Fjöldi matargesta: 4
Lúxus humarsúpa
Setjið súpuna í pott ásamt brandí og rjóma og látið sjóða við vægan hita í 10 mín.
Þykkið með smjörbollunni, setjið humarhalana og freyðivínið út í og berið strax fram.
Gott er að setja smá þeyttan rjóma ofan á súpuna áður en hún er borin fram.
0.5 l. rjómi
10 Stk. humarhalar , skornir í tvennt
1 Msk. brandí
1 dl. freyðivín
100 g. hveiti , smjörbolla
75 g. smjör , smjörbolla