White Russian-bollakökur með Vodka-smjörkremi
Bollakökur
1¾ bolli sykur
225 g mjúkt smjör
3 bollar hveiti
½ bolli súrmjólk
¼ bolli Kahlua eða annar kaffilíkjör
1 msk. lyftiduft
2 tsk. vanilludropar
½ tsk. salt
4 stór egg
Hitið ofninn í 175°C. Blandið þurrefnum saman í skál og setjið til hliðar. Blandið smjöri og sykri vel saman í annarri skál, í 6 til 8 mínútur. Blandið 2 eggjum saman við, einu í einu og síðan helmingnum af þurrefnablöndunni. Blandið vel saman í tvær mínútur. Blandið súrmjólk og Kahlua saman í lítilli skál og bætið helmingnum af því saman við blönduna. Blandið síðan restinni af eggjunum saman við, einu í einu, svo þurrefnablöndunni og loks restinni af súrmjólkurblöndunni og vanilludropum. Hrærið vel saman. Bakið í 25 til 30 mínútur og leyfið kökunum að kólna.
Krem
115 g mjúkt smjör
4 bollar flórsykur
¼ bolli vodka
½ tsk. vanilludropar
Smá mjólk til að ná réttri þykkt á kremið.
Blandið öllu vel saman og skreytið kökurnar þegar þær eru orðnar kaldar. Til að gefa kökunum smá aukakikk er hægt að setja nokkra dropa af Kahlua ofan á kremið.
Fengið héðan.