Innlent

Fæstir fá skattaívilnun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ragnheiður Davíðsdóttir.
Ragnheiður Davíðsdóttir. vísir/gva
„Okkar reynsla hjá Krafti og Krabbameinsfélaginu er sú að fólk hefur sótt um þetta og yfirleitt fengið höfnun. Þá veltir maður fyrir sér hversu litlar tekjur fólk þarf að hafa til að eiga möguleika á að fá svona fyrirgreiðslu. Það virðist ekki vera raunhæfur möguleiki,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri Krafts.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var sagt frá tveggja barna föður sem berst við ristilkrabbamein. Við síðustu skattskil sótti hann um ívilnun vegna hluta þess kostnaðar sem fjölskyldan hefur lagt út fyrir lyfjum og lækniskostnaði, rúmar 624 þúsund krónur. Frjálst mat stjórnvalds ræður því hverjir fá skattaívilnun vegna veikinda, lyfja og lækniskostnaðar.

„Ef það er geðþóttaákvörðun hjá fulltrúum ríkisskattstjóra hverjir fá lækkun og hverjir ekki þá finnst manni líklegt að ríkið gæti sinna eigin hagsmuna,“ segir Ragnheiður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×