Bíó og sjónvarp

Jackie Chan og vinkonur njóta Íslandsdvalarinnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stjörnurnar bregða á leik við tökur.
Stjörnurnar bregða á leik við tökur. Instagram síða Amyra Dastur
Tökur á nýrri mynd Jackie Chan, Kung Fu Yoga, virðast ganga vel ef marka má myndir og myndbönd sem lið leikara í myndinni hefur birt á Instagram. Þar má sjá aðalleikara við æfingar á jöklum og virðast allir í það minnsta skemmta sér vel.

Tökur á myndinni fara meðal annars fram í Skaftafelli og við Svínafellsjökul. Í myndinni mun Jackie Chan leika kínverska fornleifafræðinginn Jack sem reynir að finna týndan fjársjóð Magadha-veldisins ásamt indverska prófessornum Ashmita og aðstoðarmanninum Kyra.

Amyra Dastur og Disha Patani eru í aðalhlutverkum í myndinni og virðast kunna vel að meta Ísland ef marka má myndirnar að neðan.

Jackie Chan er ein helsta hasarstjarna samtímann þrátt fyrir að vera orðinn 62 ára gamall. Hann er með sex myndir í pípunum en ferill hans spannar ríflega 50 ár.

Jackie Chan bregður fyrir í þessu myndbandi

Guess who is sneaking behind! The two most beautiful things

A video posted by disha patani (@dishapatani) on

Flottur jökullinn

This beautiful place#shoot#shoot#glaciers#

A photo posted by disha patani (@dishapatani) on

Veðrið virðist hafa leikið við tökuliðið
Æfing í ísklifri
Hoppað af gleði

Time to climb the #glacier .... A perfect #Sunday #kungfuyoga #iceland #diaries

A photo posted by Amyra Dastur (@amyradastur93) on


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.