Leikmenn ÍR ósáttir við að kvennaliðið hafi verið lagt niður: „Ógeðslega sárar og reiðar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2020 15:57 Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður ÍR, er ekki ánægð með vinnubrögð handknattleiksdeildar félagsins. mynd/stöð 2 sport Leikmenn kvennaliðs ÍR í handbolta eru ósáttir við þá ákvörðun handknattleiksdeildar félagsins að draga liðið úr keppni fyrir næsta tímabil. Leikmenn ÍR voru ekki hafðir með í ráðum þegar komist var að þessari niðurstöðu. Þeir halda í vonina um að kvennaliðið fái að keppa áfram á Íslandsmótinu. „Við fengum póst á Facebook. Kiddi [þjálfari ÍR] var búinn að hringja í nokkra leikmenn kvöldið áður og láta þá vita. En stór hluti hópsins fékk ekki að vita þetta fyrr en það kom tilkynning frá formanninum á Facebook,“ sagði Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður ÍR, í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportinu í dag. „Því miður lét enginn vita og okkar tilfinning er að ekki hafi verið búið að reyna allt sem hægt var að reyna. Það var ekki búið að tala við okkur, ekki búið að fá okkur til að koma í fjáröflun af fullum krafti eða láta vita að fjárhagsvandræðin væru af þessari stærðargráðu.“ Hún er vægast sagt ósátt með þessa ákvörðun handknattleiksdeildar ÍR, að leggja kvennaliðið niður. ÍR er í 6. sæti Grill 66 deildar kvenna.mynd/ír „Ég var ógeðslega sár og reið. Ég hef þjálfað ungu stelpurnar og verið í liðinu síðan það var sett upp síðast. Þetta er stanslaus barátta fyrir kvennahandbolta. Við erum ógeðslega sárar og reiðar og verst er að við höfum ekki fengið að gera neitt í þessu; ekki að berjast fyrir því kvennaliðinu verði haldið uppi,“ sagði Margrét. Hún efast um að rekstur kvennaliðsins sé að sliga handknattleiksdeild ÍR. „Þetta er ekki dýrt lið að reka. Þetta er ekki sambærilegt við karlaliðið. Ég held að með smá baráttu og fá fólkið með hefði þetta ekki þurft að fara svona. Við erum að reyna að koma í veg fyrir að þetta fari svona. Við erum að sjá hvort við getum ekki nýtt meðbyrinn. Það er fullt af fólki sem er reitt og fullt af fólki sem er tilbúið að leggja þessu lið.“ Margrét segir að það hafi neikvæð áhrif á allt starf ÍR að vera ekki með kvennalið. „Ég myndi halda að yngri flokkarnir brotni að einhverju leyti við að missa meistaraflokkinn. Mér finnst skipta máli að það sé meistaraflokkur í ÍR, að ÍR sé bæði með karla- og kvennalið. Það á að vera rekstur á báðu, ekki bara karlaliði og svo kvennaliði til viðbótar. Ég trúi ekki að það séu engin fyrirtæki eða aðilar þarna úti sem vilja styrkja kvennahandbolta,“ sagði Margrét sem er ekki á launum og segir að það sama eigi væntanlega við um flesta leikmenn kvennaliðsins. Margrét segist vera þakklát fyrir stuðninginn sem ÍR hefur fengið undanfarna daga. Bikarmeistarar Fram buðust m.a. til að spila fjáröflunarleik við ÍR í Austurberginu. „Vonandi getum við haldið þessu liði úti og að sjálfsögðu þökkum við alla hjálp. Handboltasamfélagið er ekki tilbúið að samþykkja að kvennaliði sé hent út. Það er geggjað og stuðningurinn er frábær,“ sagði Margrét. Viðtalið við Margréti má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Ekki rætt við leikmenn ÍR áður en kvennaliðið var lagt niður Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild kvenna Sportið í dag Reykjavík Tengdar fréttir Seinni bylgjan: „Finnst þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og verið að gefa skít í kvennaboltann“ Einar Jónsson, þjálfari norska liðsins Bergøy, skilur ekkert í handknattleiksdeild ÍR að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu og segir ákvörðunina asnalega. Hann segir að hún skjóti skökku við. 31. mars 2020 09:00 Berglind segir ÍR-ingum að skoða jafnréttisstefnu sína Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar í fótbolta og uppalinn ÍR-ingur, harmar þá ákvörðun síns gamla félags að leggja niður kvennalið ÍR í handbolta. 30. mars 2020 20:00 Framkonur vilja hjálpa ÍR að halda úti kvennaliði Fram hefur boðist til að leika fjáröflunarleik við ÍR svo félagið geti haldið úti kvennaliði. 30. mars 2020 14:13 ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
Leikmenn kvennaliðs ÍR í handbolta eru ósáttir við þá ákvörðun handknattleiksdeildar félagsins að draga liðið úr keppni fyrir næsta tímabil. Leikmenn ÍR voru ekki hafðir með í ráðum þegar komist var að þessari niðurstöðu. Þeir halda í vonina um að kvennaliðið fái að keppa áfram á Íslandsmótinu. „Við fengum póst á Facebook. Kiddi [þjálfari ÍR] var búinn að hringja í nokkra leikmenn kvöldið áður og láta þá vita. En stór hluti hópsins fékk ekki að vita þetta fyrr en það kom tilkynning frá formanninum á Facebook,“ sagði Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður ÍR, í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportinu í dag. „Því miður lét enginn vita og okkar tilfinning er að ekki hafi verið búið að reyna allt sem hægt var að reyna. Það var ekki búið að tala við okkur, ekki búið að fá okkur til að koma í fjáröflun af fullum krafti eða láta vita að fjárhagsvandræðin væru af þessari stærðargráðu.“ Hún er vægast sagt ósátt með þessa ákvörðun handknattleiksdeildar ÍR, að leggja kvennaliðið niður. ÍR er í 6. sæti Grill 66 deildar kvenna.mynd/ír „Ég var ógeðslega sár og reið. Ég hef þjálfað ungu stelpurnar og verið í liðinu síðan það var sett upp síðast. Þetta er stanslaus barátta fyrir kvennahandbolta. Við erum ógeðslega sárar og reiðar og verst er að við höfum ekki fengið að gera neitt í þessu; ekki að berjast fyrir því kvennaliðinu verði haldið uppi,“ sagði Margrét. Hún efast um að rekstur kvennaliðsins sé að sliga handknattleiksdeild ÍR. „Þetta er ekki dýrt lið að reka. Þetta er ekki sambærilegt við karlaliðið. Ég held að með smá baráttu og fá fólkið með hefði þetta ekki þurft að fara svona. Við erum að reyna að koma í veg fyrir að þetta fari svona. Við erum að sjá hvort við getum ekki nýtt meðbyrinn. Það er fullt af fólki sem er reitt og fullt af fólki sem er tilbúið að leggja þessu lið.“ Margrét segir að það hafi neikvæð áhrif á allt starf ÍR að vera ekki með kvennalið. „Ég myndi halda að yngri flokkarnir brotni að einhverju leyti við að missa meistaraflokkinn. Mér finnst skipta máli að það sé meistaraflokkur í ÍR, að ÍR sé bæði með karla- og kvennalið. Það á að vera rekstur á báðu, ekki bara karlaliði og svo kvennaliði til viðbótar. Ég trúi ekki að það séu engin fyrirtæki eða aðilar þarna úti sem vilja styrkja kvennahandbolta,“ sagði Margrét sem er ekki á launum og segir að það sama eigi væntanlega við um flesta leikmenn kvennaliðsins. Margrét segist vera þakklát fyrir stuðninginn sem ÍR hefur fengið undanfarna daga. Bikarmeistarar Fram buðust m.a. til að spila fjáröflunarleik við ÍR í Austurberginu. „Vonandi getum við haldið þessu liði úti og að sjálfsögðu þökkum við alla hjálp. Handboltasamfélagið er ekki tilbúið að samþykkja að kvennaliði sé hent út. Það er geggjað og stuðningurinn er frábær,“ sagði Margrét. Viðtalið við Margréti má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Ekki rætt við leikmenn ÍR áður en kvennaliðið var lagt niður Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild kvenna Sportið í dag Reykjavík Tengdar fréttir Seinni bylgjan: „Finnst þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og verið að gefa skít í kvennaboltann“ Einar Jónsson, þjálfari norska liðsins Bergøy, skilur ekkert í handknattleiksdeild ÍR að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu og segir ákvörðunina asnalega. Hann segir að hún skjóti skökku við. 31. mars 2020 09:00 Berglind segir ÍR-ingum að skoða jafnréttisstefnu sína Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar í fótbolta og uppalinn ÍR-ingur, harmar þá ákvörðun síns gamla félags að leggja niður kvennalið ÍR í handbolta. 30. mars 2020 20:00 Framkonur vilja hjálpa ÍR að halda úti kvennaliði Fram hefur boðist til að leika fjáröflunarleik við ÍR svo félagið geti haldið úti kvennaliði. 30. mars 2020 14:13 ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
Seinni bylgjan: „Finnst þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og verið að gefa skít í kvennaboltann“ Einar Jónsson, þjálfari norska liðsins Bergøy, skilur ekkert í handknattleiksdeild ÍR að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu og segir ákvörðunina asnalega. Hann segir að hún skjóti skökku við. 31. mars 2020 09:00
Berglind segir ÍR-ingum að skoða jafnréttisstefnu sína Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar í fótbolta og uppalinn ÍR-ingur, harmar þá ákvörðun síns gamla félags að leggja niður kvennalið ÍR í handbolta. 30. mars 2020 20:00
Framkonur vilja hjálpa ÍR að halda úti kvennaliði Fram hefur boðist til að leika fjáröflunarleik við ÍR svo félagið geti haldið úti kvennaliði. 30. mars 2020 14:13
ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30