Með því að strjúka handföng skálarinnar myndast mikill titringur.
Þeir Gavin Free og Daniel Gruchy hafa um ára bil skemmt notendum Youtube með því að taka upp hinar ýmsu athafnir á miklum hraða og í hárri upplausn á rásinni Slow Mo Guys. Nú síðast, eins og svo oft áður, léku þeir sér með vatn.
Þeir settu vatn í sérstaka skál sem framleidd er í Kína. Með því að nudda handföng skálarinnar má mynda titring sem lætur vatnið í raun skvettast upp úr skálinni.
Þetta lítur mun betur út en þetta hljómar. Þetta hljómar ekkert vel, en er magnað.