Lífið

Er að missa vitið á Pokémonþjálfurum en getur ekki hætt í leiknum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessi er háð Pokémon Go.
Þessi er háð Pokémon Go.
Kristen Tuff Scott er ekki mikill aðdáandi Pokémon Go leiksins eins og hún segir frá á YouTube rás sinni.

Hún byrjaði í leiknum til að losa sig við allar Pokémon-verurnar þar sem fólk var endalaust að mæta í vinnuna til hennar með símana á lofti og í leit.

Greinilega virkar leikurinn ekki þannig og fólkið hélt alltaf áfram að koma. Þetta hafði það í för með sér að Scott er orðin háð leiknum og getur ekki hætt. Hún segir skemmtilega frá þessu öllu saman í myndbandinu hér að neðan.

 

 


Tengdar fréttir

Stytta Einars Benediktssonar þjálfunarstöð Pokémona

Farsímaleikurinn Pokémon Go, þar sem söguheimur Pokémon og raunheimur mætast í raunverulegri töfraveröld, hefur slegið í gegn. Þó svo að leikurinn sé ekki enn fáanlegur á Íslandi má nú sjá fjölmarga eltast við framandi en þó krúttleg skrímsli um borg og bæi.

Á Pokémon-­veiðar með snjallsímanum

Ef þú sérð manneskju með andlitið grafið ofan í snjallsímann á þeysingi út um allt eru ágætis líkur á því að viðkomandi sé í þann mund að næla sér í sjaldgæfan Pokémon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.