Handbolti

Er þetta víti eða aukakast?

Fylkismönnum, og konum, var heitt í hamsi eftir leik Fylkis og Vals í átta liða úrslitum í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum, í gær.

Fylkir fékk tækifæri til þess að jafna metin er tæp mínúta var eftir. Fylkisstúlkur sóttu fast að marki og vildu fá víti. Aðeins aukakast var dæmt og einum leikmanni Vals vikið af velli.

Fylkir nýtti liðsmuninn ekki vel. Fékk dæmdan á sig ruðning og leiktíminn rann út. Valur í Höllina en Fylkir sat eftir með sárt ennið. 22-21 fyrir Val.

„Ég er á því að þetta hafi verið víti. Brotið byrjar vissulega fyrir utan teig en hún fær að nýta skrefin og ekki flautað fyrr en leikmaðurinn okkar er kominn niður langt inn í teig. Það er víti að mínu viti," segir Jóhannes Lange, einn af starfsmönnum Fylkis, á leiknum.

„Þó svo ég hafi verið ósáttur við þennan dóm þá klúðrum við þessu síðan sjálf í kjölfarið," bætti Jóhannes við en hann var ekki sáttur eftir leik og fékk að líta rauða spjaldið frá Antoni Gylfa Pálssyni.

Hér að ofan má sjá atvikið umdeilda og dæmi hver fyrir sig.


Tengdar fréttir

Valskonur í Höllina sjötta árið í röð

Valur varð fjórða og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna þegar liðið vann eins marks sigur á Fylki í Árbænum í kvöld. 22-21.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×