Dýrvitlaust á Bessastöðum! Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 9. júní 2016 09:30 Hér á landi er afar vinsælt að eiga gæludýr. Það þykir að mörgu leyti vera upplífgandi og skemmtilegt. Fréttablaðið hafði samband við forsetaframbjóðendur og fékk að kynnast gæludýrum þeirra. Halla Tómasdóttir „Moli er Coton-De-Tuléar, stundum kallaður Prinsinn frá Madagaskar. Hann er rúmlega ársgamall og var fermingargjöf til sonar okkur, sem átti þá einu ósk að eignast hund. Hann er hins vegar orðinn sameiginlegt barn okkar allra,“ segir Halla Tómasdóttir og bætir við að Mola finnist fátt betra en þegar fjölskyldan situr öll saman í sófanum með popp, sem er uppáhaldssnakkið hans. Hrifning Höllu á Mola leynir sér ekki og er óhætt að segja að hann veiti fjölskyldunni ómælda hamingju. „Moli passar sérstaklega vel upp á mömmu sína, það er að segja mig, og er ekkert alltof vel við að ókunnir karlmenn kyssi hana. Það er mikill leikur í honum, hann elskar að fara í eltingarleik og stelur gjarnan sokkunum okkar til að fá okkur til að elta sig og svo dansar hann eins og engill á afturlöppunum einum saman,“ segir Halla ánægð í bragði.Andri Snær og tíkin Whippet.Andri Snær Magnason Við fjölskyldan eigum þriggja ára Whippet-tík sem heitir Tromma“ segir Andri Snær Magnason og bætir við að hún hlaupi verulega hratt, eða á allt að 60 kílómetra hraða, en Whippet er þekktur fyrir mikinn hraða og snerpu. „Tromma er barngóð og virkilega blíð hún geltir nánast ekkert og það er mikill leikur í henni, ef hún hittir aðra hunda er hún alltaf til í spretthlaup,“ segir Andri. „Uppáhaldsmaturinn hennar er lifrarpylsa,“ segir Andri sem hefur mjöga gaman af Trommu. Whippet er mjósleginn hundur með snöggan en silkimjúkan feld. Þar sem þeir eru svo snögghærðir og hafa litla sem enga aukafitu getur þeim orðið verulega kalt. „Á veturna og á köldum dögum þarf Tromma að vera í kápu til þess að henni verði ekki kalt. Hún á sér uppáhaldskápu sem Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur prjónaði handa henni, hún er hlý og virkilega góð fyrir Trommu“ segir Andri. Hildur Þórðardóttir „Ég á svartan Labrador Retriever veiðihund sem verður átta ára núna í ágúst. Hún heitir Píla og er mjög klár. Hún hefur verið þjálfuð til veiðiprófs,“ segir Hildur Þórðardóttir. Labrador retriever eru góðir heimilishundar þegar þeir fá næga hreyfingu, til dæmis eins og sækja-æfingar á landi jafnt sem legi. „Píla er mikill vinur allra í fjölskyldunni, hún kemur fagnandi á móti manni þegar maður gengur inn á heimilið,“ segir Hildur og bætir við að Píla hafi sjálfstæðan vilja og þyki ekki gaman að boltaleikjum. En hún sé hins vegar alveg til í að rétta sér póstinn og inniskóna, enda fái hún verðlaun fyrir. „Hún er bara ein af fjölskyldunni en fær þó ekki að sofa uppí hjá okkur, hún kemur upp í sófa og hefur það gott með okkur,“ segir Hildur ánægð með Pílu.Sturla Jónsson „Það er kisa á heimilinu en hún er í eigu konu minnar, Aldísar Ernu Helgadóttur,“ segir Sturla Jónsson, spurður út í hvort hann eigi gæludýr. „Kisan heitir Svali og er rúmlega átta ára. Svali er frekar venjulegt fress en hann er með virkilega fallega litasamsetningu og er mjög skemmtilegur,“ segir Sturla. Líkt og víða annars staðar eru kettir vinsæl gæludýr á Íslandi. Oftar en ekki eru kisur frekar sjálfstæðar og láta lítið fara fyrir sér. Flestir kettir njóta þess vel fá eitthvað gott í gogginn og eiga auðvelt með að láta sína nánustu vita hvað það er sem þeir vilja helst. „Svali fær alltaf þetta venjulega kattafóður, það er best fyrir hann, en það kemur þó alveg fyrir á jólum og páskum að Aldís gefi honum rækjur, það má nú alveg segja að hann sé frekar dekraður hérna á heimilinu og það stökkva allir til fyrir hann,“ segir Sturla.Guðni Th. Jóhannesson „Kisan Títa ræður öllu á heimilinu og leyfir okkur að gista í húsinu. Það er mikill drottningarbragur yfir henni og hún vill fá þá virðingu sem henni finnst hún eiga skilið,“ segir Guðni og bætir við að hún sé þó elskuð af allri fjölskyldunni. „Aldurinn er farinn að færast yfir hann en Títa koma til okkar fyrir rúmum 10 árum, þegar ég ásamt dóttur minni Rut fórum í Kattholt þar sem hún féll fyrir þessum litla snjóhvíta hnoðra sem hún ákvað að gefa nafnið Afrótíta, með t-i, en því nafni var þó fljótlega breytt í Títa,“ segir Guðni glaður. Eins og flestir kettir kann Títa vel að meta góðan mat og þegar fjölskyldan gerir sér dagamun fær Títa harðfisk og kisunammi. „Henni líður einstaklega vel hjá okkur, hér er hugsað vel um hana,“ segir Guðni og bætir við að venjulega fái Títa þurrfóður sem er best fyrir hana.Elísabet Jökulsdóttir Keano og Zizou eru eru miklir vinir mínir þeir eru í eigu sonar míns Jökuls og eiginkonu hans Kristínar en ég kalla þá oft ömmuhundana mína,“ segir Elísabet jökulsdóttir um átta ára gamla Siberian Husky hundana sem hún gætir oft þegar ferðalög og annað eiga sér stað hjá eigunum þeirra. Ég var nú alltaf frekar smeik við þá til að byrja með, það var ekki fyrr en sonur minn sagði við mig, mamma þú mátt alveg vera hrædd, það var þá sem ég hætti að vera hrædd,“ segir Elísabet. Siberian Husky er hreinræktaður hundur, ekki villtur, hálfur úlfur eða blandaður. „Þeir fá ekki einu sinni að fara út á tröppur án þess að vera í bandi þeir hafa það vilt eðli og það er mikil forvitni í þeim,“ segir hún og bætir þó við að þeir séu þó mjög blíðir og góðir við börn. Elísabet hefur lítið sem ekkert getað hitt Keano og Zizou frá því hún fór á fullt í kosningabaráttunni og segir það taka á að hitta þá lítið. „Ég fékk tár í augun af söknuðu þeir gera svo mikið fyrir mig oftar en ekki líður mér eins og við séum þrír Husky hundar í göngutrúr, þegar ég er með þá en ég segi það bæði í gríni og alvöru, því maður breytist oft í það sem maður er að gera sem er bara skemmtilegt,“ segir Elísabet og bætir við að Keano og Zizou og hafa kennt sér margt.Davíð Oddson „Heimiliskötturinn heitir Frans og er 12 ára. Hann var villiköttur sem valdi sér okkur sem fjölskyldu. Frans býður reglulega gestum, sem eru kettir nágranna, í mat svo það eru margir aðrir kettir sem venja komu sína til okkar,“ segir Davíð Oddsson spurður út í gæludýr heimilisins. Davíð er mikill dýravinur og laðar að sér alls konar dýr, meðal annars er það mávurinn Mási sem hefur sótt hjónin heim í fjögur ár. „Mási er tryggur, prúður og gæfur. Hann kemur fyrstur máva að vori í Skerjafjörðinn,“ segir Davíð, en ásamt Mása býr hrafnafjölskylda í túninu við sumarhús þeirra hjóna sem Davíð hefur eining gaman af. „Þau koma einu sinni síðla sumars, hvert sumar, að húsinu og kynna afraksturinn, ungana sína, fyrir okkur,“ segir Davíð glaður í bragði.Guðrún Margrét Pálsdóttir „Neró er sex og hálfs árs fiðrildahundur, hann er alveg einstaklega kátur og skemmtilegur og óhætt að segja að hann sé einn af fjölskyldunni,“ segir Guðrún Margrét Pálsdóttir um hundinn sinn Neró sem fær gjarnan að sitja við kvöldverðaborðið með fjölskyldunni. Neró er lítill og fíngerður hundur en samkvæmt Guðrúnu er einstaklega fjörugur og vinalegur. „Þegar ég bíð honum í göngutúr, hleypur hann oft tíu hringi í kring um mig og heldur svo áfram að snúast um sjálfan sig svo kátur og glaður er hann þegar við förum út að ganga,“ segir Guðrún og hlær Neró fær fær yfirleitt þurrmat sem þykir mjög góður fyrir hann en þó kemur Guðrún honum oft á óvart með ýmsu góðgæti. „Hann fær stundum gulrætur og epli en það er mikið í uppáhaldi hjá honum,“ segir GuðrúnHildur Þórðardóttir „Ég á svartan Labrador Retriever veiðihund sem verður átta ára núna í ágúst. Hún heitir Píla og er mjög klár. Hún hefur verið þjálfuð til veiðiprófs,“ segir Hildur Þórðardóttir. Labrador retriever eru góðir heimilishundar þegar þeir fá næga hreyfingu, til dæmis eins og sækja-æfingar á landi jafnt sem legi. „Píla er mikill vinur allra í fjölskyldunni, hún kemur fagnandi á móti manni þegar maður gengur inn á heimilið,“ segir Hildur og bætir við að Píla hafi sjálfstæðan vilja og þyki ekki gaman að boltaleikjum. En hún sé hins vegar alveg til í að rétta sér póstinn og inniskóna, enda fái hún verðlaun fyrir. „Hún er bara ein af fjölskyldunni en fær þó ekki að sofa uppí hjá okkur, hún kemur upp í sófa og hefur það gott með okkur,“ segir Hildur ánægð með Pílu. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Hér á landi er afar vinsælt að eiga gæludýr. Það þykir að mörgu leyti vera upplífgandi og skemmtilegt. Fréttablaðið hafði samband við forsetaframbjóðendur og fékk að kynnast gæludýrum þeirra. Halla Tómasdóttir „Moli er Coton-De-Tuléar, stundum kallaður Prinsinn frá Madagaskar. Hann er rúmlega ársgamall og var fermingargjöf til sonar okkur, sem átti þá einu ósk að eignast hund. Hann er hins vegar orðinn sameiginlegt barn okkar allra,“ segir Halla Tómasdóttir og bætir við að Mola finnist fátt betra en þegar fjölskyldan situr öll saman í sófanum með popp, sem er uppáhaldssnakkið hans. Hrifning Höllu á Mola leynir sér ekki og er óhætt að segja að hann veiti fjölskyldunni ómælda hamingju. „Moli passar sérstaklega vel upp á mömmu sína, það er að segja mig, og er ekkert alltof vel við að ókunnir karlmenn kyssi hana. Það er mikill leikur í honum, hann elskar að fara í eltingarleik og stelur gjarnan sokkunum okkar til að fá okkur til að elta sig og svo dansar hann eins og engill á afturlöppunum einum saman,“ segir Halla ánægð í bragði.Andri Snær og tíkin Whippet.Andri Snær Magnason Við fjölskyldan eigum þriggja ára Whippet-tík sem heitir Tromma“ segir Andri Snær Magnason og bætir við að hún hlaupi verulega hratt, eða á allt að 60 kílómetra hraða, en Whippet er þekktur fyrir mikinn hraða og snerpu. „Tromma er barngóð og virkilega blíð hún geltir nánast ekkert og það er mikill leikur í henni, ef hún hittir aðra hunda er hún alltaf til í spretthlaup,“ segir Andri. „Uppáhaldsmaturinn hennar er lifrarpylsa,“ segir Andri sem hefur mjöga gaman af Trommu. Whippet er mjósleginn hundur með snöggan en silkimjúkan feld. Þar sem þeir eru svo snögghærðir og hafa litla sem enga aukafitu getur þeim orðið verulega kalt. „Á veturna og á köldum dögum þarf Tromma að vera í kápu til þess að henni verði ekki kalt. Hún á sér uppáhaldskápu sem Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur prjónaði handa henni, hún er hlý og virkilega góð fyrir Trommu“ segir Andri. Hildur Þórðardóttir „Ég á svartan Labrador Retriever veiðihund sem verður átta ára núna í ágúst. Hún heitir Píla og er mjög klár. Hún hefur verið þjálfuð til veiðiprófs,“ segir Hildur Þórðardóttir. Labrador retriever eru góðir heimilishundar þegar þeir fá næga hreyfingu, til dæmis eins og sækja-æfingar á landi jafnt sem legi. „Píla er mikill vinur allra í fjölskyldunni, hún kemur fagnandi á móti manni þegar maður gengur inn á heimilið,“ segir Hildur og bætir við að Píla hafi sjálfstæðan vilja og þyki ekki gaman að boltaleikjum. En hún sé hins vegar alveg til í að rétta sér póstinn og inniskóna, enda fái hún verðlaun fyrir. „Hún er bara ein af fjölskyldunni en fær þó ekki að sofa uppí hjá okkur, hún kemur upp í sófa og hefur það gott með okkur,“ segir Hildur ánægð með Pílu.Sturla Jónsson „Það er kisa á heimilinu en hún er í eigu konu minnar, Aldísar Ernu Helgadóttur,“ segir Sturla Jónsson, spurður út í hvort hann eigi gæludýr. „Kisan heitir Svali og er rúmlega átta ára. Svali er frekar venjulegt fress en hann er með virkilega fallega litasamsetningu og er mjög skemmtilegur,“ segir Sturla. Líkt og víða annars staðar eru kettir vinsæl gæludýr á Íslandi. Oftar en ekki eru kisur frekar sjálfstæðar og láta lítið fara fyrir sér. Flestir kettir njóta þess vel fá eitthvað gott í gogginn og eiga auðvelt með að láta sína nánustu vita hvað það er sem þeir vilja helst. „Svali fær alltaf þetta venjulega kattafóður, það er best fyrir hann, en það kemur þó alveg fyrir á jólum og páskum að Aldís gefi honum rækjur, það má nú alveg segja að hann sé frekar dekraður hérna á heimilinu og það stökkva allir til fyrir hann,“ segir Sturla.Guðni Th. Jóhannesson „Kisan Títa ræður öllu á heimilinu og leyfir okkur að gista í húsinu. Það er mikill drottningarbragur yfir henni og hún vill fá þá virðingu sem henni finnst hún eiga skilið,“ segir Guðni og bætir við að hún sé þó elskuð af allri fjölskyldunni. „Aldurinn er farinn að færast yfir hann en Títa koma til okkar fyrir rúmum 10 árum, þegar ég ásamt dóttur minni Rut fórum í Kattholt þar sem hún féll fyrir þessum litla snjóhvíta hnoðra sem hún ákvað að gefa nafnið Afrótíta, með t-i, en því nafni var þó fljótlega breytt í Títa,“ segir Guðni glaður. Eins og flestir kettir kann Títa vel að meta góðan mat og þegar fjölskyldan gerir sér dagamun fær Títa harðfisk og kisunammi. „Henni líður einstaklega vel hjá okkur, hér er hugsað vel um hana,“ segir Guðni og bætir við að venjulega fái Títa þurrfóður sem er best fyrir hana.Elísabet Jökulsdóttir Keano og Zizou eru eru miklir vinir mínir þeir eru í eigu sonar míns Jökuls og eiginkonu hans Kristínar en ég kalla þá oft ömmuhundana mína,“ segir Elísabet jökulsdóttir um átta ára gamla Siberian Husky hundana sem hún gætir oft þegar ferðalög og annað eiga sér stað hjá eigunum þeirra. Ég var nú alltaf frekar smeik við þá til að byrja með, það var ekki fyrr en sonur minn sagði við mig, mamma þú mátt alveg vera hrædd, það var þá sem ég hætti að vera hrædd,“ segir Elísabet. Siberian Husky er hreinræktaður hundur, ekki villtur, hálfur úlfur eða blandaður. „Þeir fá ekki einu sinni að fara út á tröppur án þess að vera í bandi þeir hafa það vilt eðli og það er mikil forvitni í þeim,“ segir hún og bætir þó við að þeir séu þó mjög blíðir og góðir við börn. Elísabet hefur lítið sem ekkert getað hitt Keano og Zizou frá því hún fór á fullt í kosningabaráttunni og segir það taka á að hitta þá lítið. „Ég fékk tár í augun af söknuðu þeir gera svo mikið fyrir mig oftar en ekki líður mér eins og við séum þrír Husky hundar í göngutrúr, þegar ég er með þá en ég segi það bæði í gríni og alvöru, því maður breytist oft í það sem maður er að gera sem er bara skemmtilegt,“ segir Elísabet og bætir við að Keano og Zizou og hafa kennt sér margt.Davíð Oddson „Heimiliskötturinn heitir Frans og er 12 ára. Hann var villiköttur sem valdi sér okkur sem fjölskyldu. Frans býður reglulega gestum, sem eru kettir nágranna, í mat svo það eru margir aðrir kettir sem venja komu sína til okkar,“ segir Davíð Oddsson spurður út í gæludýr heimilisins. Davíð er mikill dýravinur og laðar að sér alls konar dýr, meðal annars er það mávurinn Mási sem hefur sótt hjónin heim í fjögur ár. „Mási er tryggur, prúður og gæfur. Hann kemur fyrstur máva að vori í Skerjafjörðinn,“ segir Davíð, en ásamt Mása býr hrafnafjölskylda í túninu við sumarhús þeirra hjóna sem Davíð hefur eining gaman af. „Þau koma einu sinni síðla sumars, hvert sumar, að húsinu og kynna afraksturinn, ungana sína, fyrir okkur,“ segir Davíð glaður í bragði.Guðrún Margrét Pálsdóttir „Neró er sex og hálfs árs fiðrildahundur, hann er alveg einstaklega kátur og skemmtilegur og óhætt að segja að hann sé einn af fjölskyldunni,“ segir Guðrún Margrét Pálsdóttir um hundinn sinn Neró sem fær gjarnan að sitja við kvöldverðaborðið með fjölskyldunni. Neró er lítill og fíngerður hundur en samkvæmt Guðrúnu er einstaklega fjörugur og vinalegur. „Þegar ég bíð honum í göngutúr, hleypur hann oft tíu hringi í kring um mig og heldur svo áfram að snúast um sjálfan sig svo kátur og glaður er hann þegar við förum út að ganga,“ segir Guðrún og hlær Neró fær fær yfirleitt þurrmat sem þykir mjög góður fyrir hann en þó kemur Guðrún honum oft á óvart með ýmsu góðgæti. „Hann fær stundum gulrætur og epli en það er mikið í uppáhaldi hjá honum,“ segir GuðrúnHildur Þórðardóttir „Ég á svartan Labrador Retriever veiðihund sem verður átta ára núna í ágúst. Hún heitir Píla og er mjög klár. Hún hefur verið þjálfuð til veiðiprófs,“ segir Hildur Þórðardóttir. Labrador retriever eru góðir heimilishundar þegar þeir fá næga hreyfingu, til dæmis eins og sækja-æfingar á landi jafnt sem legi. „Píla er mikill vinur allra í fjölskyldunni, hún kemur fagnandi á móti manni þegar maður gengur inn á heimilið,“ segir Hildur og bætir við að Píla hafi sjálfstæðan vilja og þyki ekki gaman að boltaleikjum. En hún sé hins vegar alveg til í að rétta sér póstinn og inniskóna, enda fái hún verðlaun fyrir. „Hún er bara ein af fjölskyldunni en fær þó ekki að sofa uppí hjá okkur, hún kemur upp í sófa og hefur það gott með okkur,“ segir Hildur ánægð með Pílu.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira