Íslendingar ekki mælst svartsýnni í sex ár Eiður Þór Árnason skrifar 25. febrúar 2020 20:00 Vísitalan er byggð á svörum Íslendinga 18 ára og eldri af öllu landinu. Vísir/vilhelm Íslendingar hafa ekki mælst svartsýnni til stöðu og framtíðarhorfa í efnahags- og atvinnulífinu í sex ár, ef marka má Væntingavísitölu Gallup. Vísitalan, sem uppfærð var í morgun, hefur lækkað um tæplega 20 stig í febrúarmánuði og mælist nú 75,3 stig. Fari talan niður fyrir 100 stig eru fleiri svarendur neikvæðir en jákvæðir. Vísitalan hefur nú ekki mælst lægri frá því í nóvember 2013 og hefur hún verið undir 100 stigum frá því í ágúst 2018. Allar undirvísitölur Væntingavísitölunnar lækka umtalsvert á milli mánaða og sú undirvísitala sem mælist lægst er mat neytenda á efnahagslífinu. Næst á eftir eru væntingar neytenda til næstu sex mánaða. Sjá einnig: Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Fram kemur í greiningu Íslandsbanka að ætla megi að helstu ástæður þessarar dýfu séu vaxandi órói á íslenskum vinnumarkaði sem ekki sjái fyrir endann á og útbreiðsla kórónuveirunnar sem nú herjar á heimsbyggðina. Þá er Væntingavísitalan sögð hafa talsvert forspárgildi fyrir skammtímaþróun einkaneyslu. Til að mynda hefur hægt á vexti einkaneyslu undanfarin misseri samhliða því að væntingar almennings hafa dökknað. „Þótt ekki sé hægt að draga sterkar ályktanir af mánaðarsveiflum í [Væntingavísitölu] bendir þróunin það sem af er ári fremur til þess að vöxtur einkaneyslu verði hægur, ef nokkur, á fyrsta fjórðungi ársins. Það fer svo væntanlega eftir því hvort horfur um þróun COVID-19 batna og staðan á vinnumarkaði róast með hækkandi sól hvort einkaneysluvöxturinn glæðist að nýju þegar líður á þetta ár,“ segir í greiningu Íslandsbanka. Efnahagsmál Skoðanakannanir Tengdar fréttir Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi Ingólfur Bender telur menn hafa brugðist of seint við versnandi efnahagshorfum. 5. febrúar 2020 11:43 Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Verulegar afbókanir hafa verið á hótelum hér á landi vegna kórónuveirunnar og fólk er uggandi vegna þróunarinnar að sögn talsmanns hóteleiganda. Öll félög í Kauphöllinni hafa lækkað tvo daga í röð. Forstjórinn segir það mjög óvenjulegt. 25. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Íslendingar hafa ekki mælst svartsýnni til stöðu og framtíðarhorfa í efnahags- og atvinnulífinu í sex ár, ef marka má Væntingavísitölu Gallup. Vísitalan, sem uppfærð var í morgun, hefur lækkað um tæplega 20 stig í febrúarmánuði og mælist nú 75,3 stig. Fari talan niður fyrir 100 stig eru fleiri svarendur neikvæðir en jákvæðir. Vísitalan hefur nú ekki mælst lægri frá því í nóvember 2013 og hefur hún verið undir 100 stigum frá því í ágúst 2018. Allar undirvísitölur Væntingavísitölunnar lækka umtalsvert á milli mánaða og sú undirvísitala sem mælist lægst er mat neytenda á efnahagslífinu. Næst á eftir eru væntingar neytenda til næstu sex mánaða. Sjá einnig: Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Fram kemur í greiningu Íslandsbanka að ætla megi að helstu ástæður þessarar dýfu séu vaxandi órói á íslenskum vinnumarkaði sem ekki sjái fyrir endann á og útbreiðsla kórónuveirunnar sem nú herjar á heimsbyggðina. Þá er Væntingavísitalan sögð hafa talsvert forspárgildi fyrir skammtímaþróun einkaneyslu. Til að mynda hefur hægt á vexti einkaneyslu undanfarin misseri samhliða því að væntingar almennings hafa dökknað. „Þótt ekki sé hægt að draga sterkar ályktanir af mánaðarsveiflum í [Væntingavísitölu] bendir þróunin það sem af er ári fremur til þess að vöxtur einkaneyslu verði hægur, ef nokkur, á fyrsta fjórðungi ársins. Það fer svo væntanlega eftir því hvort horfur um þróun COVID-19 batna og staðan á vinnumarkaði róast með hækkandi sól hvort einkaneysluvöxturinn glæðist að nýju þegar líður á þetta ár,“ segir í greiningu Íslandsbanka.
Efnahagsmál Skoðanakannanir Tengdar fréttir Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi Ingólfur Bender telur menn hafa brugðist of seint við versnandi efnahagshorfum. 5. febrúar 2020 11:43 Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Verulegar afbókanir hafa verið á hótelum hér á landi vegna kórónuveirunnar og fólk er uggandi vegna þróunarinnar að sögn talsmanns hóteleiganda. Öll félög í Kauphöllinni hafa lækkað tvo daga í röð. Forstjórinn segir það mjög óvenjulegt. 25. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi Ingólfur Bender telur menn hafa brugðist of seint við versnandi efnahagshorfum. 5. febrúar 2020 11:43
Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Verulegar afbókanir hafa verið á hótelum hér á landi vegna kórónuveirunnar og fólk er uggandi vegna þróunarinnar að sögn talsmanns hóteleiganda. Öll félög í Kauphöllinni hafa lækkað tvo daga í röð. Forstjórinn segir það mjög óvenjulegt. 25. febrúar 2020 19:00