Lífið

Alfreð og Fríða eignuðust dóttur: „Maður gengur um á skýjum“

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason hefur ærna ástæðu til að fagna þessa dagana.
Alfreð Finnbogason hefur ærna ástæðu til að fagna þessa dagana. Vísir/EPA
Alfreð Finnbogason og Fríða Rún Einarsdóttir eignuðust á dögunum sitt fyrsta barn. Alfreð greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir að þau Fríða gætu ekki ekki verið ánægðari með komu stúlkunnar í heiminn og að þau hlakki til að takast á við þennan nýja kafla í lífi þeirra beggja.

Rætt var við Alfreð í útvarpsþættinum Fótbolti.net á Xinu þar sem honum var óskað hjartanlega til hamingju með frumburðinn. Aðspurður um hvernig honum liði sagði Alfreð að þetta væri „ólýsanleg tilfinning. Maður gengur um á skýjum."

Það ætti ekki að koma neinum á óvart ef dóttirin yrði afrekskona í íþróttum einn daginn en foreldrarnir hafa báðir getið sér gott orð í heimi íþróttanna; Alfreð í knattspyrnu og Fríða í fimleikum.

Sjá einnig: Alfreð Finnboga með flott mark í fyrsta leik eftir meiðslin

Síðustu dagar hafa verið sérstaklega gæfuríkir hjá framherjanum en Alfreð steig aftur á völlinn síðastliðinn fimmtudag eftir 6 mánaða baráttu við meiðsli. Ekki nóg með það heldur skoraði hann laglegt mark þar að auki.

Hér að neðan má heyra viðtalið við Alfreð en það hefst þegar um 10 mínútur eru eftir af þættinum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.