Pistlar halda áfram að berast frá Kára Kristjáni Kristjánssyni úr skúrnum í Vestmannaeyjum og í Sportinu í dag var sýndur þáttur númer sex í fyrstu seríu.
Kári hefur slegið í gegn með pistlum úr bílskúrnum heima í Vestmannaeyjum eftir að hann greindist með kórónuveiruna en hann byrjaði innslag dagsins á því að láta áhorfendur vita að hann væri frjáls. Það gerði hann með skemmtilegum söng.
Síðan beindi hann meðal annars spjótum sínum að teikningum á Kókómjólkinni, ferð norður á Akureyri þar sem Skittles var með í för, Vængi Júpiters, Big Red og svo margt, margt fleira.
Enn eitt frábæra innslag Kára má sjá hér að neðan.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.