Lífið

Alexander Rybak flytur ábreiðu af sigurlagi Salvador Sobral

Atli Ísleifsson skrifar
Alexander Rybak vann sigur í Eurovision árið 2009 með lagið Fairytale.
Alexander Rybak vann sigur í Eurovision árið 2009 með lagið Fairytale.
Fjölmargir hafa á síðustu dögum hyllt Portúgalann Salvador Sobral og lag hans sem bar sigur úr býtum á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fór í Kænugarði í Úkraínu á laugardag.

Hinn norski Alexander Rybak hefur nú bæst í þann hóp með því að birta myndband með eigin útgáfu af sigurlaginu Amar Pelos Dois.

Rybak vann sjálfur sigur í Eurovision árið 2009 með lagið Fairytale þar sem hann hafði meðal annars betur gegn Jóhönnu Guðrúnu og Is It True.

Rybak flytur Amar Pelos Dois á ensku og hafa þegar um um 650 þúsund manns horft á myndbandið á YouTube. Vel hefur verið tekið í útgáfu Rybak þar sem sumir segja útgáfuna betri en þá upprunalegu.

Sjá má útgáfu Rybak að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.