Ótrúleg sigurganga Liverpool heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. janúar 2020 22:00 Firmino fagnar sigurmarki sínu í kvöld. vísir/getty Ótrúleg sigurganga Liverpool heldur áfram í ensku úrvalsdeildinni en það virtist sem liðið þyrfti að sætta sig við stig á Molineux-leikvanginum í kvöd. Svo reyndist ekki en Roberto Firmino skoraði sigurmarkið þegar skammt var til leiksloka. Lokatölur 2-1 Liverpool og í vil og liðið komið með níu fingur á hinn eftirsótta Englandsmeistaratitil. Liverpool byrjaði leikinn vel líkt og svo oft áður en Wolves er fyrirmunað að skora fyrst í leikjum sínum. Enn á ný voru föst leikatriði og hægri fóturinn á Trent Alexander-Arnold gulls ígildi en á 8. mínútu leiksins fékk Liverpool hornspyrnu. Alexander-Arnold tók spyrnuna beint á kollinn, og öxlina reyndar, á Jordan Henderson og þaðan flaug knötturinn í netið. Rui Patricio, markvörður Wolves, náði að slæma hendi í knöttinn en ekki nægilega vel til að stöðva hann á leið sinni í netið. Var það eina mark fyrri hálfleiks en heimamenn fengu fín færi til að jafna metin en allt kom fyrir ekki áður en flautan gall. Sadio Mané virtist hins vegar togna eftir rúmlega hálftíma leik. Í stað hans kom hinn japanski Takumi Minamino. Wolves voru töluvert sterkari aðilinn framan af í síðari hálfleik og strax á 51. mínútu jafnaði Raul Jiminez metin fyrir Wolves með frábærum skalla eftir góða sendingu Adama Traore. Í kjölfarið fengu heimamenn tvö góð færi til að komast yfir en Alisson varði vel í marki Liverpool og hélt stöðunni í 1-1. Roberto Firmino gerði sig svo líklegan á 82. mínútu en Rui Patricio varði vel. Portúgalinn gat hins vegar ekkert gert í skoti Firmino tveimur mínútum síðar en hann hafði þá fengið sendingu frá Jordan Henderson innan vítateigs Wolves. Eftir góða móttöku þá hamraði Firmino knettinum í netið með vinstri fæti. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Ótrúleg sigurganga Liverpool heldur því áfram en liðið en liðið hefur unnið 22 leiki af þeim 23 sem það hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Liverpool eru því með 67 stig á toppi deildarinnar, 16 stigum á undan Manchester City ásamt því að eiga leik til góða. Wolves eru sem fyrr í 7. sæti með 34 stig. Enski boltinn
Ótrúleg sigurganga Liverpool heldur áfram í ensku úrvalsdeildinni en það virtist sem liðið þyrfti að sætta sig við stig á Molineux-leikvanginum í kvöd. Svo reyndist ekki en Roberto Firmino skoraði sigurmarkið þegar skammt var til leiksloka. Lokatölur 2-1 Liverpool og í vil og liðið komið með níu fingur á hinn eftirsótta Englandsmeistaratitil. Liverpool byrjaði leikinn vel líkt og svo oft áður en Wolves er fyrirmunað að skora fyrst í leikjum sínum. Enn á ný voru föst leikatriði og hægri fóturinn á Trent Alexander-Arnold gulls ígildi en á 8. mínútu leiksins fékk Liverpool hornspyrnu. Alexander-Arnold tók spyrnuna beint á kollinn, og öxlina reyndar, á Jordan Henderson og þaðan flaug knötturinn í netið. Rui Patricio, markvörður Wolves, náði að slæma hendi í knöttinn en ekki nægilega vel til að stöðva hann á leið sinni í netið. Var það eina mark fyrri hálfleiks en heimamenn fengu fín færi til að jafna metin en allt kom fyrir ekki áður en flautan gall. Sadio Mané virtist hins vegar togna eftir rúmlega hálftíma leik. Í stað hans kom hinn japanski Takumi Minamino. Wolves voru töluvert sterkari aðilinn framan af í síðari hálfleik og strax á 51. mínútu jafnaði Raul Jiminez metin fyrir Wolves með frábærum skalla eftir góða sendingu Adama Traore. Í kjölfarið fengu heimamenn tvö góð færi til að komast yfir en Alisson varði vel í marki Liverpool og hélt stöðunni í 1-1. Roberto Firmino gerði sig svo líklegan á 82. mínútu en Rui Patricio varði vel. Portúgalinn gat hins vegar ekkert gert í skoti Firmino tveimur mínútum síðar en hann hafði þá fengið sendingu frá Jordan Henderson innan vítateigs Wolves. Eftir góða móttöku þá hamraði Firmino knettinum í netið með vinstri fæti. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Ótrúleg sigurganga Liverpool heldur því áfram en liðið en liðið hefur unnið 22 leiki af þeim 23 sem það hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Liverpool eru því með 67 stig á toppi deildarinnar, 16 stigum á undan Manchester City ásamt því að eiga leik til góða. Wolves eru sem fyrr í 7. sæti með 34 stig.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti