Sport

Lét stöðva tennisleikinn vegna eðlu á stigatöflunni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Stöðva þurfti leik á Opna meistaramótinu í Miami í tennis fyrr í vikunni þegar tékkneski tenniskappinn Jiri Vesely kvartaði undan því að eðla sem væri fyrir aftan völlinn þar sem andstæðingurinn lék væri að trufla hann.

Um var að ræða leik Vesely gegn gamla brýninu Tommy Haas sem fór fram en staðan var jöfn fyrir lokasettið þegar eðla af Iguana-tegund birtist á stigatöflunni fyrir aftan Haas og Vesely var fljótur að biðja um að hún yrði fjarlægð.

Fór svo að starfsfólk reyndi að fjarlægja hana en eðlan var ekki á þeim nótunum og flúði inn á völlinn þar sem hún endaði á að finna leið út af vellinum og út í náttúruna á ný.

Var Vesely mjög sáttur að losna við eðluna en hann náði sér af þessu áfalli og vann einvígið að lokum.

Haas sá léttu hliðina á þessu og smellti í sjálfsmynd (e. selfie) með eðlunni en myndband frá þessu má sjá hér fyrir neðan sem og sjálfsmynd Haas með eðlunni.

Special selfie @miamiopen , thanks for coming out to watch some Tennis

A post shared by tommy haas (@tommyhaasofficial) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×