Fjandsamlegar tollareglur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 10. desember 2012 06:00 Fréttablaðið hefur að undanförnu haldið áfram umfjöllun um reglur sem gilda um innflutning ferðamanna á tollfrjálsum varningi. Óhætt er að segja að það komi betur og betur í ljós hversu neytenda- og raunar mannfjandsamlegar þessar reglur eru. Komið hefur fram að tollverðir hika ekki við að taka af fólki dýr tæki á borð við síma og myndavélar ef þau líta út fyrir að vera nýleg og kosta meira en 32.500 krónur, sem er hámarkið sem einn hlutur má kosta án þess að það þurfi að borga af honum toll. Tollurinn tekur reyndar ekki gleraugu af fólki þótt algengt sé að þau séu keypt tollfrjálst í Leifsstöð á leið úr landi af því að embættismönnum þykir sem það gæti orðið ?erfitt að eiga við?. Tollverðir eyða síðan tíma sínum og borgaranna í að meta hvort til dæmis föt eru nógu snjáð eða nógu mikið af myndum inni á myndavélum til að það sé ?trúverðugt? að þetta sé ekki nýkeyptur smyglvarningur. Ótrúverðugar græjur eru hirtar af fólki og ferðamaðurinn ber alltaf sönnunarbyrðina; verður að sýna fram á að hann hafi borgað toll af hlutnum ef hann vill fá hann aftur. Ef hann á ekki kvittunina, sem tollinum þykir náttúrlega allra bezt að hann gangi með á sér, þarf hann að framvísa greiðslukortayfirlítinu sínu eða staðfestingu frá seljanda tækisins. Ef ekkert af þessu finnst fá menn sekt og geta endað á sakaskrá. Gísla Tryggvasyni, talsmanni neytenda, þykja þetta ekki eðlilegar eða réttlátar reglur. Hann sagði í helgarblaði Fréttablaðsins: ?Það er hæpið að snúa alveg við sönnunarbyrðinni fyrir því að neytandi hafi keypt vöru áður en hann fór úr landi. Alla vega ekki án þess að bjóða upp á einfalda málskotsleið til óháðs aðila. Hagsmunir einstaklinga fyrir því að fá að kaupa og fara með hluti úr landi og aftur heim hljóta að vega þyngra en skattheimtuhagsmunir ríkisins.? Í dag segir Fréttablaðið svo frá því að Íslendingar megi ekki fá senda gjöf frá útlöndum sem hafi kostað meira en tíu þúsund krónur án þess að viðtakandinn þurfi að borga toll. Þetta hámark hefur verið óbreytt frá því áður en gengi krónunnar hrundi og þess vegna fæst æ minna fyrir tíuþúsundkallinn. Brúðargjafir eru reyndar undanskildar, þ.e. ef embættismenn tollsins meta það svo að þær séu ?eðlilegar og hæfilegar?. Þetta regluverk er óþolandi fyrir neytendur. Venjulegt fólk sem hefur gert venjuleg innkaup í útlöndum er sett undir smásjá yfirvaldanna, gert tortryggilegt og þarf helzt að ganga með alls konar vottorð og kvittanir á sér á ferðalögum. Þetta fyrirkomulag er algjörlega á skjön í vestrænu, frjálslyndu ríki eins og við höldum stundum að við búum í. Tollararnir eru að vinna vinnuna sína. Það eru stjórnmálamennirnir sem setja þessar fáránlegu reglur og þeir geta líka breytt þeim. Pólitíkusarnir hafa einhvern tímann verið rukkaðir um minna á kosningavetri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun
Fréttablaðið hefur að undanförnu haldið áfram umfjöllun um reglur sem gilda um innflutning ferðamanna á tollfrjálsum varningi. Óhætt er að segja að það komi betur og betur í ljós hversu neytenda- og raunar mannfjandsamlegar þessar reglur eru. Komið hefur fram að tollverðir hika ekki við að taka af fólki dýr tæki á borð við síma og myndavélar ef þau líta út fyrir að vera nýleg og kosta meira en 32.500 krónur, sem er hámarkið sem einn hlutur má kosta án þess að það þurfi að borga af honum toll. Tollurinn tekur reyndar ekki gleraugu af fólki þótt algengt sé að þau séu keypt tollfrjálst í Leifsstöð á leið úr landi af því að embættismönnum þykir sem það gæti orðið ?erfitt að eiga við?. Tollverðir eyða síðan tíma sínum og borgaranna í að meta hvort til dæmis föt eru nógu snjáð eða nógu mikið af myndum inni á myndavélum til að það sé ?trúverðugt? að þetta sé ekki nýkeyptur smyglvarningur. Ótrúverðugar græjur eru hirtar af fólki og ferðamaðurinn ber alltaf sönnunarbyrðina; verður að sýna fram á að hann hafi borgað toll af hlutnum ef hann vill fá hann aftur. Ef hann á ekki kvittunina, sem tollinum þykir náttúrlega allra bezt að hann gangi með á sér, þarf hann að framvísa greiðslukortayfirlítinu sínu eða staðfestingu frá seljanda tækisins. Ef ekkert af þessu finnst fá menn sekt og geta endað á sakaskrá. Gísla Tryggvasyni, talsmanni neytenda, þykja þetta ekki eðlilegar eða réttlátar reglur. Hann sagði í helgarblaði Fréttablaðsins: ?Það er hæpið að snúa alveg við sönnunarbyrðinni fyrir því að neytandi hafi keypt vöru áður en hann fór úr landi. Alla vega ekki án þess að bjóða upp á einfalda málskotsleið til óháðs aðila. Hagsmunir einstaklinga fyrir því að fá að kaupa og fara með hluti úr landi og aftur heim hljóta að vega þyngra en skattheimtuhagsmunir ríkisins.? Í dag segir Fréttablaðið svo frá því að Íslendingar megi ekki fá senda gjöf frá útlöndum sem hafi kostað meira en tíu þúsund krónur án þess að viðtakandinn þurfi að borga toll. Þetta hámark hefur verið óbreytt frá því áður en gengi krónunnar hrundi og þess vegna fæst æ minna fyrir tíuþúsundkallinn. Brúðargjafir eru reyndar undanskildar, þ.e. ef embættismenn tollsins meta það svo að þær séu ?eðlilegar og hæfilegar?. Þetta regluverk er óþolandi fyrir neytendur. Venjulegt fólk sem hefur gert venjuleg innkaup í útlöndum er sett undir smásjá yfirvaldanna, gert tortryggilegt og þarf helzt að ganga með alls konar vottorð og kvittanir á sér á ferðalögum. Þetta fyrirkomulag er algjörlega á skjön í vestrænu, frjálslyndu ríki eins og við höldum stundum að við búum í. Tollararnir eru að vinna vinnuna sína. Það eru stjórnmálamennirnir sem setja þessar fáránlegu reglur og þeir geta líka breytt þeim. Pólitíkusarnir hafa einhvern tímann verið rukkaðir um minna á kosningavetri.