burt Lancaster. Myndin nefndist Konungur í Suðurhöfum eða His Majesty O´Keefe og var raunar tveggja ára gömul. Það þótti nokkuð nýtt þegar kom að Hollywood-myndum í íslenskum kvikmyndahúsum. Myndin um Suðurhafakonunginn fékk góða aðsókn og byggði á raunverulegum atburðum úr lífi ævintýramannsins Davids O´Keefe, Íra sem flakkaði milli eyja Kyrrahafsins en komst í álnir á smáeyjunni Yap. Í myndinni brýtur O´Keefe skip sitt á Yap. Eyjarskeggjar gera hann að konungi og umgangast sem goðumlíka veru. Orð hans eru lög og O´Keefe kemur sér upp hersveit tólf tryggra, kviknakinna lífvarða. Írinn reynist afbragðs stjórnandi og kennir þegnum sínum af vísdómi Vesturlandabúa. Staðalmyndir um snjöllu hvítu mennina sem reynast sjálfkjörnir leiðtogar frumstæðra villimanna, eru gamalkunnar. Þekktar úr fjölda sagna, allt frá sögunum um Tarzan apabróður yfir í ævintýri Línu Langsokks, en faðir hennar sjóræninginn gerðist svertingjakóngur á Suðurhafseyjum. Í raun voru samskipti O´Keefe og íbúa Yap forvitnilegri en sú mynd sem Hollywood dró upp. Hann setti mark sitt á samfélagið, til góðs og ills. Sú saga er sérstaklega rifjuð upp af hagfræðingum, en það er hið sérkennilega hagkerfi Yap-eyju sem haldið hefur nafni hennar á lofti. Yap er um 100 ferkílómetrar og vestust eyjaklasanna fjögurra sem mynda Sambandsríkið Míkrónesíu, eitt strjálbýlasta ríki veraldar með um 100 þúsund íbúa, 16 þúsund á Yap. Míkrónesía liggur norðan við Papúa-Nýju Gíneu, austan við Filippseyjar en vestan við Nárú og Marshalleyjar. Ríkið fékk sjálfstæði 1986, en treystir verulega á fjárhagslegan stuðning bandarískra stjórnvalda. Fornleifafræðingar eru ekki vissir um hvenær Yap byggðist. Líklegt er að fólk frá Indónesíu eða Filippseyjum hafi flust þangað um 1.500 árum fyrir Krist, en ekki er útilokað að það hafi gerst jafnvel þúsund árum fyrr. Lífsbaráttan hefur verið þægileg. Eyjan er gróðursæl með gnótt matar. Ekki lögðust eyjarskeggjar þó í hóglífi, heldur reyndust snjallir verkfræðingar. Hús voru fullkomin og siglingatækni á háu stigi.Níðþungt skotsilfur Meðal þeirra staða sem siglingakapparnir frá Yap lögðu leið sína til, var eyjan Palá. Sú sigling tók fimm daga á árabátum við bestu veðurskilyrði. Á Palá voru námur af kalksteini, sem ekki var fáanlegur á Yap. Steintegundin fangaði hug sæfaranna sem hjuggu úr henni steinhringi með gati í miðjunni. Léttúðugri pistlahöfundar en sá sem hér stýrir lyklaborði hefðu vafalítið freistast til að kalla þá risastóra kleinuhringi. Ýmsar tilgátur eru uppi um lögun steinhringjanna. Flestir hallast að því að hringformið vísi til tunglsins og að hringurinn í miðjunni hafi auðveldað flutninga. Ekki veitti af því steinhringirnir gátu verið mörg tonn að þyngd. Þessum ferlíkjum komu Yapverjar fyrir í bátkænum og sigldu með heim. Steinhringirnir urðu stöðutákn og til marks um auð og völd. Þeir urðu gjaldmiðill í stærri viðskiptum. Bátar, hús eða heimanmundur dætra: allt mátti greiða með vænum steinhring. Í grófum dráttum fór verðgildi steinanna eftir stærð, en ekki alfarið. Þannig var horft til fagurfræðinnar og steinar með glitrandi kristöllum voru í mestum metum. Þá skipti máli hversu erfitt hafði reynst að afla steinhringsins. Hvort menn hefðu farist við ferðalagið frá Palá. Þar sem steinbjörgin voru erfið í flutningum, hirtu eyjarskeggjar ekki um að færa þau til þótt steinarnir gengju kaupum og sölum. Allir í þorpinu vissu þó hver ætti hvaða stein. Mannfræðingar sem heimsóttu Yap löngu síðar furðuðu sig á hvernig hvert mannsbarn virtist kunna nákvæm deili á eigendasögu steinanna. Raunar þurftu steinarnir ekki að vera sjáanlegir. Þess voru dæmi að steinhringir hefðu sokkið í hafi, en teldust fullgildur hluti hagkerfisins. Eigandi hins sokkna steinhrings var jafnríkur. Af þessu má sjá að peningakerfi Yapverja var þróað og hefur vakið aðdáun hagfræðinga samtímans. Eyjarskeggjar gerðu sér grein fyrir því að peningar eru fyrst og fremst hugmynd sem stendur og fellur með því að samfélagið viðurkenni verðmætið. Að fólkið á Yap hafi notað grjótklump á botni sjávar sem gjaldmiðil er ekki flónska heldur fyllilega sambærilegt við nútímakaupsýslu þar sem risaupphæðir á tölvuskjáum skipta um eigendur án þess að bak við þær liggi nein handföst verðmæti.Gestir í paradís Portúgalskir sæfarar uppgötvuðu Yap fyrstir Vesturlandabúa á fyrri hluta sextándu aldar. Upp frá því hafa stórveldi skipst á að skilgreina eyjuna sem hluta af sínu valdssvæði, oft án þess að heimamenn hafi veitt því mikla athygli. Um miðja átjándu öld ákváðu Spánverjar að kristna íbúa Yap og reistu kristniboðsmiðstöð. Ári síðar, þegar færa átti mannskapnum vistir, kom í ljós að heimamenn höfðu drepið þá alla og tilrauninni því sjálfhætt. Betur tókst að koma á viðskiptum. Sjórinn umhverfis Yap er fullur af sæbjúgum, sem Spánverjar gátu selt fyrir stórfé. Til að losna við samkeppni kappkostuðu Spánverjar að halda viðskiptunum leyndum. Víkur þá sögu að David O´Keefe. 1871 kom hann til Yap. Að eigin sögn og samkvæmt Hollywood-útgáfunni, skipbrotsmaður, sá eini úr áhöfninni sem náði landi, en sagnfræðingar efast og hallast að því að hann hafi einfaldlega komið siglandi og sest að. O´Keefe var sæfari og kaupmaður í leit að söluvarningi og þá sérstaklega sæbjúgum eða hráefnum til að vinna kókoshnetuolíu. Hvort tveggja mátti finna á Yap. Fljótlega rak hann sig á að heimamenn höfðu lítinn áhuga á að útvega kókoshnetur og sæbjúgu. Yapverjar kærðu sig lítið um vestrænt glingur. Raunar tókst O´Keefe að koma þeim upp á lagið með að drekka áfengi og nota skotvopn, en meira þurfti til. O´Keefe settist að í stærsta þorpi eyjarinnar og tók sér eiginkonur (þrátt fyrir að vera kvæntur). Hann var fljótur að læra inn á steinhringjahagkerfið og sá viðskiptahugmynd. Með hjálp vestrænna skipa væri hægðarleikur að flytja fleiri og stærri steinhringi frá Palá. Hann sá um flutninginn og var greitt í sæbjúgum og kókoshnetum. Viðskiptin gerðu O´Keefe ríkan. Velgengni hans varð til þess að beina athygli stórvelda að eyjunni. Að lokum komst Yap undir þýsk yfirráð, O´Keefe hugðist þá snúa aftur til Bandaríkjanna en fórst í hafi. O´Keefe er enn í metum hjá Yapverjum, þrátt fyrir að hafa kennt þeim dýrkeypta lexíu: lögmálið um verðbólgu. Þegar stærri og fleiri steinhringir tóku að streyma frá Palá, hlaut verðmæti þeirra sem fyrir voru að falla. Eigendur eldri hringjanna sáu verðmæti þeirra brenna upp. Verð á húsum og bátum rauk upp og dýrara varð að gefa stúlkur í hjónaband. Sem betur fer var peningakerfi Yapverja fullkomnara en okkar. Innan fárra ára kváðu þeir niður verðbólgudrauginn með því að meta nýju steinhringina minna en gömlu. Hin góðu eftirmæli O´Keefes kunna að skýrast af samanburði við tíma þýsku valdstjórnarinnar. Þjóðverjar píndu eyjarskeggja að vinna í sína þágu en sópuðu fótunum undan gamla peningakerfinu með því að banna siglingar til annarra eyja. Nýir steinpeningar hættu að bætast við kerfið, sem markaði upphafið að endalokunum. Í dag er gildi steinhringjanna fyrst og fremst táknrænt, auk þess að vekja áhuga ferðamanna. Saga til næsta bæjar Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Haustið 1956 auglýsti Austurbæjarbíó nýja kvikmynd í litum með Burt Lancaster. Myndin nefndist Konungur í Suðurhöfum eða His Majesty O´Keefe og var raunar tveggja ára gömul. Það þótti nokkuð nýtt þegar kom að Hollywood-myndum í íslenskum kvikmyndahúsum. Myndin um Suðurhafakonunginn fékk góða aðsókn og byggði á raunverulegum atburðum úr lífi ævintýramannsins Davids O´Keefe, Íra sem flakkaði milli eyja Kyrrahafsins en komst í álnir á smáeyjunni Yap. Í myndinni brýtur O´Keefe skip sitt á Yap. Eyjarskeggjar gera hann að konungi og umgangast sem goðumlíka veru. Orð hans eru lög og O´Keefe kemur sér upp hersveit tólf tryggra, kviknakinna lífvarða. Írinn reynist afbragðs stjórnandi og kennir þegnum sínum af vísdómi Vesturlandabúa. Staðalmyndir um snjöllu hvítu mennina sem reynast sjálfkjörnir leiðtogar frumstæðra villimanna, eru gamalkunnar. Þekktar úr fjölda sagna, allt frá sögunum um Tarzan apabróður yfir í ævintýri Línu Langsokks, en faðir hennar sjóræninginn gerðist svertingjakóngur á Suðurhafseyjum. Í raun voru samskipti O´Keefe og íbúa Yap forvitnilegri en sú mynd sem Hollywood dró upp. Hann setti mark sitt á samfélagið, til góðs og ills. Sú saga er sérstaklega rifjuð upp af hagfræðingum, en það er hið sérkennilega hagkerfi Yap-eyju sem haldið hefur nafni hennar á lofti. Yap er um 100 ferkílómetrar og vestust eyjaklasanna fjögurra sem mynda Sambandsríkið Míkrónesíu, eitt strjálbýlasta ríki veraldar með um 100 þúsund íbúa, 16 þúsund á Yap. Míkrónesía liggur norðan við Papúa-Nýju Gíneu, austan við Filippseyjar en vestan við Nárú og Marshalleyjar. Ríkið fékk sjálfstæði 1986, en treystir verulega á fjárhagslegan stuðning bandarískra stjórnvalda. Fornleifafræðingar eru ekki vissir um hvenær Yap byggðist. Líklegt er að fólk frá Indónesíu eða Filippseyjum hafi flust þangað um 1.500 árum fyrir Krist, en ekki er útilokað að það hafi gerst jafnvel þúsund árum fyrr. Lífsbaráttan hefur verið þægileg. Eyjan er gróðursæl með gnótt matar. Ekki lögðust eyjarskeggjar þó í hóglífi, heldur reyndust snjallir verkfræðingar. Hús voru fullkomin og siglingatækni á háu stigi.Níðþungt skotsilfur Meðal þeirra staða sem siglingakapparnir frá Yap lögðu leið sína til, var eyjan Palá. Sú sigling tók fimm daga á árabátum við bestu veðurskilyrði. Á Palá voru námur af kalksteini, sem ekki var fáanlegur á Yap. Steintegundin fangaði hug sæfaranna sem hjuggu úr henni steinhringi með gati í miðjunni. Léttúðugri pistlahöfundar en sá sem hér stýrir lyklaborði hefðu vafalítið freistast til að kalla þá risastóra kleinuhringi. Ýmsar tilgátur eru uppi um lögun steinhringjanna. Flestir hallast að því að hringformið vísi til tunglsins og að hringurinn í miðjunni hafi auðveldað flutninga. Ekki veitti af því steinhringirnir gátu verið mörg tonn að þyngd. Þessum ferlíkjum komu Yapverjar fyrir í bátkænum og sigldu með heim. Steinhringirnir urðu stöðutákn og til marks um auð og völd. Þeir urðu gjaldmiðill í stærri viðskiptum. Bátar, hús eða heimanmundur dætra: allt mátti greiða með vænum steinhring. Í grófum dráttum fór verðgildi steinanna eftir stærð, en ekki alfarið. Þannig var horft til fagurfræðinnar og steinar með glitrandi kristöllum voru í mestum metum. Þá skipti máli hversu erfitt hafði reynst að afla steinhringsins. Hvort menn hefðu farist við ferðalagið frá Palá. Þar sem steinbjörgin voru erfið í flutningum, hirtu eyjarskeggjar ekki um að færa þau til þótt steinarnir gengju kaupum og sölum. Allir í þorpinu vissu þó hver ætti hvaða stein. Mannfræðingar sem heimsóttu Yap löngu síðar furðuðu sig á hvernig hvert mannsbarn virtist kunna nákvæm deili á eigendasögu steinanna. Raunar þurftu steinarnir ekki að vera sjáanlegir. Þess voru dæmi að steinhringir hefðu sokkið í hafi, en teldust fullgildur hluti hagkerfisins. Eigandi hins sokkna steinhrings var jafnríkur. Af þessu má sjá að peningakerfi Yapverja var þróað og hefur vakið aðdáun hagfræðinga samtímans. Eyjarskeggjar gerðu sér grein fyrir því að peningar eru fyrst og fremst hugmynd sem stendur og fellur með því að samfélagið viðurkenni verðmætið. Að fólkið á Yap hafi notað grjótklump á botni sjávar sem gjaldmiðil er ekki flónska heldur fyllilega sambærilegt við nútímakaupsýslu þar sem risaupphæðir á tölvuskjáum skipta um eigendur án þess að bak við þær liggi nein handföst verðmæti.Gestir í paradís Portúgalskir sæfarar uppgötvuðu Yap fyrstir Vesturlandabúa á fyrri hluta sextándu aldar. Upp frá því hafa stórveldi skipst á að skilgreina eyjuna sem hluta af sínu valdssvæði, oft án þess að heimamenn hafi veitt því mikla athygli. Um miðja átjándu öld ákváðu Spánverjar að kristna íbúa Yap og reistu kristniboðsmiðstöð. Ári síðar, þegar færa átti mannskapnum vistir, kom í ljós að heimamenn höfðu drepið þá alla og tilrauninni því sjálfhætt. Betur tókst að koma á viðskiptum. Sjórinn umhverfis Yap er fullur af sæbjúgum, sem Spánverjar gátu selt fyrir stórfé. Til að losna við samkeppni kappkostuðu Spánverjar að halda viðskiptunum leyndum. Víkur þá sögu að David O´Keefe. 1871 kom hann til Yap. Að eigin sögn og samkvæmt Hollywood-útgáfunni, skipbrotsmaður, sá eini úr áhöfninni sem náði landi, en sagnfræðingar efast og hallast að því að hann hafi einfaldlega komið siglandi og sest að. O´Keefe var sæfari og kaupmaður í leit að söluvarningi og þá sérstaklega sæbjúgum eða hráefnum til að vinna kókoshnetuolíu. Hvort tveggja mátti finna á Yap. Fljótlega rak hann sig á að heimamenn höfðu lítinn áhuga á að útvega kókoshnetur og sæbjúgu. Yapverjar kærðu sig lítið um vestrænt glingur. Raunar tókst O´Keefe að koma þeim upp á lagið með að drekka áfengi og nota skotvopn, en meira þurfti til. O´Keefe settist að í stærsta þorpi eyjarinnar og tók sér eiginkonur (þrátt fyrir að vera kvæntur). Hann var fljótur að læra inn á steinhringjahagkerfið og sá viðskiptahugmynd. Með hjálp vestrænna skipa væri hægðarleikur að flytja fleiri og stærri steinhringi frá Palá. Hann sá um flutninginn og var greitt í sæbjúgum og kókoshnetum. Viðskiptin gerðu O´Keefe ríkan. Velgengni hans varð til þess að beina athygli stórvelda að eyjunni. Að lokum komst Yap undir þýsk yfirráð, O´Keefe hugðist þá snúa aftur til Bandaríkjanna en fórst í hafi. O´Keefe er enn í metum hjá Yapverjum, þrátt fyrir að hafa kennt þeim dýrkeypta lexíu: lögmálið um verðbólgu. Þegar stærri og fleiri steinhringir tóku að streyma frá Palá, hlaut verðmæti þeirra sem fyrir voru að falla. Eigendur eldri hringjanna sáu verðmæti þeirra brenna upp. Verð á húsum og bátum rauk upp og dýrara varð að gefa stúlkur í hjónaband. Sem betur fer var peningakerfi Yapverja fullkomnara en okkar. Innan fárra ára kváðu þeir niður verðbólgudrauginn með því að meta nýju steinhringina minna en gömlu. Hin góðu eftirmæli O´Keefes kunna að skýrast af samanburði við tíma þýsku valdstjórnarinnar. Þjóðverjar píndu eyjarskeggja að vinna í sína þágu en sópuðu fótunum undan gamla peningakerfinu með því að banna siglingar til annarra eyja. Nýir steinpeningar hættu að bætast við kerfið, sem markaði upphafið að endalokunum. Í dag er gildi steinhringjanna fyrst og fremst táknrænt, auk þess að vekja áhuga ferðamanna.
Saga til næsta bæjar Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira