Hreiðar Levý: Hræðsla hjá körfunni í KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2017 17:30 Hreiðar Levý var í íslenska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og brons á EM tveimur árum síðar. vísir/stefán Hreiðar Levý Guðmundsson er vonsvikinn yfir því að karlalið KR í handbolta hafi verið lagt niður. KR vann Víking í undanúrslitum umspils 1. deildar og var þannig með sæti víst í Olís-deildinni á næsta tímabili. Hreiðar er uppalinn í KR og var búinn að skrifa undir tveggja ára samning við félagið. Það verður hins vegar ekkert af því að hann leiki með uppeldisfélaginu á nýjan leik. „Þetta var mikill skellur,“ sagði Hreiðar í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. „Það átti að spýta í lófana. Ég, eins og allir, var búinn að hafa samband við fullt af leikmönnum til að við yrðum vel samkeppnishæfir. Svo kemur þetta eins og köld vatnsgusa,“ bætti Hreiðar við. Margir KR-ingar eru afar ósáttir með ákvörðunina að leggja handboltaliðið niður og Hreiðar er á sama máli. Hann segist ekki kaupa útskýringar um að aðstöðuleysi geri KR ómögulegt að tefla fram liði í efstu deild í handboltanum. „Það er augljóst að það er ekki vilji til að vera með handbolta þarna. Ég held að allar þessar útskýringar séu ákveðin yfirbreiða. Það er talað um aðstöðuleysi en það ætti að vera hægt að finna út úr því,“ sagði Hreiðar. „Ég þekki ekki alla söguna en ég held að þetta sé slagur milli deilda. Ef ég ætti að slengja einhverju fram gæti þetta verið hræðsla hjá körfunni um að missa eitthvað.“ Hreiðar segist hafa verið spenntur fyrir því að koma heim og hjálpa til við að byggja handboltann í KR upp. „Þetta er ömurlegt fyrir félagið og íþróttina sjálfa. Þetta leit vel út og fyrir mína parta myndi þetta bara stækka félagið og gera það betra. Það er dapurt að samherjar innan sama félags geti ekki reynt að styðja hvorn annan,“ sagði Hreiðar sem þarf núna að finna sér nýtt lið. „Ég býst við að finna mér nýtt lið og það er á byrjunarstigi. Maður er bara að átta sig á hlutunum. Svo þarf ég að klára mín mál með KR-ingunum. Ég er búinn að fá þó nokkuð af símtölum og skilaboðum frá öðrum liðum,“ sagði markvörðurinn öflugi að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir KR leggur handboltaliðið niður KR spilar ekki í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili þrátt fyrir að hafa unnið sér sæti í deildinni nú í vor. 13. maí 2017 13:44 Fyrirliði KR: Allir sem einn, nema handboltinn Eins og frá var greint fyrr í dag hefur meistaraflokkur karla í handbolta hjá KR verið lagður niður. 13. maí 2017 15:11 KR á ekki hús fyrir handboltaliðið sitt og gefur líklega eftir sæti sitt í efstu deild KR er búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla í handbolta í fyrsta sinn í langan tíma en nú lítur út fyrir að liðið muni þurfa að afsala sér sæti sínu vegna aðstöðuleysis í Vesturbænum. 12. maí 2017 08:00 Hreiðar Levy heim í KR Hreiðar Levy Guðmundsson, fyrrum markvörður íslenska handboltalandsliðsins til margra ára, hefur ákveðið að spila með KR á næstu leiktíð. 27. febrúar 2017 16:30 Hreiðar Levý á heimleið: Flytur til Reykjavíkur og ætlar í fasteignabransann Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn er búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Halden í Noregi. 17. febrúar 2017 17:00 Yfirgnæfandi líkur á fjölgun liða: Stjarnan og Víkingur næstu lið inn Víkingar eiga mjög líklega von á góðum fréttum í dag þegar deildaskipan fyrir næsta vetur í handboltanum verður gefin út. 15. maí 2017 06:00 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Hreiðar Levý Guðmundsson er vonsvikinn yfir því að karlalið KR í handbolta hafi verið lagt niður. KR vann Víking í undanúrslitum umspils 1. deildar og var þannig með sæti víst í Olís-deildinni á næsta tímabili. Hreiðar er uppalinn í KR og var búinn að skrifa undir tveggja ára samning við félagið. Það verður hins vegar ekkert af því að hann leiki með uppeldisfélaginu á nýjan leik. „Þetta var mikill skellur,“ sagði Hreiðar í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. „Það átti að spýta í lófana. Ég, eins og allir, var búinn að hafa samband við fullt af leikmönnum til að við yrðum vel samkeppnishæfir. Svo kemur þetta eins og köld vatnsgusa,“ bætti Hreiðar við. Margir KR-ingar eru afar ósáttir með ákvörðunina að leggja handboltaliðið niður og Hreiðar er á sama máli. Hann segist ekki kaupa útskýringar um að aðstöðuleysi geri KR ómögulegt að tefla fram liði í efstu deild í handboltanum. „Það er augljóst að það er ekki vilji til að vera með handbolta þarna. Ég held að allar þessar útskýringar séu ákveðin yfirbreiða. Það er talað um aðstöðuleysi en það ætti að vera hægt að finna út úr því,“ sagði Hreiðar. „Ég þekki ekki alla söguna en ég held að þetta sé slagur milli deilda. Ef ég ætti að slengja einhverju fram gæti þetta verið hræðsla hjá körfunni um að missa eitthvað.“ Hreiðar segist hafa verið spenntur fyrir því að koma heim og hjálpa til við að byggja handboltann í KR upp. „Þetta er ömurlegt fyrir félagið og íþróttina sjálfa. Þetta leit vel út og fyrir mína parta myndi þetta bara stækka félagið og gera það betra. Það er dapurt að samherjar innan sama félags geti ekki reynt að styðja hvorn annan,“ sagði Hreiðar sem þarf núna að finna sér nýtt lið. „Ég býst við að finna mér nýtt lið og það er á byrjunarstigi. Maður er bara að átta sig á hlutunum. Svo þarf ég að klára mín mál með KR-ingunum. Ég er búinn að fá þó nokkuð af símtölum og skilaboðum frá öðrum liðum,“ sagði markvörðurinn öflugi að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir KR leggur handboltaliðið niður KR spilar ekki í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili þrátt fyrir að hafa unnið sér sæti í deildinni nú í vor. 13. maí 2017 13:44 Fyrirliði KR: Allir sem einn, nema handboltinn Eins og frá var greint fyrr í dag hefur meistaraflokkur karla í handbolta hjá KR verið lagður niður. 13. maí 2017 15:11 KR á ekki hús fyrir handboltaliðið sitt og gefur líklega eftir sæti sitt í efstu deild KR er búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla í handbolta í fyrsta sinn í langan tíma en nú lítur út fyrir að liðið muni þurfa að afsala sér sæti sínu vegna aðstöðuleysis í Vesturbænum. 12. maí 2017 08:00 Hreiðar Levy heim í KR Hreiðar Levy Guðmundsson, fyrrum markvörður íslenska handboltalandsliðsins til margra ára, hefur ákveðið að spila með KR á næstu leiktíð. 27. febrúar 2017 16:30 Hreiðar Levý á heimleið: Flytur til Reykjavíkur og ætlar í fasteignabransann Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn er búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Halden í Noregi. 17. febrúar 2017 17:00 Yfirgnæfandi líkur á fjölgun liða: Stjarnan og Víkingur næstu lið inn Víkingar eiga mjög líklega von á góðum fréttum í dag þegar deildaskipan fyrir næsta vetur í handboltanum verður gefin út. 15. maí 2017 06:00 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
KR leggur handboltaliðið niður KR spilar ekki í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili þrátt fyrir að hafa unnið sér sæti í deildinni nú í vor. 13. maí 2017 13:44
Fyrirliði KR: Allir sem einn, nema handboltinn Eins og frá var greint fyrr í dag hefur meistaraflokkur karla í handbolta hjá KR verið lagður niður. 13. maí 2017 15:11
KR á ekki hús fyrir handboltaliðið sitt og gefur líklega eftir sæti sitt í efstu deild KR er búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla í handbolta í fyrsta sinn í langan tíma en nú lítur út fyrir að liðið muni þurfa að afsala sér sæti sínu vegna aðstöðuleysis í Vesturbænum. 12. maí 2017 08:00
Hreiðar Levy heim í KR Hreiðar Levy Guðmundsson, fyrrum markvörður íslenska handboltalandsliðsins til margra ára, hefur ákveðið að spila með KR á næstu leiktíð. 27. febrúar 2017 16:30
Hreiðar Levý á heimleið: Flytur til Reykjavíkur og ætlar í fasteignabransann Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn er búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Halden í Noregi. 17. febrúar 2017 17:00
Yfirgnæfandi líkur á fjölgun liða: Stjarnan og Víkingur næstu lið inn Víkingar eiga mjög líklega von á góðum fréttum í dag þegar deildaskipan fyrir næsta vetur í handboltanum verður gefin út. 15. maí 2017 06:00