Lífið

Guðrún Árný hljóðritaði aftur lagið fyrir eldri konu á hjúkrunarheimili

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðrún Árný hefur í áraraðir verið vinsæl söngkona og tónlistarkennari.
Guðrún Árný hefur í áraraðir verið vinsæl söngkona og tónlistarkennari.

„Mikið fékk ég dásamlegt símtal í dag. Símtal frá fjölskyldu sem er að búa til fjölskylduvídeó fyrir ömmu þeirra sem er á hjúkrunarheimili. Þar sem Rósin er hennar uppáhalds lag, vildu þau athuga hvort þau mættu nota mína útgáfu af lagin,“ skrifar Guðrún Árný Karlsdóttir, söngkona og tónlistarkennari, í færslu á Facebook í fyrradag. Þar birtir hún nýja útgáfu af laginu. Rósin er ljóð eftir Guðmund G. Halldórsson og samdi Friðrik Jónsson lagið.

„Ég ákvað að taka lagið bara upp aftur þar sem hin útgáfan er orðin 8 ára og hljóðgæðin ekki upp á marga fiska. Ég spilaði píanóið inn fyrst, söng yfir og tók vídeó í gamni. Þau fengu hljóðfælinn sendan sér til að setja undir vídeóið sitt. Rósin er eitt af mínum uppáhalds lögum, þetta er það lag sem ég er hvað oftast beðin um þessa dagana.“

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×