Sport

Jóhann og Freyja hlutskörpust

Freyja Sigurðardóttir sigraði í kvennaflokki
Freyja Sigurðardóttir sigraði í kvennaflokki Mynd/Hari

Mikil spenna var í karlaflokki þegar nýjir Íslandsmeistarar voru krýndir á Íslandsmótinu í Ice Fitnes sem fram fór í Laugardalshöllinni í gærkvöldi.

 Þrettán keppendur tóku þátt í karlaflokki og er óhætt að segja að þar hafikeppnin  verið tvísýn fram á síðustu sekúndu. Ívar Guðmundsson byrjaði best og hafði forystu eftir fyrstu tvær greinarnar en hann stórbætti Íslandsmetið í dýfum og upphýfingum. Ívar hífði sig 59 sinnum en gamla metið voru 55 upphífingar. Þá náði hann 55 dýfum og bætti gamla metið um 10 dýfur. Dýfur og upphífingar eru reiknaðar samanlagt og fékk Ívar því 114 samanlagt út úr þeim og bætti gamla metið um fjórtán.

 Í hraðaþrautinni var það hinn 22 ára Gunnar Steinþórsson sem náði besta tímanum en hann fór brautina á einni mínútu og 21 sekúndu og var aðeins einni sekúndu frá Íslandsmetinu. En samanburðurinn hefur mesta vægið í keppninni og þar var það Jóhann Pétur Hilmarsson, 35 ára matreiðslumaður og þriggja barna faðir frá Akranesi sem kom best út. Það varð til þess að hann Jóhann fór með sigur af hólmi í keppninni með 113 stig en næstu keppendur komu alveg í hælana á honum. Ívar Guðmundsson varð annar með 112 stig en Gunnar Steinþórsson varð þriðji með 111 stig.

 Það voru fjórir keppendur sem tóku þátt í kvennaflokki en þar var keppnin ekki eins jöfn og hjá körlunum. Freyja Sigurðardóttir vann þar öruggan samanlagðan sigur. Keppt var í fitnessgreip, armbeygjum og hraðaþraut í kvennaflokki. Freyja fór á kostum í hraðaþrautinni og bætti Íslandsmetið um nær 10 sekúndur. Hún sigraði samanburðinn einnig og varð fitnessmeistari kvenna með 34 stig. Eva Sveinsdóttir varð önnur og Rósa Björg Guðlaugsdóttir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×