Auðlindir, ófriður, spilling Þorvaldur Gylfason skrifar 9. júní 2016 07:00 Meðal þeirra tíu þjóðríkja sem eiga mestar olíulindir í tunnum talið er aðeins eitt lýðræðisríki, Kanada. Hin níu eru ýmist einræðisríki (Sádi-Arabía, Íran, Kúveit, Sameinuðu furstadæmin) eða fáræðisríki (Venesúela, Írak, Rússland, Nígería). Líbía er utan flokka, stjórnlaust land í uppnámi. Af þessum tíu löndum á Venesúela mesta olíu. Þar ríkir nú öngþveiti í efnahagsmálum og stjórnmálum. Fólkið lifir frá hendinni til munnsins. Hillurnar í mörgum búðum standa auðar. Hvernig gat þetta gerzt? Svarið er óstjórn, knúin áfram af auðfengnum olíugróða sem kynti undir ábyrgðarleysi og fyrirhyggjuleysi. Vitfirringin í hagstjórninni lýsir sér m.a. í því að bensínlítrinn í Caracas kostar túkall. Vandinn er ekki bundinn við Venesúelu. Öll hin löndin á listanum nema Sameinuðu furstadæmin hafa átt í ófriði ýmist út á við eða innan lands. Það er ekki tilviljun að sex þessara tíu landa eru í Austurlöndum nær, helzta ófriðarbæli heimsins. Átökin þar snúast að miklu leyti um yfirráð yfir olíulindum þótt annað sé látið í veðri vaka. Það er ekki heldur tilviljun að lýðræði á undir högg að sækja í öllum þessum löndum nema Kanada. Það stafar einkum af því að ríkjandi valdhafar reyna eftir föngum að sitja einir að auðlindunum og mega ekki til þess hugsa að hleypa öðrum að.Fjórar tölur: 80, 20, 10, 90 Þessi lýsing á erindi við Ísland. Alþingismenn kjósa enn að traðka á lýðræðinu til að þóknast sjálfum sér og útvegsmönnum frekar en að virða kröfu kjósenda um réttmætan arð almennings af auðlindum í þjóðareigu. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá 2012 lýstu 83% kjósenda stuðningi við auðlindir í þjóðareigu. Áratugum saman hafa skoðanakannanir leitt til svipaðrar niðurstöðu. Vilji þjóðarinnar blasir við. Fjórar aðrar tölur segja meira en mörg orð. Í Noregi hefur réttur eigandi olíuauðsins, norska þjóðin, leyst til sín að jafnaði um 80% af olíurentunni frá öndverðu og látið öðrum eftir 20% af rentunni. Á Íslandi er annað uppi: hér fær réttur eigandi sjávarauðlindarinnar aðeins 10% af sjávarrentunni í sinn hlut og Alþingi afhendir útvegsmönnum bróðurpartinn á silfurfati, 90%. Þessar fjórar tölur vitna um einbeittan ásetning – mér liggur við að segja brotavilja – Alþingis allar götur frá 1984. Hvað var nærtækara en að sækja fyrirmynd að hagkvæmri og réttlátri auðlindastjórn til Noregs? Áskoranir um það voru að engu hafðar. Norðmenn standa með pálmann í höndunum.Að kaupa sér atkvæði með annarra fé Orkan í iðrum Íslands hefur með líku lagi verið seld útlendingum um áratugaskeið á of lágu verði, svo lágu að því þurfti að halda leyndu fyrir réttum eiganda, þ.e. almenningi, þar til nýlega að stíflan brast. Stjórnmálamenn lofuðu kjósendum stóriðju fyrir kosningar til að kaupa sér atkvæði með annarra fé og tefldu þannig frá sér getunni til að semja um rétt verð fyrir orkuna sem er í orði kveðnu sameign fólksins í landinu og verður það fyrir víst þegar nýja stjórnarskráin nær loksins fram að ganga. Nær hefði verið að leita fyrirmyndar að heilbrigðum orkubúskap í Noregi. Hvað er sjálfsagðara en að réttur eigandi fái að vita á hvaða verði eigur hans eru seldar?Ísland skiptir máli Við þessa ófremd alla verður ekki lengur unað. Mælirinn er fullur. Alþingi er laskað líkt og löggjafarþing flestra olíulanda, þó ekki Noregs og Kanada. Útvegsfyrirtæki sem þekkja ekki annað en margra áratuga ríkisframfæri í gegnum kvótakerfið ausa fé í stjórnmálamenn og flokka, einkum núverandi ríkisstjórnarflokka svo sem fram kemur nú orðið í skýrslum Ríkisendurskoðunar, og halda úti siðvilltum dagblaðssnepli í þokkabót. Siðaveiklun Alþingis lýsir sér m.a. í því nú að margir þingmenn ræða nú upphátt og opinskátt hvort það borgi sig fyrir þá að efna hátíðlegt loforð ríkisstjórnarinnar um þingkosningar í haust. Alþingi á tveggja kosta völ. Annaðhvort þarf þingið að virða vilja þjóðarinnar í auðlindamálum og varðandi nýja stjórnarskrá eða lýðræðið í landinu heldur áfram að laskast með illum afleiðingum. Umheimurinn fylgist nú grannt með þróun mála hér heima vegna þess að Ísland skiptir máli þegar öllu er á botninn hvolft. Það verður að teljast framför frá fyrri tíð þegar íslenzkir stjórnmálamenn þóttust geta farið sínu fram án þess að það spyrðist til útlanda. Svo er ekki lengur. Grímulaus spilling í stjórnmálum og viðskiptum á Íslandi vekur athygli um allan heim. Löskun lýðræðisins mun skaða álit Íslands enn frekar út á við og slíta sundur friðinn heima fyrir ef Alþingi sér sig ekki um hönd í tæka tíð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Meðal þeirra tíu þjóðríkja sem eiga mestar olíulindir í tunnum talið er aðeins eitt lýðræðisríki, Kanada. Hin níu eru ýmist einræðisríki (Sádi-Arabía, Íran, Kúveit, Sameinuðu furstadæmin) eða fáræðisríki (Venesúela, Írak, Rússland, Nígería). Líbía er utan flokka, stjórnlaust land í uppnámi. Af þessum tíu löndum á Venesúela mesta olíu. Þar ríkir nú öngþveiti í efnahagsmálum og stjórnmálum. Fólkið lifir frá hendinni til munnsins. Hillurnar í mörgum búðum standa auðar. Hvernig gat þetta gerzt? Svarið er óstjórn, knúin áfram af auðfengnum olíugróða sem kynti undir ábyrgðarleysi og fyrirhyggjuleysi. Vitfirringin í hagstjórninni lýsir sér m.a. í því að bensínlítrinn í Caracas kostar túkall. Vandinn er ekki bundinn við Venesúelu. Öll hin löndin á listanum nema Sameinuðu furstadæmin hafa átt í ófriði ýmist út á við eða innan lands. Það er ekki tilviljun að sex þessara tíu landa eru í Austurlöndum nær, helzta ófriðarbæli heimsins. Átökin þar snúast að miklu leyti um yfirráð yfir olíulindum þótt annað sé látið í veðri vaka. Það er ekki heldur tilviljun að lýðræði á undir högg að sækja í öllum þessum löndum nema Kanada. Það stafar einkum af því að ríkjandi valdhafar reyna eftir föngum að sitja einir að auðlindunum og mega ekki til þess hugsa að hleypa öðrum að.Fjórar tölur: 80, 20, 10, 90 Þessi lýsing á erindi við Ísland. Alþingismenn kjósa enn að traðka á lýðræðinu til að þóknast sjálfum sér og útvegsmönnum frekar en að virða kröfu kjósenda um réttmætan arð almennings af auðlindum í þjóðareigu. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá 2012 lýstu 83% kjósenda stuðningi við auðlindir í þjóðareigu. Áratugum saman hafa skoðanakannanir leitt til svipaðrar niðurstöðu. Vilji þjóðarinnar blasir við. Fjórar aðrar tölur segja meira en mörg orð. Í Noregi hefur réttur eigandi olíuauðsins, norska þjóðin, leyst til sín að jafnaði um 80% af olíurentunni frá öndverðu og látið öðrum eftir 20% af rentunni. Á Íslandi er annað uppi: hér fær réttur eigandi sjávarauðlindarinnar aðeins 10% af sjávarrentunni í sinn hlut og Alþingi afhendir útvegsmönnum bróðurpartinn á silfurfati, 90%. Þessar fjórar tölur vitna um einbeittan ásetning – mér liggur við að segja brotavilja – Alþingis allar götur frá 1984. Hvað var nærtækara en að sækja fyrirmynd að hagkvæmri og réttlátri auðlindastjórn til Noregs? Áskoranir um það voru að engu hafðar. Norðmenn standa með pálmann í höndunum.Að kaupa sér atkvæði með annarra fé Orkan í iðrum Íslands hefur með líku lagi verið seld útlendingum um áratugaskeið á of lágu verði, svo lágu að því þurfti að halda leyndu fyrir réttum eiganda, þ.e. almenningi, þar til nýlega að stíflan brast. Stjórnmálamenn lofuðu kjósendum stóriðju fyrir kosningar til að kaupa sér atkvæði með annarra fé og tefldu þannig frá sér getunni til að semja um rétt verð fyrir orkuna sem er í orði kveðnu sameign fólksins í landinu og verður það fyrir víst þegar nýja stjórnarskráin nær loksins fram að ganga. Nær hefði verið að leita fyrirmyndar að heilbrigðum orkubúskap í Noregi. Hvað er sjálfsagðara en að réttur eigandi fái að vita á hvaða verði eigur hans eru seldar?Ísland skiptir máli Við þessa ófremd alla verður ekki lengur unað. Mælirinn er fullur. Alþingi er laskað líkt og löggjafarþing flestra olíulanda, þó ekki Noregs og Kanada. Útvegsfyrirtæki sem þekkja ekki annað en margra áratuga ríkisframfæri í gegnum kvótakerfið ausa fé í stjórnmálamenn og flokka, einkum núverandi ríkisstjórnarflokka svo sem fram kemur nú orðið í skýrslum Ríkisendurskoðunar, og halda úti siðvilltum dagblaðssnepli í þokkabót. Siðaveiklun Alþingis lýsir sér m.a. í því nú að margir þingmenn ræða nú upphátt og opinskátt hvort það borgi sig fyrir þá að efna hátíðlegt loforð ríkisstjórnarinnar um þingkosningar í haust. Alþingi á tveggja kosta völ. Annaðhvort þarf þingið að virða vilja þjóðarinnar í auðlindamálum og varðandi nýja stjórnarskrá eða lýðræðið í landinu heldur áfram að laskast með illum afleiðingum. Umheimurinn fylgist nú grannt með þróun mála hér heima vegna þess að Ísland skiptir máli þegar öllu er á botninn hvolft. Það verður að teljast framför frá fyrri tíð þegar íslenzkir stjórnmálamenn þóttust geta farið sínu fram án þess að það spyrðist til útlanda. Svo er ekki lengur. Grímulaus spilling í stjórnmálum og viðskiptum á Íslandi vekur athygli um allan heim. Löskun lýðræðisins mun skaða álit Íslands enn frekar út á við og slíta sundur friðinn heima fyrir ef Alþingi sér sig ekki um hönd í tæka tíð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.