„Það er vægast samt mikill titringur. Það eru allir spenntir, vel stemdir, brosandi og hlæjandi,“ segir Pálmi Ragnar Ásgeirsson einn meðlima Stop Wait Go. Sömu sögu hafði Ásgeir Orri Ásgeirsson að segja. „Orkan í hópnum er mikil og tilhlökkunin sömuleiðis.“
Sjá einnig: Ásgeir Orri: Fáránlega mikil orka í loftinu
María Ólafsdóttir verður tólfta á svið í kvöld en hún fylgir í kjölfar Asera og er á undan Svíum. Það er annað árið í röð sem Ísland er á milli þessara tveggja þjóða í röðinni.
Í myndbandinu hér að neðan má sjá stutt innslag úr rútunni þar sem hópurinn er á leiðinni í höllina og óhætt að fullyrða að andinn skili sér vel í gegnum vefinn.