Þar er fólk hvatt til þess að koma með bestu staðreyndina um Gunnar. Fólk á sem sagt að búa til eitthvað frumlegt og skemmtilegt.
Sá sem kemur með bestu staðreyndina fær áritaða hanska frá Gunnari. Þessi leikur er hluti af upphitun fyrir bardagakvöldið í Rotterdam um næstu helgi þar sem Gunnar berst við rússneska rotarann Albert Tumenov.
Þetta er í annað sinn sem UFC hleður í þennan leik en það var síðast gert fyrir bardaga Gunnars gegn Rick Story í Stokkhólmi.
UFC-unnendur eru greinilega ánægðir með þennan leik og taka virkan þátt. Margar færslurnar eru stórskemmtilegar en þær má sjá hér að neðan.