Sport

A-lið Íslands sigraði

Menn tókust hart á í glímunni í dag eins og þessi mynd ber með sér
Menn tókust hart á í glímunni í dag eins og þessi mynd ber með sér Mynd/Vilhelm

A-lið Íslands hafði í dag sigur á fyrsta alþjóðlega glímumótinu sem haldið var hér á landi í dag í tilfefni af 100 ára afmæli Glímusambands Íslands. Alls tóku 60 glímumenn þátt í mótinu, þar af 20 erlendir, en keppt var í nýju íþróttahúsi Ármanns í Laugardalnum.

Keppendur í dag komu frá Svíþjóð, Danmörku, Hollandi, Þýskalandi og Belgíu og var mikið um fín tilþrif á mótinu. A-lið Íslands hafði sigur af hólmi eftir spennandi keppni við Svía og B og C lið Íslands urðu svo í þriðja og fjórða sæti á mótinu.

David Lundholm frá Svíþjóð var valinn besti glímukappi mótsins og Merlin Kools frá Hollandi sá efnilegasti. Þess má geta að íslensku liðin þrjú voru öll skipuð glímuköppum undir tvítugu, en erlendu liðin höfðu á að skipa reyndari mönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×