Slagurinn við verðbólguna Magnús Halldórsson skrifar 10. desember 2012 08:53 Þegar verðbólga fer yfir verðbólgumarkmið seðlabanka fer víðast hvar í heiminum fram rökræða um verðbólguhorfur og stöðu efnahagsmála milli seðlabankastjóra og síðan æðstu ráðamanna ríkisstjórna með opinberum bréfaskrifum. Þessi háttur er víðast hvar lögbundinn, þ.e. að seðlabankastjóri þarf að upplýsa forsætisráðherra og ríkisstjórn með opinberum bréfum, um hvers vegna verðbólgumarkmiðið er ekki að nást og hvernig stendur á því að seðlabankanum gengur illa að hemja verðbólgu.Uppspretta Oftast nær eru þessi samskipti æðstu ráðamanna uppspretta stórfrétta í fjölmiðlum, enda er það almenningur sem situr uppi með mislukkaða hagstjórn í formi of mikillar verðbólgu. Hægt er að vitna sérstaklega til bréfaskrifa Mervyn King, fyrrverandi seðlabankastjóra Englandsbanka (Seðlabanka Bretlands), við breska ráðamenn í þessu samhengi, en þegar þessi staða kemur upp í Bretlandi, að verðbólga fer langt fram úr markmiði, þá beinist kastljós fjölmiðla strax að æðstu ráðamönnum, og svara er krafist og ítarlega farið yfir bréfin sem seðlabankastjóri þarf að senda þegar verðbólgan er farin úr böndunum. Hvers vegna er hagstjórnin svona vond? Hvað er til ráða? Hversu lengi má búast við því að verðbólga verði fyrir ofan markmiðið sem peningastefnan í landinu, og þar með hagstjórnin, hvílir á? Um þetta er m.a. fjallað.Rökræða með lögum Þessi aðferð, þ.e. að þvinga rökræðu um hvers vegna hagstjórnin er farin úr böndunum fram á sviðið frammi fyrir augu almennings með lögum, er afar mikilvægur hluti af lýðræðinu og aðhaldinu sem æðstu ráðamenn ríkja þurfa að finna. Samband Íslendinga við verðbólguna hefur verið stormasamt og með nokkrum ólíkindum. Seðlabanki Íslands vinnur eftir lögum um bankann, þar sem markmiðið er 2,5 prósent verðbólga. Alþingi hefur sett eitt vopn í hendur bankans til þess að berjast við verðbólguna; vaxtaákvörðunina. Bankinn vinnur síðan eftir akademískum kenningum, þar sem vextir eru hækkaðir til þess að ná niður verðbólgu. Hér eru hlutirnir viljandi settir fram með einföldum hætti, en í stórum dráttum er þetta það sem Seðlabankinn gerir til þess að ná niður verðbólgu. Til þess að undirbyggja ákvarðanir sínar er hann með ítarlega greiningarvinnu innan sinna veggja, hagfræðinga sem vinna úr upplýsingum, spá í spilin, meðal annars með hjálp módela og gagnagrunna. Skýrslur Seðlabankans, m.a. Peningamál og Fjármálastöðugleiki, eru ítarlegustu samantektir þar sem unnið er úr frumgögnum úr hagkerfinu sem koma út hér á landi. Peningastefnunefnd bankans ákvarðar vexti. Í henni sitja í dag Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur, og Gylfi Zoega hagfræðingur.Af hverju ekki birt nöfn? Vinna nefndarinnar, þegar ákvarðanir eru teknar, er ógagnsæ en hulunni er svipt af rökstuðningi fyrir vaxtaákvörðunum tveimur vikum eftir vaxtaákvörðun, þegar fundargerð nefndarinnar er birt. Í þeim sést um hvað nefndarmenn tala og hvernig vaxtaákvarðanir eru rökstuddar. Einhverra hluta vegna er sú regla viðhöfð, að minnast ekki á það í fundargerðum nefndarinnar hvaða viðhorf sem fram koma á fundum nefndarinnar koma frá hverjum. Þ.e. að ekki er minnst á nein nöfn. Mér finnst þetta vera skrítið, því það skiptir máli hver segir hvað, þegar kemur að þessari valdamestu nefnd landsins. Þá er hægt að taka rökræðuna lengra og fá betri mynd af því hvernig landið liggur innan nefndarinnar. Það eina sem hægt er að sjá út úr starfi nefndarinnar núna, er að Már Guðmundsson seðlabankastjóri ber upp tillögu sem nefndarmenn styðja eða ekki. Án þess að það sé hægt að fullyrða það, þá virðast félagar hans úr seðlabankanum, Arnór og Þórarinn, oftast vera honum sammála, sé lesið milli línanna. Gylfi Zoega virðist oftast hafa efasemdir um að vaxtahækkanir skili því sem þær eiga að skila, og óttast að þær verði til þess að auka vandamálin þar sem efnahagsbatinn er á veikum grunni. Í það mynda virðist ein rödd innan nefndarinnar iðulega færa fram þessa áhyggjur á fundum nefndarinnar. En þetta eru allt ályktanir sem eru dregnar af ófullnægjandi gögnum, og því lítið annað en ágiskanir. Það væri óskandi að það væri að hægt að sjá þetta svart á hvítu, og svo almenningur gæti fengið betri svör við því hvers vegna málin horfa allt öðruvísi við nefndarmönnum, þegar kemur að þessum mikilvægu ákvörðunum.Bitlaus vopn Þegar kemur að stórum rekstrarhluta heimila, fjármagnskostnaði, þá er Íslendingum boðið upp á rússíbanareið óvissu. Einkum vegna þess að fullkomlega ómögulegt er að reiða sig á hagstjórn í landinu. Verðbólga er viðvarandi langt fyrir ofan markmið samkvæmt lögum. Það bendir til þess að lögin séu gölluð, og vopnin sem seðlabankinn er með í höndunum til þess að berjast við verðbólguna þar með bitlaus. Þær miklu deilur sem eiga sér nú stað um verðtryggð lán eru hluti af þessum veruleika. Inn í algengasta lánafyrirkomulaginu er innbyggt að fresta því að taka á verðbólgunni, kostnaði er frestað og lagður ofan á höfuðstól. Almenningur fær því ekki skilaboðin um það hversu mikið vandamál það er að verðbólga sé komin úr böndunum, fyrr en síðar (nema þegar allt hrynur). Verðtryggingin gerir ráð fyrir að fresta því að borga verðbólguna, þar til síðar, og vona þar með það besta, það er að betur gangi að hemja verðbólguna. Verðtryggingin er áhugaverð stærðfræðileg lausn á því vandamáli að búa við gjaldmiðil sem heldur ekki verðgildi sínu, og gera það mögulegt að vita fyrir víst hver sé kaupmáttur upphæðarinnar sem lánuð er á hverjum tíma. Það vantar hins vegar umræðu um gallana, og hvers vegna svo fullkomið ósætti um peningastefnuna sem er framfylgt er fyrir hendi. Forsvarsfólk nær allra hagmunasamtaka atvinnulífsins er ósammála ákvörðununum nær alltaf, SA, ASÍ, SI. Öll samtökin, sem eiga aðild að kjarasamningum, eru þar undir. Það merkilega er að þetta á líka við um forsætisráðherrann, Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún var mjög ósátt við síðustu vaxtahækkun seðlabankans, um 0,25 prósentur, og sagði hana hafa valdið vonbrigðum. Hún hefur áður gagnrýnt bankann fyrir að hækka vexti, jafnvel þó allir sem fylgist með og greini ákvarðanir bankans út frá verðbólgunni hverju sinni, hafi búist við hækkunum á vöxtum. Ekki síst vegna þess að lögin um seðlabankann, og vopnin sem bankinn hefur í baráttunni við verðbólgu, eru þannig að það skiptir ekki máli hvort sá sem heldur á þeim og beitir þeim, heitir Davíð eða Már. Þetta sýnir að þeir sem koma að hagstjórnarborðinu eru í grundvallaratriðum ósammála um hvernig á að stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar, þannig að verðbólgan fari ekki úr böndunum. Afleiðingin er sú að verðbólgan liggur eins og mara á þjóðinni, og er uppspretta hatramma átaka í þjóðfélaginu. Þetta tiltekna atriði tengist ekki gjaldmiðlinum, heldur hagstjórninni. Hún er í molum, þó mikill árangur hafi náðst í ríkisfjármálunum á grundvelli áætlunar AGS og stjórnvalda. AGS telur einmitt að hækka þurfi vexti enn frekar í baráttunni við verðbólgu, svo því sé til haga haldið. Hvað ætli Jóhanna segi við því?Þolandinn Þolandi mikillar verðbólgu er almenningur. Hann situr uppi með miklar skuldir, enda flestir Íslendingar með laun í óverðtryggðri krónu en skuldir í verðtryggðri krónu. Eins einkennilega og það hljómar, þá margborgaði sig að vera með skuldirnar í ólögmætum gengistryggðum krónum frekar en löglegum verðtryggðum fyrir hrunið. Þetta veldur vitaskuld pirringi og togstreitu. Sagan er líka ekki neitt sérstaklega traustvekjandi. Frá því að verðtryggingin festist rækilega í sessi, árið 1979, hefur reglulega gengið á með verðbólguskotum, gríðarlegum sveiflum upp og niður. Á árunum 2003 og fram á árið 2008 ofreis hagkerfið svo mikið, að mesta efnahagsbóla sem myndast hefur í sögunni blés út og sprakk með látum að lokum. Ástæðan er meðal annars sú, að háir vextir seðlabankans soguðu hingað mörg hundruð milljarða erlendis frá vegna mikils vaxtamunar við önnur svæði. Þetta styrkti krónuna, tímabundið, en hangir nú yfir hagkerfinu. Vextirnir slógu því ekki á eftirspurn í þessu tilfelli, minnkuðu ekki þenslu, heldur mögnuðu upp ójafnvægið. Þetta er svo til óumdeilt. Ástæðan fyrir þessu gríðarlega ójafnvægi, var ekki síst sú að þeir sem sátu við hagstjórnarborðið gengu ekki í takt, og störfuðu ekki saman. Það er líka svo til óumdeilt, og er m.a. gagnrýnt harðlega í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.Höftin í safninu Ekkert bendir til þess að verðbólgan sé að fara færast nær verðbólgumarkmiðinu, jafnvel þó fjármagnshöftum hafi nú verið bætt í vopnasafn seðlabankans. Verðbólguspár seðlabankans ganga nær undantekningalaust aldrei eftir, og spár sem birtast í Peningamálum um hvenær verðbólgan mun verða komin í 2,5 prósent, eru alltaf uppfærðar milli útgáfa og sá tími framlengdur þar sem verðbólgan er of mikil. Ekkert gengur við að hemja verðbólguna, sem skilar sér í miklum skuldum og sársaukafullu ójafnvægi í þjóðarbúskapnum.Engin bréf Þó það fari ekki mikið fyrir opinberum bréfaskrifum milli seðlabankastjóra og ráðamanna ríkisstjórnarinnar, þá bendir margt til þess að Alþingi, sem setur lögin og mótar peningastefnuna í landinu, sé búið að gefast upp í slagnum við verðbólguna. Hún mælist nú 4,3 prósent, stýrivextirnir eru sex prósent. Og höftin óleyst, og vandséð hvernig hægt verður að afnema þau nema með aukningu verðbólgunnar. Mér finnst að almenningur eigi að gera kröfu um það í næstu kosningum að flokkarnir svari því almennilega, og helst í smáatriðum, hvernig peningastefnan á að vera og hvernig hún getur gengið upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Þegar verðbólga fer yfir verðbólgumarkmið seðlabanka fer víðast hvar í heiminum fram rökræða um verðbólguhorfur og stöðu efnahagsmála milli seðlabankastjóra og síðan æðstu ráðamanna ríkisstjórna með opinberum bréfaskrifum. Þessi háttur er víðast hvar lögbundinn, þ.e. að seðlabankastjóri þarf að upplýsa forsætisráðherra og ríkisstjórn með opinberum bréfum, um hvers vegna verðbólgumarkmiðið er ekki að nást og hvernig stendur á því að seðlabankanum gengur illa að hemja verðbólgu.Uppspretta Oftast nær eru þessi samskipti æðstu ráðamanna uppspretta stórfrétta í fjölmiðlum, enda er það almenningur sem situr uppi með mislukkaða hagstjórn í formi of mikillar verðbólgu. Hægt er að vitna sérstaklega til bréfaskrifa Mervyn King, fyrrverandi seðlabankastjóra Englandsbanka (Seðlabanka Bretlands), við breska ráðamenn í þessu samhengi, en þegar þessi staða kemur upp í Bretlandi, að verðbólga fer langt fram úr markmiði, þá beinist kastljós fjölmiðla strax að æðstu ráðamönnum, og svara er krafist og ítarlega farið yfir bréfin sem seðlabankastjóri þarf að senda þegar verðbólgan er farin úr böndunum. Hvers vegna er hagstjórnin svona vond? Hvað er til ráða? Hversu lengi má búast við því að verðbólga verði fyrir ofan markmiðið sem peningastefnan í landinu, og þar með hagstjórnin, hvílir á? Um þetta er m.a. fjallað.Rökræða með lögum Þessi aðferð, þ.e. að þvinga rökræðu um hvers vegna hagstjórnin er farin úr böndunum fram á sviðið frammi fyrir augu almennings með lögum, er afar mikilvægur hluti af lýðræðinu og aðhaldinu sem æðstu ráðamenn ríkja þurfa að finna. Samband Íslendinga við verðbólguna hefur verið stormasamt og með nokkrum ólíkindum. Seðlabanki Íslands vinnur eftir lögum um bankann, þar sem markmiðið er 2,5 prósent verðbólga. Alþingi hefur sett eitt vopn í hendur bankans til þess að berjast við verðbólguna; vaxtaákvörðunina. Bankinn vinnur síðan eftir akademískum kenningum, þar sem vextir eru hækkaðir til þess að ná niður verðbólgu. Hér eru hlutirnir viljandi settir fram með einföldum hætti, en í stórum dráttum er þetta það sem Seðlabankinn gerir til þess að ná niður verðbólgu. Til þess að undirbyggja ákvarðanir sínar er hann með ítarlega greiningarvinnu innan sinna veggja, hagfræðinga sem vinna úr upplýsingum, spá í spilin, meðal annars með hjálp módela og gagnagrunna. Skýrslur Seðlabankans, m.a. Peningamál og Fjármálastöðugleiki, eru ítarlegustu samantektir þar sem unnið er úr frumgögnum úr hagkerfinu sem koma út hér á landi. Peningastefnunefnd bankans ákvarðar vexti. Í henni sitja í dag Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur, og Gylfi Zoega hagfræðingur.Af hverju ekki birt nöfn? Vinna nefndarinnar, þegar ákvarðanir eru teknar, er ógagnsæ en hulunni er svipt af rökstuðningi fyrir vaxtaákvörðunum tveimur vikum eftir vaxtaákvörðun, þegar fundargerð nefndarinnar er birt. Í þeim sést um hvað nefndarmenn tala og hvernig vaxtaákvarðanir eru rökstuddar. Einhverra hluta vegna er sú regla viðhöfð, að minnast ekki á það í fundargerðum nefndarinnar hvaða viðhorf sem fram koma á fundum nefndarinnar koma frá hverjum. Þ.e. að ekki er minnst á nein nöfn. Mér finnst þetta vera skrítið, því það skiptir máli hver segir hvað, þegar kemur að þessari valdamestu nefnd landsins. Þá er hægt að taka rökræðuna lengra og fá betri mynd af því hvernig landið liggur innan nefndarinnar. Það eina sem hægt er að sjá út úr starfi nefndarinnar núna, er að Már Guðmundsson seðlabankastjóri ber upp tillögu sem nefndarmenn styðja eða ekki. Án þess að það sé hægt að fullyrða það, þá virðast félagar hans úr seðlabankanum, Arnór og Þórarinn, oftast vera honum sammála, sé lesið milli línanna. Gylfi Zoega virðist oftast hafa efasemdir um að vaxtahækkanir skili því sem þær eiga að skila, og óttast að þær verði til þess að auka vandamálin þar sem efnahagsbatinn er á veikum grunni. Í það mynda virðist ein rödd innan nefndarinnar iðulega færa fram þessa áhyggjur á fundum nefndarinnar. En þetta eru allt ályktanir sem eru dregnar af ófullnægjandi gögnum, og því lítið annað en ágiskanir. Það væri óskandi að það væri að hægt að sjá þetta svart á hvítu, og svo almenningur gæti fengið betri svör við því hvers vegna málin horfa allt öðruvísi við nefndarmönnum, þegar kemur að þessum mikilvægu ákvörðunum.Bitlaus vopn Þegar kemur að stórum rekstrarhluta heimila, fjármagnskostnaði, þá er Íslendingum boðið upp á rússíbanareið óvissu. Einkum vegna þess að fullkomlega ómögulegt er að reiða sig á hagstjórn í landinu. Verðbólga er viðvarandi langt fyrir ofan markmið samkvæmt lögum. Það bendir til þess að lögin séu gölluð, og vopnin sem seðlabankinn er með í höndunum til þess að berjast við verðbólguna þar með bitlaus. Þær miklu deilur sem eiga sér nú stað um verðtryggð lán eru hluti af þessum veruleika. Inn í algengasta lánafyrirkomulaginu er innbyggt að fresta því að taka á verðbólgunni, kostnaði er frestað og lagður ofan á höfuðstól. Almenningur fær því ekki skilaboðin um það hversu mikið vandamál það er að verðbólga sé komin úr böndunum, fyrr en síðar (nema þegar allt hrynur). Verðtryggingin gerir ráð fyrir að fresta því að borga verðbólguna, þar til síðar, og vona þar með það besta, það er að betur gangi að hemja verðbólguna. Verðtryggingin er áhugaverð stærðfræðileg lausn á því vandamáli að búa við gjaldmiðil sem heldur ekki verðgildi sínu, og gera það mögulegt að vita fyrir víst hver sé kaupmáttur upphæðarinnar sem lánuð er á hverjum tíma. Það vantar hins vegar umræðu um gallana, og hvers vegna svo fullkomið ósætti um peningastefnuna sem er framfylgt er fyrir hendi. Forsvarsfólk nær allra hagmunasamtaka atvinnulífsins er ósammála ákvörðununum nær alltaf, SA, ASÍ, SI. Öll samtökin, sem eiga aðild að kjarasamningum, eru þar undir. Það merkilega er að þetta á líka við um forsætisráðherrann, Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún var mjög ósátt við síðustu vaxtahækkun seðlabankans, um 0,25 prósentur, og sagði hana hafa valdið vonbrigðum. Hún hefur áður gagnrýnt bankann fyrir að hækka vexti, jafnvel þó allir sem fylgist með og greini ákvarðanir bankans út frá verðbólgunni hverju sinni, hafi búist við hækkunum á vöxtum. Ekki síst vegna þess að lögin um seðlabankann, og vopnin sem bankinn hefur í baráttunni við verðbólgu, eru þannig að það skiptir ekki máli hvort sá sem heldur á þeim og beitir þeim, heitir Davíð eða Már. Þetta sýnir að þeir sem koma að hagstjórnarborðinu eru í grundvallaratriðum ósammála um hvernig á að stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar, þannig að verðbólgan fari ekki úr böndunum. Afleiðingin er sú að verðbólgan liggur eins og mara á þjóðinni, og er uppspretta hatramma átaka í þjóðfélaginu. Þetta tiltekna atriði tengist ekki gjaldmiðlinum, heldur hagstjórninni. Hún er í molum, þó mikill árangur hafi náðst í ríkisfjármálunum á grundvelli áætlunar AGS og stjórnvalda. AGS telur einmitt að hækka þurfi vexti enn frekar í baráttunni við verðbólgu, svo því sé til haga haldið. Hvað ætli Jóhanna segi við því?Þolandinn Þolandi mikillar verðbólgu er almenningur. Hann situr uppi með miklar skuldir, enda flestir Íslendingar með laun í óverðtryggðri krónu en skuldir í verðtryggðri krónu. Eins einkennilega og það hljómar, þá margborgaði sig að vera með skuldirnar í ólögmætum gengistryggðum krónum frekar en löglegum verðtryggðum fyrir hrunið. Þetta veldur vitaskuld pirringi og togstreitu. Sagan er líka ekki neitt sérstaklega traustvekjandi. Frá því að verðtryggingin festist rækilega í sessi, árið 1979, hefur reglulega gengið á með verðbólguskotum, gríðarlegum sveiflum upp og niður. Á árunum 2003 og fram á árið 2008 ofreis hagkerfið svo mikið, að mesta efnahagsbóla sem myndast hefur í sögunni blés út og sprakk með látum að lokum. Ástæðan er meðal annars sú, að háir vextir seðlabankans soguðu hingað mörg hundruð milljarða erlendis frá vegna mikils vaxtamunar við önnur svæði. Þetta styrkti krónuna, tímabundið, en hangir nú yfir hagkerfinu. Vextirnir slógu því ekki á eftirspurn í þessu tilfelli, minnkuðu ekki þenslu, heldur mögnuðu upp ójafnvægið. Þetta er svo til óumdeilt. Ástæðan fyrir þessu gríðarlega ójafnvægi, var ekki síst sú að þeir sem sátu við hagstjórnarborðið gengu ekki í takt, og störfuðu ekki saman. Það er líka svo til óumdeilt, og er m.a. gagnrýnt harðlega í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.Höftin í safninu Ekkert bendir til þess að verðbólgan sé að fara færast nær verðbólgumarkmiðinu, jafnvel þó fjármagnshöftum hafi nú verið bætt í vopnasafn seðlabankans. Verðbólguspár seðlabankans ganga nær undantekningalaust aldrei eftir, og spár sem birtast í Peningamálum um hvenær verðbólgan mun verða komin í 2,5 prósent, eru alltaf uppfærðar milli útgáfa og sá tími framlengdur þar sem verðbólgan er of mikil. Ekkert gengur við að hemja verðbólguna, sem skilar sér í miklum skuldum og sársaukafullu ójafnvægi í þjóðarbúskapnum.Engin bréf Þó það fari ekki mikið fyrir opinberum bréfaskrifum milli seðlabankastjóra og ráðamanna ríkisstjórnarinnar, þá bendir margt til þess að Alþingi, sem setur lögin og mótar peningastefnuna í landinu, sé búið að gefast upp í slagnum við verðbólguna. Hún mælist nú 4,3 prósent, stýrivextirnir eru sex prósent. Og höftin óleyst, og vandséð hvernig hægt verður að afnema þau nema með aukningu verðbólgunnar. Mér finnst að almenningur eigi að gera kröfu um það í næstu kosningum að flokkarnir svari því almennilega, og helst í smáatriðum, hvernig peningastefnan á að vera og hvernig hún getur gengið upp.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun