Lífið

Sjáðu myndirnar úr brúðkaupi Kristbjargar og Arons Einars

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Kristbjörg og Aron Einar.
Kristbjörg og Aron Einar. Vísir/Andri Marinó
Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, og Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, gengu í það heilaga síðdegis í dag. Athöfnin fór fram í Hallgrímskirkju. Hjónavígslunni verður að vonum ákaft fagnað að athöfninni lokinni í návist vina og ættingja en Kolfinna Von og Rúrík Gíslason verða í hlutverkum veislustjóra í brúðkaupsveislunni sem fram fer í kvöld.

Kristbjörg og Aron Einar hafa verið í sambandi í rúm fjögur ár og eiga þau soninn Ólíver Breka. Fjölskyldan er búsett í Cardiff í Wales þar sem Aron Einar spilar með liði borgarinnar. Kristbjörg kemur frá Reykjavík en Aron Einar kemur frá Akureyri þar sem hann tók sín fyrstu skref í knattspyrnu.

Einlægt bónorð

Í viðtali við Nýtt líf lýsti Kristbjörg því þegar Aron Einar bað hennar á þeirra fyrstu jólum saman í Cardiff. Hún segir Aron hafa verið „upptjúnaðan“ á meðan á borðhaldinu stóð. Þegar þau hafi lokið því að skiptast á gjöfum bað Aron Kristbjörgu um að fylgja sér á efri hæðina þar sem hann ætti eftir að gefa henni eina gjöf í viðbót.

Þegar upp var komið lýsir Kristbjörg því hvernig gólfið hafi verið þakið rósablöðum sem hafi leitt sig í lítið fataherbergi sem hann hafði skreytt með kertum. Þar skellti landsliðsfyrirliðinn sér á skeljarnar og bað Kristbjargar sem segir Aron vera sálufélaga sinn.

Andri Marinó, ljósmyndari fréttastofunnar, var viðstaddur athöfnina fyrr í kvöld og smellti af nokkrum myndum af brjúðhjónunum og gestum sem má sjá að neðan.

Vísir/Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó
Að neðan má svo sjá fleiri myndir með því að fletta til hliðar.

Vísir/Andri Marinó

Tengdar fréttir

Aron Einar niðurlægður í Laugum

Landsliðsfyrirliðinn stjórnaði Tabata tíma Laugum í hádeginu. Tíminn var hluti af steggjun fyrirliðans sem senn gengur í það heilaga.

Landsliðsstjörnur steggja Aron í New York

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á svo sannarlega skilið að taka sér smá frí eftir langt og strangt tímabil í ensku B-deildinni og ótrúlegan sigur á Króötum á Laugardalsvellinum á sunnudagskvöldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.