Lífið

Framkomubanninu var aflétt í ár

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hera fagnar því að Friðrik Dór og aðrir keppendur nýti sér breytingarnar.
Hera fagnar því að Friðrik Dór og aðrir keppendur nýti sér breytingarnar. Vísir/Ernir/Stefán
„Þetta svokallaða framkomubann hefur verið við lýði alla tíð en nú erum við komin með nýjar reglur þannig að þú mátt flytja lagið opinberlega eftir að Rúv hefur frumflutt lögin hjá sér,“ segir Hera Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar.

Skiptar skoðanir hafa verið á uppátæki Friðriks Dórs um að fara í grunnskóla landsins og flytja þar sína tónlist.

Framkomubannið kvað á um að listamenn máttu ekki flytja lagið á opinberum vettvangi fyrir úrslitakvöldið í Söngvakeppninni.

„Þetta er ákveðin tilraun og stækkar keppnina. Fólk hefur nýtt sér þetta á mismunandi hátt.“ Hera fagnar því að Friðrik Dór og aðrir keppendur nýti sér breytingarnar og skuli fara og flytja sína tónlist. „Þetta er þeirra leið til þess að kynna sitt lag og fagna ég því.“ 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.