Skreið vegna svima og sofnaði í miðjum leik við son sinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. apríl 2020 07:00 Aðalheiður Ósk Guðlaugsdóttir Mynd úr einkasafni „Ég fór í prófið 29. mars og fékk símhringingu strax það kvöld um að ég hefði verið greind með veiruna. Ég hafði þá verið veik síðan 26. mars og var í raun alveg viss um að ég væri með Covid,“ segir Heiða Ósk Guðlaugsdóttir í samtali við Vísi, en hún er ein af þeim Íslendingum sem smitaðist af kórónaveirunni. Aðalheiður Ósk, sem flestir kalla Heiðu, ákvað að vera í einangrun heima hjá sér ásamt syni sínum en gerði sér samt ekki grein fyrir því hversu veik hún átti eftir að verða. „Fjölskyldumeðlimur greindist með veiruna nokkrum dögum á undan mér, einn af mjög fáum sem ég hafði verið í samskiptum við og því kom greiningin mín ekki á óvart. Aftur á móti er þessi manneskja einn af mestu snyrtipinnum sem ég þekki og alltaf með sprittið á lofti og því kom það smit allri fjölskyldunni á óvart. Það smit hefur ekki verið rakið en átti sér að öllum líkindum stað úti í búð þar sem viðkomandi hafði ekki farið neitt annað í marga daga.“ Leiðbeiningarnar skýrar Sonur Heiðu Óskar var settur í sóttkví en aðeins einn einstaklingur utan heimilisins þurfti að fara í sóttkví vegna Heiðu Óskar, barnsfaðir hennar. „Mér leið auðvitað afskaplega illa að hafa svona truflandi áhrif á líf annarra en hann þurfti að fá sér herbergi á sóttkvíarhóteli. Sem betur fer reyndist hann ekki smitaður.“ Heiða Ósk segir að samskiptin við smitrakningarteymið hafi verið alveg frábær og til fyrirmyndar. Allt utanumhald utan um hana í veikindunum hafi verið magnað. „Ég var mjög veik þegar þau höfðu samband en sú sem ég talaði við var einstaklega þolinmóð við mig, gaf mér skýrar leiðbeiningar og ég fann fyrir mikilli samúð.“ Heiða Ósk var ein af þeim sem fór í sýnatöku í bílakjallara Hörpu. Stöðug uppköst Frá því að Heiða Ósk fann fyrir fyrstu einkennum, versnaði líðan hennar hratt. „Daginn sem ég veikist vaknaði ég þrælhress. Í lok vinnudagsins byrjaði ég að finna fyrir þreytu og almennum slappleika. Fljótlega eftir það var ég komin með hita og verki um allan líkamann. Um nóttina var mér farið að líða mjög illa, ég var þó komin með stingandi verki í lungun og orðið hrikalega flökurt.“ Einkenni Heiðu Óskar voru mjög mismunandi eftir dögum og mjög óútreiknanleg. „Næstu daga var ég með hita, ofboðslegan höfuðverk og beinverki, hósta, var birtufælin, vörin á mér stokkbólgnaði, vöðvarnir voru svo stífir að ég gat ekki beygt mig, ég hélt engu niðri og kastaði stanslaust upp. Veikin lagðist mest á meltingarfærin en ekki öndunarfærin eins og hjá flestum. Ég var líka hálf meðvitundarlaus og var sífellt að sofna. Fyrstu dagana gat ég í raun ekkert gert. Þegar strákurinn minn vaknaði skreið ég fram í sófa og stóð ekki upp nema þegar ég þurfti að aðstoða hann við að fá sér að borða eða til að kasta upp.“ Hrædd á tímabili Þrátt fyrir þetta voru einkenni Heiðu Óskar flokkuð sem mild. „Þremur dögum eftir að ég veiktist byrjaði ég að finna fyrir verk sem ég hafði aldrei upplifað áður, viðvarandi, stingandi sársauka í gegnum brjóstholið. Þetta var einmitt daginn sem ég fékk greininguna og ég var mjög þakklát þegar læknir hafði samband við mig strax eftir staðfestinguna á smitinu til að fara yfir einkennin með mér. Lækninum leist ekkert á lýsinguna mína á þessum verk og eftir nokkur símtöl bað hún mig að koma strax niður á Covid bráðamóttökuna. Ég verð að viðurkenna að ég var orðin hrædd á þessum tímapunkti. Þegar ég mæti niður á bráðamóttökuna tekur hjúkrunarfræðingur á móti mér fyrir utan með hlífðarfatnað fyrir mig til að fara í og fer svo með mig inn á sjúkraherbergi.“ Heiða ósk segir að hún hafi verið skoðuð í bak og fyrir á bráðamóttökunni. „Fyrstu sjö blóðsýnin voru tekin og ég fer í hjartalínarit. Við skoðunina reynist ég með of háan blóðþrýsting, sem er annars alltaf í lagi, ég mæli mig reglulega vegna fjölskyldusögu um of háan þrýsting. Læknarnir sjá eitthvað skrýtið, sem gæti samt líka verið eðlilegt, á hjartalínuritinu. Ég var svo „out of it“ á þessum tímapunkti að ég bara náði ekki öllu sem þau sögðu við mig. Þau telja líklegast að það hafi verið einhver vökvasöfnun í kringum hjartað en að hún hafi samt verið það lítil að það væri ekki ástæða til að grípa inn í. Ég lá inn á deildinni hálfa nóttina en þegar blóðprufurnar komu aftur og litu vel út mátti ég fara heim.“ Heiða Ósk segir að öll umönnun og eftirfylgni hafi verið mögnuð hjá covid-teyminu.Mynd úr einkasafni Marblettir og nálaför Hún segir að eftirfylgnin eftir þessa nótt hafi verið mjög góð. „Ég fékk símtal tvisvar á dag fyrstu dagana og svo einu sinni á dag eftir það og fékk alltaf að vita að ég ætti að hafa samband strax ef verkurinn versnaði eða það væri eitthvað sem mér fyndist óþægilegt eða vildi spyrja um. Mér var hins vegar ekkert að batna, verkurinn fór ekki og ég hélt engu niðri. Næstu daga var ég því þrisvar sinnum beðin um að koma í skoðun í Covid skoðunarstöðina Birkiborg. Þar voru tekin blóðsýni, 21 í heildina, ég þurfti tvisvar sinnum að fá vökva í æð þar sem ég var orðin svo þurr eftir öll uppköstin og vökvamissi út af hitanum.“ Heiða ósk var svo þurr að eitt skiptið tók það einn lækni og tvo hjúkrunarfræðinga klukkustund að stinga á æð og koma æðaleggnum fyrir. „Handleggirnir á mér litu hræðilega út, risamarblettir og nálarför.“ Hóstinn hjá henni fór sífellt versnandi svo í einni skoðuninni var Heiða Ósk send í lungnamyndatöku. Hún kom vel út, einnig öll blóðsýnin og því fékk hún alltaf að fara aftur heim að skoðun lokinni. „Ég fékk leyfi fyrir því að systir mín, sem var einnig með Covid en öllu hressari en ég, fengi að passa son minn meðan ég var á sjúkrahúsinu. Sem betur fer var ég alltaf bara nokkrar klukkustundir í einu uppi á sjúkrahúsi og ég þurfti aldrei að leggjast inn.“ Sonurinn hengdi upp þvottinn Hún viðurkennir að það hafi verið erfið áskorun að vera veik ein heima með barn í einangrun, sex ára orkumikinn strák. „Fyrstu dagarnir voru erfiðastir. Ég reyndi auðvitað eins og ég get að halda honum frá mér því ég vildi alls ekki smita hann. En ég sá oft á honum að hann var hræddur þegar hann sá hvað mér leið illa, en það kom fyrir að ég þurfti að skríða eftir gólfinu sökum svima og þá er bara ekki hægt að segja honum að hann megi ekki fá ekki knús. Hann er líka búinn að standa sig eins og hetja og hjálpar mér eins og hann getur, sækir fyrir mig vatn og hengir upp þvottinn. Hann gat auðvitað ekki hitt neinn meðan á þessu stóð, fyrir utan systir mína þegar ég var á spítala, sökum smithættu. En það var alveg að fara með mömmu mína að geta ekki hjálpað til.“ Þrátt fyrir að vera enn orkulaus er Heiða Ósk nú á batavegi. Hún biður fólk að taka fyrirmæli og reglur samkomubannsins alvarlega.Mynd úr einkasafni Með leikskólanum á Facetime Heiða Ósk segist hafa verið með stöðugt samviskubit yfir því að geta ekki sinnt syni sínum eins og hún vildi. „En það kom nokkrum sinnum fyrir að ég bara steinsofnaði á gólfinu í miðjum Lego leik. Mamma og pabbi hafa reglulega mætt fyrir utan gluggann hjá okkur, oft með eitthvað góðgæti fyrir son minn, og spjölluðu við hann í gegnum gluggann.“ Mæðginin nýttu sér tæknina og fékk drengurinn að spjalla við frændur sína og börn á leikskólanum í gegnum Facetime. Þau eru í sóttkví í augnablikinu og hefur hann því ekki farið á leikskólann síðan í mars. „Það hefur held ég hjálpað honum mikið, að geta aðeins séð önnur börn og fengið að taka þátt í söngstund, en hann er mikið farinn að sakna þess að leika við aðra krakka. Útiveran var ekki mikil fyrstu dagana en hann lék sér úti á svölum. Eftir að mér batnaði hafa mamma og pabbi svo verið dugleg að fara með hann í göngutúra, en virða að sjálfsögðu tveggja metra regluna. Smám saman fór ég svo að hressast og gat leikið meira við hann og sinnt honum betur. Við gátum þá spilað, bakað, farið í feluleik.“ Eftir að Heiða Ósk losnaði úr einangrun hefur hún sjálf getað farið með son sinn út í ferska loftið. „Það erfiðasta var í raun einangrunin og að upplifa að maður sé hættulegur. Mér leið svo illa að ég var nánast ósjálfbjarga en þurfti á sama tíma að annast strákinn minn þrátt fyrir að mamma og pabbi væru boðin og búin að hjálpa mér með hann þrátt fyrir að þau myndu þá fara í sóttkví. En ég vildi að sjálfsögðu ekki verða því valdandi að mamma og pabbi myndu veikjast og við ákváðum því að það væri best að þau myndu ekki hitta hann fyrr en mér væri batnað.“ Aldrei liðið jafn illa Heiða Ósk var í 22 daga í einangrun, þar af var hún með hita í 16 daga. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hversu langan tíma þetta varði og hversu mikil vanlíðanin var. „Ég er ennþá ofboðslega veikburða og á þó nokkuð í land með að ná upp fyrri styrk og orku. Ég lifi enn mestmegnis á fljótandi fæði og brauði en er nýfarin að geta nartað í mat. Um leið og púlsinn fer smá upp ég upp fæ ég svima og ógleði, jafnvel að labba upp litla brekku í hefðbundna göngutúrnum mínum er mér nánast ofviða og ég hef ekkert í strákinn minn í eltingaleik. Ég er farin að vinna aftur en hugsunin mín er ennþá svolítið þokukennd svo ég er ekki að fara að vinna nein framleiðniverðlaun á næstunni.“ Hún biður fólk að taka þetta alvarlega og fylgja fyrirmælum yfirvalda. „Þessi veiki er ekkert grín. Þrátt fyrir að vera heilsuhraust, í fínu formi og undir 35 ára aldri hefur mér aldrei á ævinni liðið jafn illa. Það er næstum mánuður síðan ég veiktist og ég er enn orkulaus og ómöguleg. Það þurfti ekki nema einn einstakling sem hirti ekki nóg um hreinlæti og fór smitaður út í búð til smita hálfa fjölskylduna mína.“ Heiða Ósk segir að hún sé ótrúlega þakklát fyrir fólkið sitt á þessum tíma. „Svo margir vinir, fjölskyldumeðlimir, nágrannar og vinnufélagar hafa boðið fram aðstoð sína og farið í búðir fyrir mig og glatt strákinn minn með heimsendingum á ís, heimabakstri og páskaeggjum (við settum met þessa páskana yfir fjölda páskaeggja sem hann fékk og erum enn að vinna í að klára þau). Eins allar kveðjurnar og bataóskirnar sem ég hef fengið. Einnig hvað ég finn ofboðslega til með þeim sem hafa mátt þjást og aðstandendum þeirra. Eins illa og mér leið eru margir sem hafa haft það mun verr og ég get varla ímyndað mér eymdina, hræðsluna og einmannaleikann sem þau og aðstandendur þeirra hafa upplifað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
„Ég fór í prófið 29. mars og fékk símhringingu strax það kvöld um að ég hefði verið greind með veiruna. Ég hafði þá verið veik síðan 26. mars og var í raun alveg viss um að ég væri með Covid,“ segir Heiða Ósk Guðlaugsdóttir í samtali við Vísi, en hún er ein af þeim Íslendingum sem smitaðist af kórónaveirunni. Aðalheiður Ósk, sem flestir kalla Heiðu, ákvað að vera í einangrun heima hjá sér ásamt syni sínum en gerði sér samt ekki grein fyrir því hversu veik hún átti eftir að verða. „Fjölskyldumeðlimur greindist með veiruna nokkrum dögum á undan mér, einn af mjög fáum sem ég hafði verið í samskiptum við og því kom greiningin mín ekki á óvart. Aftur á móti er þessi manneskja einn af mestu snyrtipinnum sem ég þekki og alltaf með sprittið á lofti og því kom það smit allri fjölskyldunni á óvart. Það smit hefur ekki verið rakið en átti sér að öllum líkindum stað úti í búð þar sem viðkomandi hafði ekki farið neitt annað í marga daga.“ Leiðbeiningarnar skýrar Sonur Heiðu Óskar var settur í sóttkví en aðeins einn einstaklingur utan heimilisins þurfti að fara í sóttkví vegna Heiðu Óskar, barnsfaðir hennar. „Mér leið auðvitað afskaplega illa að hafa svona truflandi áhrif á líf annarra en hann þurfti að fá sér herbergi á sóttkvíarhóteli. Sem betur fer reyndist hann ekki smitaður.“ Heiða Ósk segir að samskiptin við smitrakningarteymið hafi verið alveg frábær og til fyrirmyndar. Allt utanumhald utan um hana í veikindunum hafi verið magnað. „Ég var mjög veik þegar þau höfðu samband en sú sem ég talaði við var einstaklega þolinmóð við mig, gaf mér skýrar leiðbeiningar og ég fann fyrir mikilli samúð.“ Heiða Ósk var ein af þeim sem fór í sýnatöku í bílakjallara Hörpu. Stöðug uppköst Frá því að Heiða Ósk fann fyrir fyrstu einkennum, versnaði líðan hennar hratt. „Daginn sem ég veikist vaknaði ég þrælhress. Í lok vinnudagsins byrjaði ég að finna fyrir þreytu og almennum slappleika. Fljótlega eftir það var ég komin með hita og verki um allan líkamann. Um nóttina var mér farið að líða mjög illa, ég var þó komin með stingandi verki í lungun og orðið hrikalega flökurt.“ Einkenni Heiðu Óskar voru mjög mismunandi eftir dögum og mjög óútreiknanleg. „Næstu daga var ég með hita, ofboðslegan höfuðverk og beinverki, hósta, var birtufælin, vörin á mér stokkbólgnaði, vöðvarnir voru svo stífir að ég gat ekki beygt mig, ég hélt engu niðri og kastaði stanslaust upp. Veikin lagðist mest á meltingarfærin en ekki öndunarfærin eins og hjá flestum. Ég var líka hálf meðvitundarlaus og var sífellt að sofna. Fyrstu dagana gat ég í raun ekkert gert. Þegar strákurinn minn vaknaði skreið ég fram í sófa og stóð ekki upp nema þegar ég þurfti að aðstoða hann við að fá sér að borða eða til að kasta upp.“ Hrædd á tímabili Þrátt fyrir þetta voru einkenni Heiðu Óskar flokkuð sem mild. „Þremur dögum eftir að ég veiktist byrjaði ég að finna fyrir verk sem ég hafði aldrei upplifað áður, viðvarandi, stingandi sársauka í gegnum brjóstholið. Þetta var einmitt daginn sem ég fékk greininguna og ég var mjög þakklát þegar læknir hafði samband við mig strax eftir staðfestinguna á smitinu til að fara yfir einkennin með mér. Lækninum leist ekkert á lýsinguna mína á þessum verk og eftir nokkur símtöl bað hún mig að koma strax niður á Covid bráðamóttökuna. Ég verð að viðurkenna að ég var orðin hrædd á þessum tímapunkti. Þegar ég mæti niður á bráðamóttökuna tekur hjúkrunarfræðingur á móti mér fyrir utan með hlífðarfatnað fyrir mig til að fara í og fer svo með mig inn á sjúkraherbergi.“ Heiða ósk segir að hún hafi verið skoðuð í bak og fyrir á bráðamóttökunni. „Fyrstu sjö blóðsýnin voru tekin og ég fer í hjartalínarit. Við skoðunina reynist ég með of háan blóðþrýsting, sem er annars alltaf í lagi, ég mæli mig reglulega vegna fjölskyldusögu um of háan þrýsting. Læknarnir sjá eitthvað skrýtið, sem gæti samt líka verið eðlilegt, á hjartalínuritinu. Ég var svo „out of it“ á þessum tímapunkti að ég bara náði ekki öllu sem þau sögðu við mig. Þau telja líklegast að það hafi verið einhver vökvasöfnun í kringum hjartað en að hún hafi samt verið það lítil að það væri ekki ástæða til að grípa inn í. Ég lá inn á deildinni hálfa nóttina en þegar blóðprufurnar komu aftur og litu vel út mátti ég fara heim.“ Heiða Ósk segir að öll umönnun og eftirfylgni hafi verið mögnuð hjá covid-teyminu.Mynd úr einkasafni Marblettir og nálaför Hún segir að eftirfylgnin eftir þessa nótt hafi verið mjög góð. „Ég fékk símtal tvisvar á dag fyrstu dagana og svo einu sinni á dag eftir það og fékk alltaf að vita að ég ætti að hafa samband strax ef verkurinn versnaði eða það væri eitthvað sem mér fyndist óþægilegt eða vildi spyrja um. Mér var hins vegar ekkert að batna, verkurinn fór ekki og ég hélt engu niðri. Næstu daga var ég því þrisvar sinnum beðin um að koma í skoðun í Covid skoðunarstöðina Birkiborg. Þar voru tekin blóðsýni, 21 í heildina, ég þurfti tvisvar sinnum að fá vökva í æð þar sem ég var orðin svo þurr eftir öll uppköstin og vökvamissi út af hitanum.“ Heiða ósk var svo þurr að eitt skiptið tók það einn lækni og tvo hjúkrunarfræðinga klukkustund að stinga á æð og koma æðaleggnum fyrir. „Handleggirnir á mér litu hræðilega út, risamarblettir og nálarför.“ Hóstinn hjá henni fór sífellt versnandi svo í einni skoðuninni var Heiða Ósk send í lungnamyndatöku. Hún kom vel út, einnig öll blóðsýnin og því fékk hún alltaf að fara aftur heim að skoðun lokinni. „Ég fékk leyfi fyrir því að systir mín, sem var einnig með Covid en öllu hressari en ég, fengi að passa son minn meðan ég var á sjúkrahúsinu. Sem betur fer var ég alltaf bara nokkrar klukkustundir í einu uppi á sjúkrahúsi og ég þurfti aldrei að leggjast inn.“ Sonurinn hengdi upp þvottinn Hún viðurkennir að það hafi verið erfið áskorun að vera veik ein heima með barn í einangrun, sex ára orkumikinn strák. „Fyrstu dagarnir voru erfiðastir. Ég reyndi auðvitað eins og ég get að halda honum frá mér því ég vildi alls ekki smita hann. En ég sá oft á honum að hann var hræddur þegar hann sá hvað mér leið illa, en það kom fyrir að ég þurfti að skríða eftir gólfinu sökum svima og þá er bara ekki hægt að segja honum að hann megi ekki fá ekki knús. Hann er líka búinn að standa sig eins og hetja og hjálpar mér eins og hann getur, sækir fyrir mig vatn og hengir upp þvottinn. Hann gat auðvitað ekki hitt neinn meðan á þessu stóð, fyrir utan systir mína þegar ég var á spítala, sökum smithættu. En það var alveg að fara með mömmu mína að geta ekki hjálpað til.“ Þrátt fyrir að vera enn orkulaus er Heiða Ósk nú á batavegi. Hún biður fólk að taka fyrirmæli og reglur samkomubannsins alvarlega.Mynd úr einkasafni Með leikskólanum á Facetime Heiða Ósk segist hafa verið með stöðugt samviskubit yfir því að geta ekki sinnt syni sínum eins og hún vildi. „En það kom nokkrum sinnum fyrir að ég bara steinsofnaði á gólfinu í miðjum Lego leik. Mamma og pabbi hafa reglulega mætt fyrir utan gluggann hjá okkur, oft með eitthvað góðgæti fyrir son minn, og spjölluðu við hann í gegnum gluggann.“ Mæðginin nýttu sér tæknina og fékk drengurinn að spjalla við frændur sína og börn á leikskólanum í gegnum Facetime. Þau eru í sóttkví í augnablikinu og hefur hann því ekki farið á leikskólann síðan í mars. „Það hefur held ég hjálpað honum mikið, að geta aðeins séð önnur börn og fengið að taka þátt í söngstund, en hann er mikið farinn að sakna þess að leika við aðra krakka. Útiveran var ekki mikil fyrstu dagana en hann lék sér úti á svölum. Eftir að mér batnaði hafa mamma og pabbi svo verið dugleg að fara með hann í göngutúra, en virða að sjálfsögðu tveggja metra regluna. Smám saman fór ég svo að hressast og gat leikið meira við hann og sinnt honum betur. Við gátum þá spilað, bakað, farið í feluleik.“ Eftir að Heiða Ósk losnaði úr einangrun hefur hún sjálf getað farið með son sinn út í ferska loftið. „Það erfiðasta var í raun einangrunin og að upplifa að maður sé hættulegur. Mér leið svo illa að ég var nánast ósjálfbjarga en þurfti á sama tíma að annast strákinn minn þrátt fyrir að mamma og pabbi væru boðin og búin að hjálpa mér með hann þrátt fyrir að þau myndu þá fara í sóttkví. En ég vildi að sjálfsögðu ekki verða því valdandi að mamma og pabbi myndu veikjast og við ákváðum því að það væri best að þau myndu ekki hitta hann fyrr en mér væri batnað.“ Aldrei liðið jafn illa Heiða Ósk var í 22 daga í einangrun, þar af var hún með hita í 16 daga. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hversu langan tíma þetta varði og hversu mikil vanlíðanin var. „Ég er ennþá ofboðslega veikburða og á þó nokkuð í land með að ná upp fyrri styrk og orku. Ég lifi enn mestmegnis á fljótandi fæði og brauði en er nýfarin að geta nartað í mat. Um leið og púlsinn fer smá upp ég upp fæ ég svima og ógleði, jafnvel að labba upp litla brekku í hefðbundna göngutúrnum mínum er mér nánast ofviða og ég hef ekkert í strákinn minn í eltingaleik. Ég er farin að vinna aftur en hugsunin mín er ennþá svolítið þokukennd svo ég er ekki að fara að vinna nein framleiðniverðlaun á næstunni.“ Hún biður fólk að taka þetta alvarlega og fylgja fyrirmælum yfirvalda. „Þessi veiki er ekkert grín. Þrátt fyrir að vera heilsuhraust, í fínu formi og undir 35 ára aldri hefur mér aldrei á ævinni liðið jafn illa. Það er næstum mánuður síðan ég veiktist og ég er enn orkulaus og ómöguleg. Það þurfti ekki nema einn einstakling sem hirti ekki nóg um hreinlæti og fór smitaður út í búð til smita hálfa fjölskylduna mína.“ Heiða Ósk segir að hún sé ótrúlega þakklát fyrir fólkið sitt á þessum tíma. „Svo margir vinir, fjölskyldumeðlimir, nágrannar og vinnufélagar hafa boðið fram aðstoð sína og farið í búðir fyrir mig og glatt strákinn minn með heimsendingum á ís, heimabakstri og páskaeggjum (við settum met þessa páskana yfir fjölda páskaeggja sem hann fékk og erum enn að vinna í að klára þau). Eins allar kveðjurnar og bataóskirnar sem ég hef fengið. Einnig hvað ég finn ofboðslega til með þeim sem hafa mátt þjást og aðstandendum þeirra. Eins illa og mér leið eru margir sem hafa haft það mun verr og ég get varla ímyndað mér eymdina, hræðsluna og einmannaleikann sem þau og aðstandendur þeirra hafa upplifað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira