Rauðspretturúllur fylltar með humar
4 rauðsprettuflök meðalstór
4 humarhalar
1 laukur saxaður
2 dl. hvítvín
½ tsk kjötkraftur
½ tsk fiskikraftur
1 peli rjómi
Salt og pipar
Roðfléttið fiskinn, beinhreinsið og skerið í tvennt eftir beinagarðinum. Rúllið fisknum upp með einum humarhala og leggið í eldfast mót og stráið helmingnum af lauknum og tæplega helmingnum af hvítvíninu útí og kryddið með salti og pipar.
Setjið álpappír yfir fatið og bakið við 180° 20 mín.