Nýskráningum bíla fjölgaði um 28% í febrúar Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2017 10:04 Alls voru 1.343 fólksbílar nýskráðir í febrúar og er það 28% meiri sala heldur en í febrúar á síðasta ári, er salan nam 1.048 bílum. Bílasala það sem af er ári er orðin 2.575 bílar, en var 2.267 í fyrra, aukning um 13,6%. Ef sala sendibíla er talin með var heildarsalan 1.465 bílar. Af þessum 1.465 seldu bílum voru 419 seldir af BL og hefur umboðið aukið hlutdeild sína um 17% það sem af er ári og alls selt 820 bíla. Enn betur hefur þó Brimborg gert, en söluaukning þar á bæ er 27%. Samkvæmt skráningartölum Samgöngustofu voru merki BL með 28,7% hlutdeild í febrúar og það sem af er árinu er hlutdeildin 28,8% á heildarmarkaði fólks- og sendibíla. Næst söluhæsta umboðið er Brimborg með 478 selda bíla, Toyota með 444, Askja með 426 og Hekla með 394. Hlutdeild Brimborgar það sem af er ári er 16,8%, Toyota 15,6%, Öskju 15,0% og Heklu 13,8%. Nýskráningar bílaleigubíla voru 18% fleiri í febrúar heldur en í sama mánuði 2016, en þó 23 prósentum færri sé litið til janúar og febrúar samanlagt. Alls voru 469 bílar nýskráðir bílaleigunum í febrúar, samanborið við 397 í sama mánuði 2016. Toyota er mest selda eina bílategundin á þessum fyrstu tveim mánuðum ársins með 390 bíla og þar fast á eftir í öðru sæti kemur Kia með 346 bíla. Vinsælasti liturinn á bílum þessa fyrstu mánuðum ársins er hvítur en af heildarskráningum ársins eru 573 bílar hvítir, segir í frétt frá Bílgreinsambandinu. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent
Alls voru 1.343 fólksbílar nýskráðir í febrúar og er það 28% meiri sala heldur en í febrúar á síðasta ári, er salan nam 1.048 bílum. Bílasala það sem af er ári er orðin 2.575 bílar, en var 2.267 í fyrra, aukning um 13,6%. Ef sala sendibíla er talin með var heildarsalan 1.465 bílar. Af þessum 1.465 seldu bílum voru 419 seldir af BL og hefur umboðið aukið hlutdeild sína um 17% það sem af er ári og alls selt 820 bíla. Enn betur hefur þó Brimborg gert, en söluaukning þar á bæ er 27%. Samkvæmt skráningartölum Samgöngustofu voru merki BL með 28,7% hlutdeild í febrúar og það sem af er árinu er hlutdeildin 28,8% á heildarmarkaði fólks- og sendibíla. Næst söluhæsta umboðið er Brimborg með 478 selda bíla, Toyota með 444, Askja með 426 og Hekla með 394. Hlutdeild Brimborgar það sem af er ári er 16,8%, Toyota 15,6%, Öskju 15,0% og Heklu 13,8%. Nýskráningar bílaleigubíla voru 18% fleiri í febrúar heldur en í sama mánuði 2016, en þó 23 prósentum færri sé litið til janúar og febrúar samanlagt. Alls voru 469 bílar nýskráðir bílaleigunum í febrúar, samanborið við 397 í sama mánuði 2016. Toyota er mest selda eina bílategundin á þessum fyrstu tveim mánuðum ársins með 390 bíla og þar fast á eftir í öðru sæti kemur Kia með 346 bíla. Vinsælasti liturinn á bílum þessa fyrstu mánuðum ársins er hvítur en af heildarskráningum ársins eru 573 bílar hvítir, segir í frétt frá Bílgreinsambandinu.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent