Við munum Magnús Guðmundsson skrifar 9. ágúst 2017 07:00 Fyrir aðeins sjötíu og tveimur árum kviknaði í himninum yfir japanskri borg, í annað sinn á örfáum dögum, og síðan splundraðist allt. Heimili, skólar og vinnustaðir – allt tættist í sundur og logaði. Manneskjur í björtu báli. Lyktin af brunnu holdi fyllti vit þeirra sem lifðu og þjáningaróp hlustir. Ein borg, ein sprengja og engu eirt var hið algjöra hryðjuverk sem sagði: Sjáðu hvað við getum gert og gerum. Japan gafst upp og í dag efast engin heilvita manneskja um eyðilegginguna, dauðann, sársaukann og skelfileg eftirköstin af kjarnorkusprengjunum sem Bandaríkin sprengdu yfir Hírósíma og Nagasakí. Samt er heimurinn fullur af kjarnavopnum og það geisa í sífellu styrjaldir með öllum þeim hörmungum sem fylgja. Kjarnavopnum er ekki beitt en allt frá því sprengjurnar sprungu yfir Hírósíma og Nagasakí hefur ógnin verið til staðar og möguleikinn fyrir hendi. Valdið til þess beita kjarnavopnum hefur á þessum áratugum verið í höndum ríkisstjórna og þjóðarleiðtoga stórvelda sem njóta stuðnings fámennari og jafnvel herlausra þjóða á borð við Íslendinga. Þjóða sem hafa sameinast yfir fælingarmætti kjarnorkusprengjunnar í vissu um að henni verði aldrei aftur beitt. Það er galið af þeirri einföldu ástæðu að stórveldum er illa treystandi. Um það eru ótal dæmi. Á síðasta ári sagðist Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, aðspurð vera tilbúin til þess að beita kjarnavopnum og drepa með þeim hundruð þúsunda teldi hún það nauðsynlegt. Það sem einn þjóðarleiðtogi telur nauðsynlegt getur þannig reynst hundruðum þúsunda eða jafnvel milljónum banvænt. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þykir ekki ólíklegastur þjóðarleiðtoga til þess að grípa til kjarnavopna og þá ekki síst í samskiptum við Norður-Kóreu og ekki er nú minni belgingurinn á þeim bænum. Stórveldi hafa löngum verið viljugri og líklegri til þess að stofna til styrjalda en smáríki, rétt eins og stjórnvöld blása til hernaðar en ekki almenningur. Hinir vanmáttugu og valdalausu vilja frið en það er ekki endilega svo með valdið og þess vegna er það líka smáríkjanna og alþýðunnar að muna og minna á. Þess vegna verður kertum fleytt í kvöld til þess að minnast þess sem gerðist og andæfa því sem getur gerst en er um leið óbærileg tilhugsun. Margar litlar þjóðir geta saman lagt sitt á vogarskálarnar til þess að svo megi aldrei verða. Fyrir skömmu skrifuðu 122 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna undir sáttmála um að kjarnavopn verði bönnuð í heiminum en auðvitað stóðu herveldin sjálf utan þess samkomulags. Það gerði Ísland líka og kaus að elta vilja NATO. Þess er samt óskandi að Alþingi og ríkisstjórn Íslands finni hjá sér hugrekki til þess að leggja okkar lóð á þessa veigamiklu vogarskál. Því eftir öll þessi ár þá eru þarna enn endalaus megatonn sem bíða þess að eyða öllu lífi í borgum sem eru fullar af fólki sem hefur ekkert til saka unnið. Það er okkar allra að muna hvernig fór því enginn getur unnið sér það til sakar að eiga skilið eyðileggingu og grimmd kjarnorkusprengjunnar.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. ágúst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Fyrir aðeins sjötíu og tveimur árum kviknaði í himninum yfir japanskri borg, í annað sinn á örfáum dögum, og síðan splundraðist allt. Heimili, skólar og vinnustaðir – allt tættist í sundur og logaði. Manneskjur í björtu báli. Lyktin af brunnu holdi fyllti vit þeirra sem lifðu og þjáningaróp hlustir. Ein borg, ein sprengja og engu eirt var hið algjöra hryðjuverk sem sagði: Sjáðu hvað við getum gert og gerum. Japan gafst upp og í dag efast engin heilvita manneskja um eyðilegginguna, dauðann, sársaukann og skelfileg eftirköstin af kjarnorkusprengjunum sem Bandaríkin sprengdu yfir Hírósíma og Nagasakí. Samt er heimurinn fullur af kjarnavopnum og það geisa í sífellu styrjaldir með öllum þeim hörmungum sem fylgja. Kjarnavopnum er ekki beitt en allt frá því sprengjurnar sprungu yfir Hírósíma og Nagasakí hefur ógnin verið til staðar og möguleikinn fyrir hendi. Valdið til þess beita kjarnavopnum hefur á þessum áratugum verið í höndum ríkisstjórna og þjóðarleiðtoga stórvelda sem njóta stuðnings fámennari og jafnvel herlausra þjóða á borð við Íslendinga. Þjóða sem hafa sameinast yfir fælingarmætti kjarnorkusprengjunnar í vissu um að henni verði aldrei aftur beitt. Það er galið af þeirri einföldu ástæðu að stórveldum er illa treystandi. Um það eru ótal dæmi. Á síðasta ári sagðist Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, aðspurð vera tilbúin til þess að beita kjarnavopnum og drepa með þeim hundruð þúsunda teldi hún það nauðsynlegt. Það sem einn þjóðarleiðtogi telur nauðsynlegt getur þannig reynst hundruðum þúsunda eða jafnvel milljónum banvænt. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þykir ekki ólíklegastur þjóðarleiðtoga til þess að grípa til kjarnavopna og þá ekki síst í samskiptum við Norður-Kóreu og ekki er nú minni belgingurinn á þeim bænum. Stórveldi hafa löngum verið viljugri og líklegri til þess að stofna til styrjalda en smáríki, rétt eins og stjórnvöld blása til hernaðar en ekki almenningur. Hinir vanmáttugu og valdalausu vilja frið en það er ekki endilega svo með valdið og þess vegna er það líka smáríkjanna og alþýðunnar að muna og minna á. Þess vegna verður kertum fleytt í kvöld til þess að minnast þess sem gerðist og andæfa því sem getur gerst en er um leið óbærileg tilhugsun. Margar litlar þjóðir geta saman lagt sitt á vogarskálarnar til þess að svo megi aldrei verða. Fyrir skömmu skrifuðu 122 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna undir sáttmála um að kjarnavopn verði bönnuð í heiminum en auðvitað stóðu herveldin sjálf utan þess samkomulags. Það gerði Ísland líka og kaus að elta vilja NATO. Þess er samt óskandi að Alþingi og ríkisstjórn Íslands finni hjá sér hugrekki til þess að leggja okkar lóð á þessa veigamiklu vogarskál. Því eftir öll þessi ár þá eru þarna enn endalaus megatonn sem bíða þess að eyða öllu lífi í borgum sem eru fullar af fólki sem hefur ekkert til saka unnið. Það er okkar allra að muna hvernig fór því enginn getur unnið sér það til sakar að eiga skilið eyðileggingu og grimmd kjarnorkusprengjunnar.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. ágúst.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun